Fréttablaðið - 09.02.2023, Síða 4

Fréttablaðið - 09.02.2023, Síða 4
Greiðslu- byrði hækkar allt að 2,5 m.kr. á ári. Málið hefst í atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytinu árið 2019 og lýkur hjá héraðssak- sóknara árið 2022. Árangur í öryggis- málum er ekki heppni, heldur ákvörðun. Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Hann var kærður og það rannsakað en ekki ástæða til að gefa út ákæru í málinu. Ólafur Þór Hauksson, hér- aðssaksóknari bth@frettabladid.is skólamál Hugaríþróttin bridds verður valáfangi á næstu mánuðum í ýmsum skólum innanlands. Matthías Imsland, framkvæmda- stjóri Bridgesambands Íslands, segir spilið í mikilli sókn. Framhaldsskólinn á Suðurlandi hefur staðið fremst í því á umliðnum árum að sögn Matthíasar að standa fyrir kennslu í bridds sem nemendur hafa fengið metið til námseininga. Aðrir skólar sem munu bjóða upp á valáfanga í spilinu í vetur eru Tækniskólinn, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Framhalds- skólinn á Laugum, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. „Þetta eru ótrúlega jákvæðar fréttir,“ segir Matthías en hann segir bridds oft líkt við skák hvað varði rökvísi og framsýni. Talning, líkindareikningur og sitthvað fleira komi við sögu. n Bridds mun verða valáfangi í skólum lovisa@frettabladid.is Dómsmál Fyrrverandi skrifstofu- stjóri atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins var sá eini í ráðuneyt- inu sem var til rannsóknar vegna embættisfærslna hans í tengslum við lög um fiskeldi. Hann óskaði þess að birtingu þeirra yrði frestað árið 2019. Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu sinni að embættið telji það alvarlegt að birtingu nýrra laga um fiskeldi hafi verið frestað árið 2019 eftir að starfsmaður atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins óskaði eftir því. „Hann var kærður og það rann- sakað en ekki ástæða til að gefa út ákæru í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Héraðssaksóknari hóf árið 2021 rannsókn á embættisfærslunum en tilkynnti svo matvælaráðuneytinu, sem þá hafði tekið við málaflokkn- um, að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós að þáverandi starfsmaður hefði ásett sér að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til nokkurs sem hallaði réttindum ein- stakra manna eða hins opinbera og að ekki væri þörf á frekari rannsókn á málinu. n Ekki fleiri grunaðir í ráðuneytinu Líkindareikningur kemur við sögu. ser@frettabladid.is öryggismál Árlega eru um 2.100 til 2.200 vinnuslys tilkynnt til Vinnu- eftirlitsins hér á landi. Það merkir að um sex einstaklingar slasast í vinnunni á hverjum einasta degi. Þetta kom fram á Forvarnaráð- stefnu VÍS sem fram fór í Hörpu í gær, en þetta er í þrettánda sinn sem hún fer fram. „Árangur í öryggismálum er ekki heppni, heldur ákvörðun,“ sagði Guðný Helga Herbertsdóttir, for- stjóri VÍS, í ávarpsorðum sínum á ráðstefnunni, en hún sagði nauð- synlegt að breyta vinnustaða- menningunni hér á landi með það að markmiði að hafa öryggismál í fyrsta sæti við stjórnun og starfsemi fyrirtækja af öllu tagi. „Eitt vinnu- slys er einu slysi of mikið.“ Skráning vinnuslysa sé afskaplega mikilvæg á öllum vinnustöðum svo hægt sé að læra af mistökum. „Það hjálpar fyrirtækjum að hafa yfirsýn yfir mögulegar hættur, en mikil- vægt er að halda utan um áhættur til þess að hægt sé að gera betur,“ sagði Guðný Helga. Fram kom í máli hennar að enda þótt mikill árangur hefði náðst í for- vörnum og miklar framfarir átt sér stað í öryggismálum á vinnustöðum undanfarin 20 ár, ættu Íslendingar enn langt í land í samanburði við nágrannalöndin. Á ráðstefnunni kom jafnframt fram að samkvæmt rannsóknum slasa konur sig oftar en karlar – en karlarnir lenda hins vegar í alvar- legri slysum. Helstu orsakavaldar þessara slysa eru vinnusvæði, svo sem hálir f letir, lyftur og stigar, handverkfæri og iðnaðarvélar. n Sex manns slasast í vinnuslysi hvern dag ársins kristinnhaukur@frettabladid.is stjórnmál Þingf lokkur Pírata hefur lokið umræðu um útlendinga- frumvarp dómsmálaráðherra. Þeir hafa verið sakaðir um málþóf. „Píratar líta nú svo á að það sé fullreynt að opna augu stjórnarliða og hvetja þau til að standa vörð um stjórnarskrána,“ segir í tilkynningu. Umræðan hefur staðið yfir síðan Alþingi kom saman eftir jólahlé. Sumir hafa flutt yfir 100 ræður. n Maraþonræður Pírata á enda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Jafngreiðslulán Jafnar afborganir 25 millj. maí ‘21 124.353 155.000 feb. ‘21 198.618 257.083 50 millj. maí ‘21 248.706 310.000 feb. ‘21 397.237 514.167 Þegar stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær er að fullu komin fram í útlánsvöxtum banka hefur greiðslubyrði af 25 milljón króna húsnæðis- láni aukist um allt að 1.224 þúsund krónur á ári og af 50 milljón króna láni um nálega 2,5 milljónir á ári. olafur@frettabladid.is nEytEnDUr Vaxtahækkun Seðla- bankans í gær hefur áhrif á útláns- vexti banka og annarra lánastofn- ana. Stýrivextir hafa nú hækkað ellefu sinnum í röð og greiðslubyrði húsnæðislána hefur aukist stórum. Samt hefur dregið nokkuð úr mun- inum á stýrivöxtum og húsnæðis- vöxtum. Áður en vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí 2021 voru stýrivextir bankans 0,75 prósent en algengir vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum voru 3,44 prósent. Fyrsta hækkun Seðlabank- ans var 0,25 prósentur, upp í 1,00 prósent, og vextir húsnæðislána hækkuðu um 0,10 prósentur, upp í 3,54 prósent. Einungis 2/5 hlutar stýrivaxtahækkunarinnar runnu inn í útlánavexti bankanna. Næsta hækkun, í ágúst 2021, var líka 0,25 prósentur, upp í 1,25 pró- sent. Þá hækkuðu vextir húsnæðis- lána um 0,20 prósentur, upp í 3,74 prósent. Aftur hækkuðu stýrivextir í októ- ber 2021 um 0,25 prósentur, upp í 1,50 prósent. Vextir húsnæðislána hækkuðu þá um 0,15 prósentur, upp í 2,89 prósent. Í nóvember hækkuðu stýrivextir aftur, nú um 0,5 pró- sentur, og vextir húsnæðislána um 0,4 prósentur. Heimilin borga dýrum dómum fyrir stýrivaxtahækkun Seðlabankans Bankarnir hleyptu ekki stýri- vaxtahækkunum Seðlabankans að fullu út í útlánavexti sína fyrr en í júní á síðasta ári, þegar stýrivextir hækkuðu úr 3,75 prósentum í 4,75 prósent og vextir húsnæðislána fylgdu í kjölfarið, hækkuðu úr 5,49 prósentum í 6,59 prósent. Síðan þá hefur hver einasta vaxta- hækkun Seðlabankans ratað beint inn í útlánavexti bankanna og fyrir hækkunina í gær voru vextir hús- næðislána 7,84 prósent. Þar sem stýrivextir hækkuðu um 0,5 pró- sentur er ekki óvarlegt að ætla að vextir á húsnæðislánum hækki brátt úr 7,84 prósentum í 8,34 pró- sent. Hjá Arion banka fengust í gær þær upplýsingar að samkvæmt reynslu bankans séu 90 prósent nýrra íbúðalána jafngreiðslulán eða svonefnd annuitetslán. Sé horft einhver ár aftur í tímann sé um þriðjungur umsókna um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, þriðjungur um óverð- tryggð lán með föstum vöxtum, tíundi hluti um verðtryggð lán með breytilegum vöxtum og fimmtung- ur um verðtryggð lán með föstum vöxtum. Ef við skoðum hvernig greiðslu- byrði óverðtryggðra húsnæðislána hefur breyst frá því að vaxtahækk- unarferli Seðlabankans hófst fyrir 21 mánuði sést að mánaðarleg greiðslubyrði 25 milljóna jafn- greiðsluláns til 25 ára hefur farið úr ríf lega 124 þúsund krónum í tæp- lega 199 þúsund krónur, eða um 75 þúsund krónur á mánuði – 900 þúsund á ári. Ef skoðað er lán með jöfnum af borgunum sést að mánaðarleg greiðslubyrði hefur hækkað úr 155 þúsund krónum í maí 2021 í röskar 257 þúsund krónur, eða um 102 þúsund krónur á mánuði – 1.224 þúsund á ári. Þessar tölur tvöfaldast ef skoðað er 50 milljón króna lán með sömu skilmálum. Lán af þessum stærðar- gráðum eru ekki óalgeng hjá heim- ilum sem nýlega hafa fest kaup á húsnæði. n Ásgeir Jónsson er formaður peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. fréttablaðið/anton brink 4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023 fiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.