Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 18
 gummih@frettabladid.is Á dögunum var haldin sýning á golffatnaði hjá PGA, Samtökum atvinnukylfinga, í Bandaríkj- unum þar sem kynntar voru nýjar fatalínur fyrir árið 2023. Fatn- aður í golfi hefur tekið hröðum breytingum og nú kjósa æ fleiri að klæðast þægilegum flíkum þegar þeir munda kylfurnar og spóka sig um á golfvell- inum. Atvinnukylfingar eru farnir að sjást meira í hettupeysum, háum skóm, bómullar-póló- bolum og joggingbuxum svo eitthvað sé nefnt. Golfbúðir eru lífsstílsbúðir „Golfbúðir eru að verða lífsstílsbúðir og það mun algjörlega halda áfram á þessu ári,“ segir Bailey Chamblee, golftísku- og lífsstílsblaðamaður, á vef PGA en hún var ein þeirra sem héldu utan um sýninguna sem haldin er árlega. „Fólk vill klæðast fötum sem því líður vel í og þessi afslappaði golf- fatnaður sem við sjáum gefur fleirum tækifæri á að klæðast honum og hann er kominn til að vera,“ segir Chamblee og bætir við: „Það er mikilvægt að kylfingar skilji að þessi nýi fatastíll ber ekki vott um vanvirðingu við íþróttina.“ n Golftískan sífellt að breytast Þetta unga fólk var í þægilegum golffatnaði á sýn- ingu PGA í Banda- ríkjunum. MYND/PGA Þúsaldartískan heldur áfram að vera áberandi í tísku- heiminum og verður áfram áberandi í haust og næsta vetur ef marka má tískupall- ana í París upp á síðkastið. jme@frettabladid.is Við Íslendingar erum líklega heimsmeistarar í því að klæða af okkur veðrið enda ósjaldan sem naprir vindar blása, regnið bleytir og frostið nístir inn að beini hér á þessu skeri úti í miðju ballarhafi. Við munum nú þurfa að klæða af okkur kuldann allt fram í apríl, jafnvel maí, og því megum við vel horfa fram í tískutímann og fá smá innblástur frá tískuspánni úr tískutíma- ritinu Vogue fyrir haustið og veturinn 2023 og 2024. Glans og glamúr Klassískar flíkur eins og langerma prjóna kjólar, rúllukragabolir og langermabolir verða áberandi í haust og vetur, en með smá tvisti fyrir okkar innri krákur. Glimmerið fær hér að skína í fín- legum pallíettum og glimmerþráðum í einföldum og klass- ískum sniðum. Gervipelsarnir fá enn og aftur að skína í haust og því stærri og meiri um sig, því betra! Því stærri, því betri Peysurnar koma sterkar inn í haust og því stærri og sérstakari, því betra. Ekki hika við að tjá þig með stórri, litríkri peysu með fallegum hnöppum, loðkraga, slaufum eða öðru skemmtilegu glingri. Pufferjakkinn hefur verið vin- sæll í vetur en vetrarúlpan næsta haust verður einfaldari og minna útblásin útgáfa, en alveg jafn sportleg og smart. Maxípils og angóraullarflíkur Eftir einstaklega óþægilegt mínípilsasumar og -haust fær pilsfaldurinn loks að síkka niður fyrir hné og að ökklum. Pilsin falla vel að líkamanum án þess að vera þröng og úr dýrindis efnum eins og gallaefni, ull og sléttu eða riffluðu flaueli. Angóraáferðin verður líka áberandi í haust ýmist í peysunum eða jafnvel í heilu peysu- og pilsasettunum. Innbyggðir treflar og vasar Á tískupöllunum í byrjun árs hafa treflar verið áber- andi, en ekki beint sem sérstök flík, heldur frekar sem áfastur búnaður á jökkum, peysum og jafnvel kjólum. Cargó-buxur með stórum vösum hafa verið vinsælar upp á síðkastið og fá að halda áfram innreið sinni á tískupallana. Í haust munu þær vera vinsælar í galla- buxnaefni, ljósu og þvegnu eða dökku. n Hlýleg tískuspá fyrir haustið Þessi djúsí peysa með áföstum trefli birtist á tísku- vikunni í París í lok janúar frá Taakk. FréttAblAðið/ GettY Pufferjakkarnir verða áfram vinsælir og pilsin munu síkka. Patou er hér með puttann á púlsinum með vetrarlínuna fyrir 2023–2024. Gervipelsarnir koma sterkir inn í haust eins og sést hér á tískusýningu Lazoschmidl í París í janúar síðastliðnum fyrir haustið og veturinn. MgB ISGLÝSÍN A T 300 mg 5 mg 75 mg 100 mg 200 mcg B6 vítamín Schisandra Burnirót B9 vítamín (fólinsýra) Magnesíum bisglýsínat Léttari lund, alla daga MAG-YOUR-MIND® vinnur gegn streitu og skerpir hugsun Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf og heilsu og á goodroutine.is fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE® K AV IT A 6 kynningarblað A L LT 9. febrúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.