Fréttablaðið - 09.02.2023, Síða 22

Fréttablaðið - 09.02.2023, Síða 22
Nú er staðan bara þannig að við getum alveg eins lagt niður fótboltaliðið ef við fáum ekki betri aðstöðu. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra á Ísafirði, segir brýnt að aðstaða félagsins til knattspyrnuiðk- unar verði bætt hið snarasta. Hann fagnar því að bæjaryfir- völd stefni á framkvæmdir á svæðinu en segir mikilvægt að farið sé í þær af heilum hug. helgifannar@frettabladid.is Fótbolti „Það er löngu orðið tíma- bært að fá bætta aðstöðu. Við erum búin að vera öll þessi ár með enga vetraraðstöðu en nú er staðan bara þannig að við getum alveg eins lagt niður fótboltaliðið ef við fáum ekki betri aðstöðu,“ segir Samúel. Veðurfarið undanfarið hefur verið ansi slæmt til knattspyrnu- iðkunar. Einn óupphitaður gervi- grasvöllur er á svæði Vestra en lítið er hægt að nota hann til æfinga yfir veturinn. „Við getum ekki ætlast til að allir séu í þessu af öllu hjarta, leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og styrkt- araðilar, þegar við getum ekkert æft. Þetta er eins og að vera með fullt af fiski en ekkert frystihús til að vinna hann í,“ segir Samúel. Þetta hefur mikil áhrif á undir- búning liðsins fyrir hvert tímabil. Vestri keppir í Lengjudeild karla. Samúel segir hins vegar að menn reyni allt sem þeir geti til að hafa liðið tilbúið. „Það segir sig sjálft að undirbún- ingurinn hjá Vestra yfir þessa mán- uði er fótboltalega enginn. Menn geta hlaupið og lyft en fótboltalega er hann enginn. Það er gríðarlega slæmt. Það er aldrei neitt óraunhæft. Það er allt hægt. En þetta hjálpar okkur ekkert, að vera ekki með aðstöðu. Í mikilli hreinskilni sagt er það erfitt að vera með fótbolta- lið sem æfir helminginn af árinu og ætlast til að það keppi við lið sem æfa allt árið. Það skerðir möguleika okkar mikið.“ Myndi breyta öllu Það stendur til hjá Ísafjarðarbæ að leggja gervigras á keppnisvöll Vestra. „Það er jákvætt. En ég hef svo sem ekki fengið það staðfest. Ef Ísa- fjarðarbær fer í þetta með hálfum hug, eins og þegar þau fóru í útboð þegar þau ætluðu að bjóða út knatt- spyrnuhús, þá gengur það ekki. Þau vildu fá knattspyrnuhús en vildu ekki borga fyrir það.“ Samúel leggur mikla áherslu á að nýtt gervigras verði með upp- hitunarkerfi undir, verði það lagt á annað borð. „Við erum í engu betri stöðu ef við fáum gervigras sem er ekki upp- hitað. Þetta eru eðlilegar kröfur, að þetta sé eins og hjá öðrum, það sé upphitað, vökvunarbúnaður í því og slíkt til að það sé hægt að sinna þessu almennilega.“ Gott gervigras yrði mikil búbót fyrir knattspyrnusamfélagið á Ísa- firði. Meistaraflokkur gæti þá æft fyrir fyrir vestan og spilað þar leiki á undirbúningstímabilinu. „Þetta myndi breyta öllu fyrir okkur. Við þurfum að sækja hverja einustu æfingu eða leik yfir vetrar- tímann annað, með tilheyrandi kostnaði. Auðvitað myndi það spara okkur helling að fá Lengju- bikarsleiki hingað heim, að geta æft hérna heima. Við gætum verið með hópinn okkar miklu fyrr hérna. Þeir þyrftu ekkert að fara og gætu bara æft hér eftir tímabil. Við erum með mikið af erlendum leikmönnum. Þeir fara svo bara heim eftir tímabil og koma aftur að vori. Það er ekki boðlegt og ekki vænlegt til árang- urs.“ Áður hefur verið greint frá því að Ísafjarðarbær stefni að því að leggja gervigras á aðalvöll Vestra fyrir keppnistímabil næsta árs, 2024. „Við trúum og treystum á að það verði. Það eru 200 milljónir komnar á fjárhagsáætlun en við vitum að það er ekki nóg. Ef þú ætlar að gera þetta almennilega þarftu pottþétt 250 milljónir. Bærinn hefur hingað til getað bætt peningum í eitthvað sem þarf að kosta aðeins meira. Þau verða að átta sig á því að þau þurfa að klára þetta verkefni sóma- samlega, ekki bara út frá einhverri ákveðinni upphæð.“ Engar fótboltaæfingar Davíð Smári Lamude tók við þjálfun meistaraf lokks karla hjá Vestra í haust. Samúel segir hann ekki hafa fengið tækifæri til að vinna með lið- inu eins og hann myndi vilja vegna aðstöðuleysis. „Hann vissi hver staðan væri og hvernig þetta yrði. Jafnframt fórum við líka yfir hvað stæði til að gera. Þrátt fyrir að Davíð sé grjótharður og til í allt þá held ég að þetta hafi komið honum aðeins á óvart því hann hefur ekki getað tekið neina fótboltaæfingu með liðið. Í þessi skipti sem er æft úti er bara æft í snjó og klaka. Þú ert ekki að drilla uppspilið eða slíkt.“ Samúel hrósar Davíð hins vegar fyrir framlag sitt til félagsins hingað til. „Hann og strákarnir hans leggja sig samt alla fram við að undirbúa sig eins og þeir geta en það er tak- markað hvað er hægt að undirbúa sig við þessar aðstæður.“ Samúel skorar á Ísafjarðarbæ að ráðast í framkvæmdirnar að fullu. „Það dugar ekki bara að setja gervigras á Olís-völlinn. Þau verða að skipta um gervigras á núverandi velli. Ef það færi bara gervigras á Olís-völlinn sinnir það aldrei öllu knattspyrnustarfi hjá Vestra. Við þurfum að skipta um gervigras á núverandi velli, þó svo að hann verði ekki upphitaður, og fá svo upphitun á keppnisvöllinn.“ Þó að gervigras verði lagt á næst- unni bindur Samúel vonir við enn meiri framkvæmdir á knattspyrnu- svæði Vestra einn daginn. „Að sjálfsögðu vil ég í framtíðinni fá knattspyrnuhús því þetta er eini landshlutinn þar sem er ekkert slíkt.“ Vilji til staðar hjá bænum Aðspurð segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ekki ákveðið með hvaða hætti fram- kvæmdirnar á nýju gervigrasi Vestra verður, hvort völlurinn verði með hitakerfi undir eða ekki. „Við erum ekki komin að niður- stöðu. Við erum að skoða hvaða leið er best. Við erum að skoða mismun- andi gras og reyna að gera sem mest fyrir það fjármagn sem við höfum áætlað í verkefnið,“ segir Arna í sam- tali við Fréttablaðið. Arna segir alla í bæjarstjórn af vilja gerða til að bæta knattspyrnu- aðstöðuna fyrir vestan. „Við erum í góðu samstarfi við knattspyrnu- hreyfinguna og það er okkar sam- eiginlega markmið að gera þetta vel. Þetta snýst að sjálfsögðu um fjármagn.“ Hvað varðar enn frekari fram- k væmdir á knattspyrnusvæði Vestra, líkt og byggingu knatthúss, segir Arna það þurfa að bíða betri tíma. „Við erum ekki að fara að gera það að sinni. Við höfum ekki fjár- hagslega burði til þess. Þess vegna var ákveðið að fara þá leið að setja gervigras.“ n Brýnt sem aldrei fyrr að aðstaðan verði bætt Samúel Samú- elsson (lengst til hægri), for- maður meist- araflokksráðs Vestra, fylgist með leik. Mynd/Sigurður Elvar ÞórólfSSon Davíð Smári Lamude (fyrir miðju) er þjálfari Vestra. Hann á stórt verk fyrir höndum í sumar. Þá etur liðið kappi í Lengju- deild karla. Mynd/aðSEnd Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar 14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.