Fréttablaðið - 09.02.2023, Page 32
frettabladid.is
550 5000
RitstjóRn
ritstjorn@frettabladid.is
AuglýsingAdeild
auglysingar@frettabladid.is
PRentun & dReifing
Torg ehf.
2022 - 2025
Það er eitthvað svo innilega fal-
legt, göfugt og til eftirbreytni
að sjá fólk vinna starfið sitt,
sama hvað það er, af heilindum,
metnaði og stolti.
Það eru svo mörg störf sem eru
bæði erfið og slítandi þó að sumir
líti jafnvel niður á þau. Þó að það
segi nú mest um þá sjálfa. Þetta er
undarlegt.
Við vitum til dæmis öll hvernig
heimilin okkar líta út þegar
enginn þrífur og gengur frá.
Hlutirnir gerast nefnilega ekki
af sjálfu sér.
Og f lestum finnst nógu erfitt og
leiðinlegt að þrífa eftir sig sjálfa
og sína nánustu, hvað þá ókunn-
ugt fólk.
Af hverju hömpum við ekki
meira störfunum sem fela í sér
þrif og frágang?
Það færi allt á hliðina í sam-
félögum þar sem enginn vildi
þrífa neitt, sækja ruslið og svo
framvegis, eins og dæmin mörg
sanna.
Rutger Bregman sagnfræðingur
sagði frá því að eitt sinnið þegar
fólk sem sótti ruslið í New York-
borg fór í verkfall var lýst yfir
neyðarástandi í borginni og það
grátbeðið að koma aftur eftir
nokkra daga.
Þegar bankamenn fóru í verk-
fall (á Írlandi) gerðist ekkert í
hálft ár.
Ætlunin er samt ekki að gera
hér lítið úr störfum einnar stéttar
á kostnað annarrar. En það getur
samt verið gott að velta þessu
fyrir sér.
Öll störf eru mikilvæg, alveg
eins og við erum öll mikilvæg. Ég
vona að við sem samfélag berum
gæfu til að sjá til þess að allir
geti lifað mannsæmandi lífi af
launum sínum og borið höfuðið
hátt. n
Til eftirbreytni
Ebbu Guðnýjar
Guðmundsdóttur
bakþankar |
Nýr litur getur breytt rýminu. Við erum með allt fyrir
málningarverkefnið þitt
PRÓFUM
NÝJA LITI
SAMAN
Sparaðu tíma og
gerðu einfaldari
innkaup á netto.is
Fyrir fólk í leit af
nýjum tækifærum