Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 61

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 61
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 6160 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 á sama tíma og hún þurfti að vera í um önnunar­ hlutverki gagnvart stjúpbarninu. Þetta er einmitt þekkt að valdi togstreitu hjá stjúpmæðrum sem búa ekki að jafnaði með stjúp börnum sínum (Pryor, 2014). Japönsk rannsókn bendir til þess að nýorðnar mæður í stjúpfjölskyldum eigi frekar á hættu að fá fæðingar þunglyndi en aðrar konur (Sugimoto og Yokoyama, 2017) og einnig má geta þess að stjúp­ mæður eiga fremur á hættu að verða þunglyndar en aðrar konur, óháð eigin barn eignum (Shapiro og Stewart, 2011). Freyja benti á að eldri börn í fjölskyldunni skipta máli hvort sem konan hefur fætt þau eða ekki. Stjúpmóðurhlutverk verðandi eða nýorðinna mæðra skiptir einnig máli fyrir líðan þeirra og því verður skráningin í mæðravernd að taka tillit til stjúptengsla sem eru til staðar í fjölskyldunni. Eins og staðan er nú þarf að gera gangskör að því að bæta þessa skráningu sem öll miðast við hina verðandi móður, nema skyndilega þegar kemur að reitnum, „Fjölskyldumeðlimir og heimilisfólk“. Að mínu mati er þessi valmöguleiki í rafrænni mæðra­ skrá verulega gallaður. Þar er hægt að skrá aðila á heimili og tengsl þeirra við „barn“ en ekki konuna og er þá líklega átt við hið ófædda barn. Valmöguleikinn „stjúp barn“ er ekki til staðar og alls ekki er hægt að skrá stjúpbörn sem koma í um gengi en búa ekki á heimilinu. Eigi kona börn fyrir kemur heldur ekki neins staðar fram hvort núverandi maki konunnar hafi eignast þau með henni eða ekki. Nú krefst upplýsingasöfnun í mæðravernd þess að spurt sé margra persónulegra spurninga, t.d. um and lega líðan og vímuefnaneyslu. Hvers vegna hikum við þá við að skrá þetta? Eru þessar upp lýsingar ekki taldar skipta máli? Og hvers vegna ekki? Skyldi þarna vera um stjúpblindu að ræða sem hamlar starfi ljós­ mæðra við að mæta þörfum fjöl skyldunnar í heild? Í sængurlegu er gjarnan rætt um samskipti parsins og gagnkvæman stuðning eftir fæðingu, að ­ lögun eldri systkina og stuðning stórfjölskyldu. Ljóst er að nauðynlegt er að það sé gert með tilliti til flókinna tengsla stjúpfjölskyldna. Ljósmæður þurfa til dæmis að hafa í huga að faðir sem tekur á sig þungann af umönnun eldra barns sem parið á saman upp sker yfirleitt þakk læti móður, en sé hann að annast þau börn sem hann átti fyrir hjónaband með sama hætti getur það valdið því að hinni nýbökuðu móður finnist hún afskipt og útilokuð. Viðhorf allra þeirra kvenna sem ég ræddi við gagnvart stjúp börnum sínum var jákvætt, en hafa þarf í huga að allar þessar stjúpfjölskyldur höfðu haft tíma til að aðlagast sem er alls ekki al gilt. Eins og við vitum bregðast eldri börn oft við komu nýbura með meira krefjandi hegðun en áður, og ljósmæður þurfa að vera vakandi fyrir því hvort óviðeigandi hegðun stjúpbarna sé mögu lega túlkuð á neikvæðari hátt en hegðun eigin barna. Einnig þarf að hafa í huga að tengslanet innan stjúp fjöl skyldna getur verið gisnara þrátt fyrir að svo virðist sem um fleiri aðila sé að ræða sem mögulega geti aðstoðað hina nýju for eldra. Rannókn Sigrúnar Júlíusdóttur o.fl. (2008) rennir stoðum undir það að tengsl barna við ömmur og afa veikist oft eftir skilnað. Ekki er því ólíklegt að foreldrar innan stjúp fjöl skyldna séu tvístígandi með það hvern þeir eiga að biðja um að passa eldri börn á heimilinu. Tilkoma nýrra barna inn í stórfjölskyldu veitir þó oft tækifæri til þess að hafa áhrif á tengsl, enda flestir boðnir og búnir til þess að aðstoða foreldra á þeim tímamótum. Þetta má t.d. sjá á því að stjúpmóðir Freyju sem hún hafði áður ekki haft sterk tengsl við, reis upp í það að verða hennar helsti stuðningsaðili eftir fæðinguna. Svan­ hildur tók líka svo djúpt í árinni að segja að fæðing dóttur hennar hafi bjargað sam bandi hennar við sinn eigin föður sem virtist líta á tilkomu barna barnsins sem tækifæri til að bæta fyrir tengslarof við dótturina. Ljósmæður ættu að geta ýtt undir tengsl sem kannski eru nýmynduð eða hafa veikst eftir skilnað. Foreldrar eru oft hikandi við að biðja um þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda, og eflaust er það meira áberandi ef tengsl við nánustu aðstandendur eru veik. Á hinum endanum eru aftur á móti oft afar og ömmur, stjúp ömmur og stjúpafar sem vita ekki hvernig þau eiga að fara að því að bjóða fram aðstoð eða á hvaða hátt. Opni ljósmóðir á umræðu um það hvaða hjálp foreldrar geta hugsað sér að þiggja frá hverjum og hvaða verkefnum hver aðstandandi getur hugsað sér að sinna getur það mögulega eflt tengsl og aukið stuðning við stjúpmæður sem ganga með sín fyrstu börn. Lokaorð Af því sem fram hefur komið má ráða að aðstæður og upp lifanir kvenna eftir fæðingu geta verið mis­ munandi þrátt fyrir þær eigi það sameiginlegt að tilheyra stjúpfjölskyldu. Ég kaus að beina sjónum sérstaklega að mæðrum sem eignast sitt fyrsta barn þegar þær eru stjúpmæður fyrir, en vert er að hafa í huga að ekki er um rannsókn að ræða heldur bara lítið innlit í reynslu þriggja kvenna. Ekki er heldur litið til þess hvernig reynsla stjúpfjölskyldna sem samsettar eru á annan hátt getur mögulega verið frábrugðin þessum fjölskyldum. Aftur á móti er ljóst að stjúpfjölskyldur eiga ýmislegt sameiginlegt sem greinir þær frá kjarnafjölskyldum. Mig langaði að skrifa þessa grein til þess að vekja athygli á því að konur innan stjúpfjölskyldna geta haft ýmsar þarfir sem við ljósmæður þurfum að vera vakandi fyrir á meðgöngu og eftir fæðingu og vona að það hafi tekist. Heimildir Biaggi, A., Conroy, S., Pawlby, S. Og Pariante, C.M. (2016). Identifying the Women at Risk of Antenatal Anxiety and Depression: A Systematic Reviw. Journal of Affective Disorders (191), 62­77. doi:10.1016/j.jad.2015.11.014. Bonnell, K.S. og Papernow, P.L. (2018). The Stepfamily Handbook: From Dating to Getting Serious to Forming a Blended Family. CMC Publishers. Hagstofa Íslands. (e.d. a). Giftingar og skilnaðir. hagstofa.is/talnaefni/ ibuar/fjolskyldan/giftingarogskilnadir/. Hagstofa Íslands. (e.d. b). Lifandi fæddir eftir fæðingarröð og hjúskaparstétt móður. px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/ Ibuar__Faeddirdanir__Faeddir__faedingar/MAN05104.px Norhayati, M.N., Nik Hazlina, N.H., Asrenee, A.R. og Wan Emilin, W.M.A. (2014). Magnitude and Risk Factors for Postpartum Symptoms: A Literature Review. Journal of Affective Disorders (175), 34­52. doi.org/10.1016/j.jad.2014.12.041 Shapiro, D.N. og Stewart, A.J. (2011). Parenting Stress, Perceived Child Regard and Depressive Symptoms Among Stepmothers and Biological Mothers. Family Relations, 60, 533­544. doi:10.1111/j.1741­3729.2011.00665.x. Shapiro, D.N. og Stewart, A.J. (2012). Dyadic Support in Stepfamilies: Buffering Against Depressive Symptoms Among More and Less Experienced Stepparents. Journal of Family Psychology, 26(5), 833­838. doi:10.1037/a0029591. Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna Rósa Arnardóttir og Guðlaug Magnúsdóttir (2008). Ungmenni og ættartengsl: Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna. Háskólaútgáfan. Sugimoto, M. og Yokoyama, Y. (2017). Characteristics of Stepfamilies and Maternal Mental Health Compared With Non­Stepfamilies in Japan. Environmental Health and Preventive Medicine, 22­48. doi:10.1186/s12199­017­0658­z. Papernow, P. L. (2018). Clinical Guidelines for Working With Stepfamilies: What Family, Couple, Individuals and Child Therapists Need To Know. Family Process, 57 (1), 25­51. doi:10.1111/famp.12321. Pryor, J. (2014). Stepfamilies: A Global Perspective on Research, Policy, and Practice. Routledge. Valgerður Halldórsdóttir (2012). Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl. Vaka­Helgafell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.