Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1993, Blaðsíða 3

Vesturland - 01.12.1993, Blaðsíða 3
VESTURLAND Blað vestfirskra siálfstœðismanna 3 Hver er fyrsta hugsun manns umjól? Sú, að síðustu jólum sé vart lokið, og nú gangi önnur í garð? Eða ber hærra, að liðið ár hafifœrt okkur gleði, ánœgju og þroska? Leitar hugurinn ef til vill á náðir trúarinnar og rifjar upp þau einföldu sannindi, að án innra friðar, sáttar við sjálfan sig og aðra menn, sé til lítils unnið. Virðist þar engu skipta hvort manni hafa hlotnazt ótakmörk- uð ytri gœði eða búið við krappari kjör en áður. Til hvers erujól haldin hátíðleg? Hátíðin er haldin til að minnast fœðingar Jesú Krists fyrir tœpum 2000 árum. Hversu ná- lœgt sannleikanum við komumst. um ein- staka atburði skiptir ekki öllu, því áhrifin sem kristni hafa haft á heiminn eru svo mikil að engin leið er að slá á þau vísinda- legum mœlikvarða. Boðskapur Krists var sá, að menn lifðu í sátt og samlyndi hver við annan og sjálfa sig. I Fjallrœðunni segir svo: „En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis“ (Matteus 5,22). Kristur hvetur menn einnig til þess að vera skjóta til sátta við andstœðing sinn. Þessi boðskapur er áréttaður hér vegna nauðsynjar manna á samstöðu. Vestfirðingar ganga til jólahalds í skugga þess álits Byggðastofnunar, að atvinnurekstur í héraðinu sé afar illa staddur, og hún boðar ríkisstjórninni, að mikilla fjár- muna sé þörf til brýnustu aðstoðar. Flestum hér um slóðir eru staðreyndir atvinnulífsins kunnar. Atkvœðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga var vart lokið er forleikurinn að boðskap stofnunarinnar varð kunnur. Fyrirtœkið Hjálmur h.f. á Flateyri, burðarás atvinnulífs þar, œtlar að hætta fisk- vinnslu, getur ekki tapað meira fé. Erfiðleikar hafa víðar knúið dyra í vestfirskum sjávarplássum og sér ekki fyrir endann á þeim. Þó skortir ekki kjark og vilja þeirra sem þar búa. Samstaðan er grundvöllur þess, að snúið verði af braut- inni sem mí er mörkuð. Islendingar eru svo örsmá þjóð mœlt á kvarða heimsins, rúmlega 260 þúsund manns, að allir íbúar Vestfjarða, frá Gilsfjarðarbotni vestur, norður og suður um kjálkann, þrjú prósent af landsmönnum, hverfa í mannhafið. Hver maður, karl, kona eða barn, er snöggtum mikilvœgari á Vestfjörð- um, en víðast annars staðar á landinu, að ekki sé talað um í heiminum. Allir verða að taka á og efla samstöðu til þess að varnarbarátta gagnist. Enn frekar ríður á, ætli menn að snúa vörn í sókn. Vissulega er það svo að trúin er samofin öllu lífi manns- ins. Trú Islendinga er mörgum ráðgáta. Hinar sívinsœlu skoðanakannanir sýna að ekki geti trúarríkari menn, þótt kirkjusókn gefi þetta ekki til kynna. Sú spurning vaknar hvort menn hafi guð með í ráðum hins daglega lífs eða hvort trúin sé til spari og henni klœð- ist menn svipað og spariflíkum. Niðurstaða fyrrnefndrar atkvœða- greiðslu vekur vonir um það, að marg- ir sjái nú knýjandi þörf samstöðu. Isa- fjarðarkirkja hin nýja er risin og er stöðugt tákn hversu miklu skiptir að hafa þessi sannindi í huga. Hún vek- ur einnig vonir um að boðskapur Fjallrœðunnar hrífi okkur enn. En Jesús kenndi mönnum einnig að biðja. „En nœr þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn sem er í leynum mun umb- una þér“ (Matteus 6.6). Allir þekkja bœnina en þar segir meðal annars: „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér oq furirqefum vorum skuldunautum.“ (Matteus 6.12) „Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, munfaðir yðar ekki heldurfyr- irgefa misgjörðir yðar“ (Matteus 6.14 -15). Fyrirgefningin er báðum nauðsyn, þeim er fyrirgef- ur, jafnt og hinum sem fyrirgefið er. Fjallræðan er boðskapur Meistarans og hefur í sér fólgna mikla fjársjóði kristinna manna og öllum er hollt rifja hann upp. „Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera“ (Matteus 6.21). I erfiðleikum er nauðsyn að minnast orða Jesú. Standi menn saman og fyrirgefi hver öðrum næst frekar árangur í hinu ytra, daglega, lífi. Friður í hjarta er nauðsynlegur svo beita megi kröftum óskipt- um að brýnum verkum. Jólin, með öllum sínum ytri merkjum, eru hátíð friðar, Ijóss og samstöðu. Þau eru okkur öllum þörf á- minning, um að fleira skiptir máli, en það er augað greinir. En þau eru einnig hátíð fjölskyldunnar. Sá þáttur nútíma jólahalds ber einna hœst og er mjög mikilvœgur. Lesendum Vesturlands er óskað gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ólafur Helgi Kjartansson

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.