Vesturland

Årgang

Vesturland - 01.12.1993, Side 4

Vesturland - 01.12.1993, Side 4
4 VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna Útgefandi: Ritstjóri: ábyrgöarmaður: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Steinþór Gunnarsson, sími 91-610188 Auðunn J. Guðmundsson, ísafirði. Skrifstofa: Sjálfstæðishúsinu, Hafnarstræti 12, 400 ísafirði, sími 94-4232, Pósthólf 374. Forsíðumynd: Hrafn Snorrason, ísafirði Hönnun forsíðu: Atómstöðin auglýsingastofa Blaðnefnd: Auðunn J. Guðmundsson, form. ísafirði, Björgvin Arnar Björgvinsson.ísafirði Finnbogi R. Jóhannesson, ísafirði Jóhann Ólafson, ísafirði, : Steinþór Gunnarsson, ísafirði, Umbrot og prentvinnsla: ísprent hf, ísafirði Blaðinu er dreift ókeypis í 3800 eintökum. A . Sérstakar þakkir fær Ásdís Halla Bragadóttir, Auglýsingar: Steinþor Gunnarsson. framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins Pólitískar hraðspólun. Hver jólin og áramótin hellast yfir mann eins og einungis sé aðeins mánuður liðinn frá þeim síðustu. Þessi jól verða fyrir margt kanski minnisstæðari (mínum huga en önnur, meðal annars fyrir það að staða undirstöðuatvinnuveganna hér vestra virðist vera enn veikari en í fyrra og í raun veikari en ég man nokkru sinni eftir. Maður má ekki opna fyrir einhvern Ijósvaka- miðilinn þessa dagana, svo að ekki sé verið að tala um slæmt ástand á Vestfjörðum, vanda Vestfirðinga, uppsagnir starfsmanna í fyrir- tækjum á Vestfjörðum o.s.frv. Hvað er eiginlega verið að tala um? Er þessi vandi sem talað er um í fjölmiðlum vegna þess að við Vestfirðingar höfum staðið okkur svona miklu verr við rekstur sjáv- arútvegsfyrirtækja en aðrir landsmenn, sem reka fyrirtæki ( undir- stöðuatvinnugrein okkar fslendinga. Er það þess vegna sem nær hvert einasta byggðarlag á Vest- fjörðum stendur frammi fyrir alvarlegri vanda en nokkru sinni fyrr. Vanda sem gæti orðið til þess að sum hver byggðarlögin gætu hreinlega lagst í eyði. Ég segi nei. í mínum huga væri nær að spyrja hvort það ætti ekki frekar við um flest þessara vestfirsku fyrirtækja, að þau stæðu mun betur í dag, ef ekki hefðu komið til ýmsar aðgerðir og tilfærslur misviturra stjórnmála- og embættismanna í gegnum tíðina. Af hverju segi ég þetta? Jú, einfaldlega vegna þess að staðreyndirnar tala sínu máli. Það þarf ekki mikinn hagfræðing til þess að sjá það hvílík hel- gengisstefna það var, sem rekin hefur verið í efnahagsmálum okkar Islendinga, í tíð fyrri ríkisstjórna. Á sama tíma og það fyrirbæri sem nefnt hefur verið góðæri gekk yfir og við vorum að skapa okkur sem hvað mest verðmæti úr greipum hafsins, og þar af leiðandi hvað mestar gjaldeyristekjur, að þá var verðmæti þess sem flutt var inn í landið, mun meira en það sem flutt var út. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin gátu bara blætt og heildsalarnir grætt. Svo einfalt var það nú. Það er svo margt annað sem hægt væri að nefna, en ég ætla að láta nægja að minnast á eitt atriði sem brunnið hefur á mér. Það er þetta með hann Halldór Ásgrímsson, framsóknarmann. Hann lét sig ekki muna um það á sínum tíma, að veifa hendi, rétt si svona eins og hann væri skapari alheimsins, og útdeila grálúðu- kvóta út um holt og hæðir. Aðallega þó á Suðaustrurlandi. Sú aðgerð var í hæsta máta gerræðisleg, því það er í eina skiptið í fiskveiðistjórnunarsögu landsins, að því er mig minnir, sem fiskiskip hafa fengið úthlutuðum kvóta, án þess að hafa nokkra veiðireynslu í viðkomandi tegund. Einhverntíma sá ég lista yfir þau skip sem um ræðir og efast ég um að sum þeirra hafi einu sinni verið fær um að sigla út úr ósnum þarna fyrir sunnan land, hvað þá að fara veiða grálúðu hér úti fyrir. Þessi tvö atrið hafa samt að mestu leiti komið jafnt niður á landsmönnum öllum kynni einhver að segja. Málið er bara ekki svo einfalt. Það er að vísu rétt að aðgerðir í efnahagsmálum hafa komið jafnar niður, en grálúðan var nú það sem Vestfirðingar höfðu setið einir að. Við höfðum ekki loðnu, síld eða lostætan humarinn eins og aðrir hafa, aflahlutdeildir okkar eru mestar í þorski og þar af leiðandi hefur minni heildarkvóti ár frá ári haft þyngri áhrif á Vestfjörðum en annars staðar. Það er alveg dagljóst. Væri ekki rétt að menn hefðu það m.a. í huga ef til þess kemur að þessi ráðherraskipaða nefnd um vanda Vestfjarða, fer að funda, að þetta er ekki spurning um sértæka aðgerð, heldur spurning um að Vestfirskum útgerðum verði bætt þessi rangláta pólitíska handar- sveifla. Það mun örugglega ekki verða annað fram undan en enn meiri fólksflótti héðan, ef ekkert verður að gerf í bráð. Þér lesandi góður þakka ég lesturinn og óska þér alls hins besta um hátíðarnar, að þú megi eiga ánægjuleg jól og umfram allt, farsælt nýtt ár. Steinþór Gunnarsson. Jafnari orkukostnaður - Vantar 260 krónur á mánuði upp á að markmiðin frá árinu 1991 náist, að teknu tilliti til verðlags og skattabreytinga. Húshitunarkostnaður í landinu er nú mun jafnari en við upphaf kjör- tímabils núverandi ríkisstjórnar. Ef við skoðum Vestfirði sérstaklega þá er ljóst að í ársbyrjun 1991 kostaði það 1,95 falt meira að hita vísitölu- húsið með rafmagni frá Orkubúi Vestfjarða en heitu vatni miðað við vegið meðalverð hitaveitna. 1. októ- ber síðast liðinn var þetta hlutfall orðið 1,64. Ef borinn er saman orkukostna- ður á Vestfjörðum annars vegar og hjá Hitaveitu Reykjavíkur hins vegar þá kemur í ljós að 1. janúar 1991 kostaði það 2,42 falt meira að hita vísitöluhús á Vestfjörðum en á veitu- svæði Hitaveitu Reykjavfkur. Þetta hlutfall var komið ofan í 1,84 þann 1. október síðast liðinn. Niðurgreiðsla ríkissjóðs á raf- hitun hefur á þessu kjörtímabili aukist frá því að vera 63 aurar á kwst fyrir 1. júní 1991 í 1 krónu og 12 aura núna. Þá hefur verið knúið á um og séð til þess að Landsvirkjun jók af- slátt sem fyrirtækið veitir á raforku til húshitunar úr 16 aurum fyrir 1. júní 1991 í 26 aura nú. Munar 26o krónum á mánuði Ennfremur hefur Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra undirritað samning við Orkubúið þar sem fallið var frá því ákvæði sem var inni í samningi ríkisins við Orkubú Vest- fjarða um að fyrirtækið greiddi 70% af framlegð frá rekstri inn í ríkissjóð. Með því að afnema þetta ákvæði nú voru rekstrarskilyrði Orkubúsins bætt verulega og því gert kleyft að yfirtaka Hitaveitu Suðureyrar. ísafjördur Prófkjör Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á ísafirði hefur ákveðið að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnar- kosningum næsta vor verði valdir í opnu prófkjöri. Prófkjörið fer fram 29. og 30. janúar 1994. Prófkjörið er opið öllum fullgildum félögum sjálfstæðis- félaganna á ísafirði og þeim stuðningsmönnum flokksins sem eiga munu kosningarétt í sveitarstjórnarkosningu- num á ísafirði og undirrita stuðningsyfirlýsingu samhliða þátttöku í prófkjöri. Hér með auglýsir kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á ísafirði eftir tillögum til framboðs í prófkjöri. Framboðum skal skila til formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins Jens Kristmannssonar, Engjavegi 31, ísafirði, eigi síðar en 15. janúar 1994 en þann dag rennur framboðsfrestur út. Nánari upplýsingar veitir formaður kjörnefndar hs. 3098 og vs. 3941. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á ísafirði. Óskum Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleði- legra jóla og farsældar ói komandi ári og þökkum jafnframt viðskiptin á líðandi ári EIMSKIP - við greiðum þér leið í umræðum um þessi mál á dögunum voru til umræðu fyrirheit frá árinu 1991 um að hitunarkostn- aður vísitöluhúss ætti að verða 5 þú- sund krónur á mánuði að meðaltali eða um 60 þúsund á ári. Eins og menn muna var skýrslu með slíkum fyri- heitum skilað seint og um síðir rétt fyrir síðustu kosningar án þess að um nokkrar efndir hafi verið að ræða. í þessum umræðum upplýsti iðnaðar- ráðherra það að ef tekið sé tillit til verðlagsbreytinga síðan og virðis- aukaskattsbreytinga, þá ætti hitunar- kostnaður vísitöluhússins á Vest- fjörðum, miðað við upphafleg mark- mið, að vera 78.145 krónur, en er núna 81.253 krónur. Mismunur á einu ári er því liðlega þrjú þúsund krónur, eða tæpar 260 krónur á mánuði. - E K G Gleðileg jól og farsælt komandi ár anglýsixigastofa Gleðileg jól og farsælt komandi ár Óslqim starfsfóCíq okfar, vicfslqptavinum og ‘Vestfirðingum öCCumgCeðiCegrajóCa ogfarsceCs CjomancCi árs 311QK]@SB[i3 Mo Ánanaustum FLUGFÉLAGIO ERNIR P ÍSAFIROI Fiskmarkaðurinn ísafirði -iP Sparisjóður Súðavíkur

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.