Vesturland

Årgang

Vesturland - 01.12.1993, Side 14

Vesturland - 01.12.1993, Side 14
14 VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna / „Island frjálst og fullvalda ríki „ - Bók Matthíasar Bjarnasonar komin út í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá því að Island varð frjálst og fullvalda ríki, þann 1. desember 1918 „Ástæða þess að ég ákvað að ráðast í útgáfu þessarar bókar er fyrst og fremst sú, að á síðustu áratugum hefur dofnað yfir minningunni um 1. desember“, sagði Matthías Bjamason alþingismaður í samtali við Vestur- land, í tilefni af því að þann 1. desember sfðast liðinn kom út ný bók, nefnist ísland frjálst og fullvalda ríki og hann hefur unnið að. Það er óhætt að segja að Matthías er stórtækur f bókaútgáfunni á þessu ári. Því þennan sama dag kom einnig út sjálfsævisaga hans, Járnkarlinn „Það hefur oft komið upp í huga minn“, sagði Matthías ennfremur „að gera tilraun til þess að vekja fólk til umhugsunar um þennan mikilvæga dag í þjóðarsögu okkar. Ekki síst yngra fólkið en einnig margt hið eldra. Um leið að minnast þeirra sona og dætra Islands sem í meira öld þar á undan háðu baráttu fyrir sjálfstæði íslenskrar þjóðar. Þann I. desember 1918 náðist loks sá árangur að Island varð frjálst og fullvalda ríki. Sfðan má segja að 17. júní 1944 hafi náðst lokatakmark þess mikla sigurs sem vannst 1. desember 1918. Efni þessarar bókar er fjölbreytt. Eg rita formála að bókinni. Þá er minnst Kristjáns konungs hins 10, með mynd og æviágripi. Síðan eru birt orðrétt lög um að Island og Dan- mörk séu frjáls og fulivalda ríki í sambandi við konung. Þessi lög eru undirrituð af Kristjáni konungi 10 og Jóni Magnússyni þá verandi for- sætisráðherra Islands. Islensk - danski 1. desember 1993 eru 75 ár liðin frá gildistöku dausk-ísleiisku sambanrlslaganna Afþessari bók eni géftri ól og ántuð 250 töluseU'eintök. Eíntakþetta er núrner: Safnað lliiur og búið lil preníunar Matrliías Bjiu-naaon JSLAND FRJALST FUELVALDA RIKI Titilsíða bókarinnar undirrituð af höfundi samningurinn er birtur með eigin- handarundirskrift allra samninga- manna og síðan staðfesting ríkis- stjórnar Islands sem þá var skipuð þremur ráðherrum. Jóhannes Hall- dórsson cand mag. fyrrverandi starf- smaður Alþingis skrifar um þinglega meðferð málsins, en það var rætt á Alþingi á tveimur þingum. Skýrt er ítarlega frá gangi málsins. Allir sam- ningamennirnir sem tóku þátt í gerð þessa samninga eru kynntir, með æviágripi og myndum. Fánamálið er gert að umræðuefni og sömuleiðis þjóðaratkvæðagreiðslan. Myndir fylgja af samninganefndinni, frá AI- þingi frá þessum tíma. Þá er birt mynd af fálkamerkinu sem á þeim tíma var þjóðfáni íslands, en okkar fáni varð að veruleika árið 1920. Handskrifaðar fundargerðir íslensku sendinefndarinnar eru birtar og sömuleiðis dansk - íslensku samn- inganefndarinnar. Þær voru skrifaðar upphatlega á dönsku, en einnig fylgir með íslensk þýðing á þeim.“ Hin nýja bók Matthfasar Bjarnasonar er afar þýðingarmikil heimild um einn þann atburð sem hæst rís í sögu fslenskrar þjóðar. Hún verður vonandi til þess að vekja fs- lendinga enn betur til vitundar um íslenskan þjóðararf og það mikil- verða hlutverk sem þessi atburður gegnir. Bókin er prentuð hjá Prent- smiðju G. Ben. Hönnuður bókarinnar er Birgir Andrésson. Skjaldborg annast dreifingu hennar. Bókin er bundin í fallegt band og verða gefin út 250 eintök, tölusett og árituð af höfundi. Matthías með bækurnar sínar tvær sem gefnar eru út fyrir þessi jól. -SG ‘Bestujóía- og nýárskveðjur tif viðsfiptavina okjjar, starjsfófks og annarra ‘Vestfirðinga, meðþafffceti fyrir árið sem er að kyeðja. Osfum viðsÍQptamnum svo og ‘Vestfirðingum öffum gfeðifegrajófa ogfarscefs komancfi árs, með þöfffyrir viðskiptin á árinu sem er að fíða. Sencfum sjáffstceðisfóffj svo og ‘Vestfirðingum öffum ftestujófa- og nýársfyeðjur é r ir Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á ísafirði Sencfum sjáffstceðisfóffi svo og ‘Vestfirðingum öffum ftestujófa- og nýársfveðjur 4, Æ Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins M í Vestfjarðakjördæmi Nýjar vestfirskar jólabækur: VESTFIRÐIR Héraðslýsing í myndum og orðum eftir Hjáimar R. Bárðarson. JÁRNKARUNN Bók sem beðið hefur verið eftir. Endurminningar Matthíasar Bjarnasonar. STRANDHÖGG Nýstárleg skáldsaga um strandhögg íýmsum heimshornum, eftir Rúnar helga Vignisson. HAFBORG Skáldsaga um ísfirska togarasjómenn, eftir Njörð P. Njarðvík. VIÐ URÐARBRUNN Skáldsaga úr heimi fyrstu kynslóðar íslendinga, eftir Vilborgu Davíðsdóttur. ÁHÁSKASLÓÐ Unglingasaga um sjóferð og siglingar, eftir Eyvind Eiríksson. BERNSKUMINNINGAR Ljóðabók eftir Torfa Hjörleifsson. Bókaverslun Jónasar Tómassonar ísafirði Sími 3123

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.