Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 13
VE STURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna
13
Guðjón A. Kristjánsson:
V estfj ar ða vandinn
Þessi orð eru hávær í umræðunni
þessa dagana.
Menn segja í undrun, sumir hverj-
ir, af hverju er svo slæmt ástand á
Vestfjörðum?
Svarið er auðvitað ekki auðvelt og
varla tæmandi með því að benda á
eitt atriði sem öllu veldur.
Það verður þó varla dregið í efa að
megin orsök eru skertar aflaheimildir
samfara þeirri útfærslu fiskveiði-
stjórnunar kvótakerfis sem verið
hefur við líði síðastliðin ár.
Einkum er það framkvæmd kerf-
isins eftir 1985 sem höggvið hefur í
afkomu Vestfjarða í heild.
Þessa umræðu þekkja Vestfirð-
ingar.
Okkar hlutdeild í grálúðuaflanum
var minnkuð og grálúðuheimildum
jafnvel dreift á skip sem aldrei höfðu
veitt grálúðu og eru ennþá að selja
þær aflaheimildir á hverju ári.
Ein ástæða vandans
Síðastliðin fimm ár hefur
þorskaflinn endalaust verið skorinn
niður.
Vestfirðir hafa alla tíð verið mikið
þorskveiðisvæði og megnið af afla-
heimildum vestfirskra fiskiskipa
hafa verið í þorski.
Þegar svo er komið að fiskiskip,
sem hafði t.d. 100 tonn af þorski fyrir
árið 1988 - 89, er komið niður í 27
tonna þorskveiðiheimild, er grund-
völlur útgerðar og einnig fiskvinnslu
gjörsamlega brotinn.
A undanförnum árum hávaxta-
stefnu hefur ekki verið unnt að greiða
niður skuldir, í besta falli hefur verið
haldið í horfinu.
Fiskifræðin
Þegar það fór að heyrast í umræð-
unni á síðastliðnum vetri að nú yrði
að ráðum fiskifræðinga að skera
heidarafla þorsks niður í 150 þúsund
tonn, hélt ég því fram, að í fyrsta lagi
værum við þegar komnir ofan í
lægðina í þorskveiðum og aflabrögð
yrðu betri á næsta ári.
I því efni dró ég þá ályktun af fyrri
niðursveiflum í þorskafla í sögulegu
samhengi séð um minnkandi þorsk
3 - 4 ár í röð uns botninum væri náð.
Einnig vegna þess að fjöldi skyndi-
lokana vegna uppvaxandi þorsk
hafði snarvaxið á þessu ári sem er
vísbending um að talsvert sé af upp-
vaxandi fiski.
I öðru lagi fullyrti ég að vanda-
málin sem samfara yrðu svo miklum
niðurskurði í þorskafla væru svo gíf-
urleg fyrir sjávarútvegsbyggðir, sem
afkoma okkar allra í þessu landi
byggist á, að vonlaust væri að at-
vinnufyrirtæki í fiskvinnslu og út-
gerð gætu þolað slíkan niðurskurð
ofan í allt sem á undan er gengið í
þeim efnum. Borgandi af lánum sem
væru fyrirtækjunum ofviða áður en
núverandi niðurskurður á afla bætist
við.
Ég get varla ekki haldið því fram
í þessum skrifum að orð mín og skrif
hafi orðið til þess að okkar ráðamenn
í ríkisstjórn hafi veturinn 1993 áttað
sig á hvert og hversu alvarlegt
vandamálið yrði þegar haustið
1993.
Þó að ég hafi lítið gaman af því að
vera með svartsýnisspár, þá verð ég
að segja að telji menn nú að vandinn
sé stór.
Þá er það varla annað en sterk
viðvörun þess sem verður á næsta ári
ef aflaheimildir verða óbreyttar.
Pólitísk ákvörðun
Ég tel rétt að minna á það að ég
hélt því fram haustið 1983 að það ár
værum við komnir í botn í náttúrlegri
niðursveiflu í þorskveiðum og afli
myndi vaxa i þorski árin þar á eftir
alveg í mótsögn við álit fiskifræð-
inga þá haustið 1983.
Þessar fullyrðingar mínar reynd-
ust réttar.
Þá eins og nú var talið að ég væri
með ábyrgðarlaust tal.
Vonandi okkar allra vegna væri að
ráðamenn þyrðu að taka nú þá póli-
tísku ákvörðun að auka þorskveiðar,
eða sjá menn engin jákvæð merki til
þess að það megi gera.
Aukning milli ára
Þegar verið var að ákveða
þorskafla þessa fiskveiðiárs var því
haldið mjög á lofti að gífurlegur
samdráttur væri á þorskafla togar-
anna og það notað til sannindamerkis
um að nú væri hætta á ferðum, þó
öllum sem stunduðu vertíðarveiðar
nær landi fyndust aflabrögð góð.
Nú hefur það gerst að þorskafli
togara hefur aukist um 38% frá því í
sömu mánuðum í fyrra. Það gerist
þrátt fyrir að búið sé að loka stórum
og gjöfulum fiskimiðum fyrir tog-
veiðum og bátar hafa einnig aukið
sinn þorskafla.
Ég hef margoft á undanförnum
árum varað við því að núverandi
kvótakerfi með frjálsri sölu afla-
heimilda gæti valdið skyndilegri
byggðaröskun.
I erindi um stefnumótun í at-
vinnumálum landsbyggðarinnar sem
haldið var í Borgarnesi 8. október
1990 sagði ég meðal annars:
Byggðaröskun getur borið að með
misjöfnum hætti, þ.e. að aðdragand-
inn getur verið skyndilegur eða
hægfara.
Skyndileg byggðaröskun hlýtur
að vera erfiðari viðureignar, þar sem
fátt verður til vamaðar í aðlögun við
breyttar aðstæður.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
Einkum er það fram-
kvæmd kerfisins eftir 1985
sem höggvið hefur í af-
komu Vestfjarða í heild.
Þessa umræðu þekkja
Vestfirðingar.
Okkar hlutdeild í grá-
lúðuaflanum var minnkuð
og grálúðuheimildum jafn-
vel dreift á skip sem aldrei
höfðu veitt grálúðu og eru
ennþá að selja þær afla-
heimildir á hverju ári.
Nærtæk dæmi um orsakir skyndi-
legrar byggðaröskunar er sala á afla-
heimildum, sem öll íslensk sjávarþorp
standa og falla með. Lög um stjórnun
fiskveiða með frjálsri sölu á óveidd-
um fiski er tímasprengja sem enginn
veit hvar né hvenær springur, með al-
gjörlega óvissa framtíð og enga mót-
aða atvinnustefnu fyrir landsbyggð-
ina. Þessi tímasprengja safnar í sig
hverri hleðslunni á fætur annarri. Enn
eru þó margir sem ekki ná tengslum
við tíðarandann og reyna að láta sem
allt sé hér á landi í eðlilegri þróun.
Varnarorð
A síðastliðnu vori skrifaði ég
greinargerð í Vesturland þar sem
ég varaði okkar flokk, Sjálfstæðis-
tlokkinn, við sívaxandi óánægju
meðal almenns sjávarútvegsfólks.
Það sem ég beindi til forystumanna
Sjálfstæðisflokksins var m.a.
þetta: Það er
vissulega svo að ekki eru menn
á eitt sáttir í Sjált'stæðisflokknum
um hvernig beri að vinna úr þeim
mismunandi sjónarmiðum, sem
Ósíqim starfsfóííq. oífar^ viðskiptavinum og Vestfirðingum
ötfum gCzðiCegrajóCa ogfarsœCs Cgmancíi árs
Vélsmiðja ísafjarðar
•x* F4FNIRHF
ÞINGEYRI SlMAR 8200 - 8201
WJt KAUPFÉLAG
DÝRFIRÐINGA
__ PINGEYRI SÍMAR 8200 - 8201
SLATURFELAGIÐ
BARÐIÍ
Togaraútgerð
Isafjarðar
¥
Bíldudal
&
0
HEKLA
PATREKSHREPPUR
Vélvirkinn sf
Bolungarvík
ESSO
Olíufélagið hf.
ÁRATUGA REYNSLAIFRAMLEIÐSLU TOGBÚNAÐAR
J. HINRIKSSON
HF.
fram hafa komið í umræðum innan
hans, um stefnuna í sjávarútvegs-
málum.
Fyrir mér er það hins vegar dag-
ljóst að margir sjálfstæðismenn, sem
mikils mega sín í áhrifum innan
flokksins, vilja festa kvótakerfið í
sessi. Ég er reyndar jafn viss um að
verði sú reyndin að lítt eða ekki verði
hlustað á þá fjölmörgu, sem kosið
hafa Sjálfstæðisflokkinn á undan-
förnum árum og ekki eiga beinna
erfðafestufjármuna að gæta í óveidd-
um fiski í sjó innan kvótakerfis, þá sé
veruleg hætta á því að hinn almenni
kjósandi Sjálfstæðisflokksins úr röð-
um fiskvinnslufólks og sjómanna,
telji að þar ráði öllu sjónarmið sæ-
greifanna, önnur sjónarmið fái væg-
ast sagt litla umfjöllun eða sann-
gjarna málsmeðferð.
Ég vara því við að vanmeta sann-
færingu og réttlætistilfinningu fólks
í sjávarbyggðum landsins, þegar at-
vinnuréttur þess er að veði í kvóta,
sem bundinn er á fiskiskipum með
úreldingarrétti.
Kvótabraskið
Undanfarin 10 ár hef ég verið í
forsvari fyrir Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands.
Þessi samtök eru meðal annars í
forsvari fyrir skipstjórnarmenn á
fiskiskipum.
Við höfum stundum á undanförn-
um árum verið einu samtökin í sjáv-
arútvegi sem mótmælt hafa núver-
andi fiskveiðistjómunarkerfi.
Önnur samtök sjómanna hafa nú
tekið undir okkar sjónarmið af fullum
þunga og hafnað alfarið því braski
sem orðið er í kvótakerfinu með ó-
veiddan fisk í sjó.
Við hjá FFSI höfum ásakað út-
gerðarforystuna í þessu landi fyrir þá
lögleysu að láta sjómenn taka þátt í
að greiða öðram kvótaréttarhöfum
fyrir aflaheimildir.
Lengi vel trúðu sjómenn á Vest-
fjörðum þvf ekki að þeir yrðu þátt-
takendur í slíkum viðskiptum, annað
er að koma á daginn vítt og breitt um
Vestfirði.
Byggðimar sem lent hafa í
hremmingum með sitt atvinnulíf era
nú komnar í leiguliðahlutverkið og
arðurinn sem ætti að vera eftir í
byggðinni af veiðum og vinnslu
rennur til kvótarétthafans suður í
flóa eða norður í land.
LÍÚ og kvótakerfíð
Ég get ekki látið hjá líða að veita
forystu LÍU eftirfarandi ádrepu í
þessu sambandi.
Það er í mínum huga alveg klárt
að færist kvótinn á fáar hendur eða
að eignarhald hans festist í sessi
frekar en orðið er, þá eru íslenskir
útgerðarmenn, sem í orði kveðnu
era að mótmæla auðlindaskatti, að
vinna að skattlagningu á óveiddan
fisk í sjó. Fyrir þvf kerfi era útgerð-
armenn að berjast með framhaldi
núverandi laga um stjórn fiskveiða
við ísland. Farmanna- og fiski-
mannasambandi Islands hefur um
nokkra tíð verið legið á hálsi fyrir að
fylgja ekki eftir þeim meginstraumi
hagsmunasamtaka í sjávarútvegi í
stuðningi sínum við kvótakerfið.
Þetta hlutskipti samtakanna hefur
ekki aflað þeim mikilla vinsælda hjá
þeim, sem fara með yfirstjóm sjáv-
arútvegsmála hér á landi.
Vonarglæta
Á hinn bóginn staðhæfi ég að af-
staða FFSI til stjórnar fiskveiða sé
grundvölluð á heilbrigðri skynsemi
skipstjórnarmanna, sem hafa séð
tímana tvenna á þessum vettvangi.
Það er nú heldur betur að koma í
ljós að augu manna eru að opnast
fyrir þeim málflutningi sem haldið
hefur verið fram af mér og öðrum
forystumönnum skipstjórnarmanna
að undanförnu. Um það vitnar best
leiðari Morgunblaðsins þann 28.
nóvember s.l. um vanda Vestfjarða
svo og Reykjavíkurbréf í sama blaði
þann dag. Vissulega vona ég að úr
rætist, en mikið óskaplega finnst
mér þurfa mikið til, svo örlítil
skilningsglæta vakni hjá talsmönn-
um ríkisstjórnar í sjávarútvegsmál-
Gleðileg
jól!
Megi
heillastjama
lýsa landi og þjóð
á nýju ári.
ISLANDSBANKI