Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 6

Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 6
6 VESTURLAND Blaö vestfirskra sjálfstceðismanna Járnkarlinn - kaflar úr ævisögu Matthíasar Bjarnasonar VESTURLAND fékk góðfúslegt leyfí Matthíasar Bjarnasonar og bókaútgáfunnar Skjaldborgar til að birta nokkra kafla úr ævisögu Matthíasar, Járnkarlinum. Við kusum að birta kafla sem segja frá ísafjarðarárum Matthíasar, allt frá því hann þeystist um götur Isafjarðarbæjar á kraft- miklu og háværu mótorhjólinu og til þess að hann var kominn á fullt í þingmennskunni. Kunnum við Matthíasi og Skjaldborgu bestu þakkir fyrir Matthías á mótorhjólinu góða. Þetta þótti nú aldeilis flott fyrir ungan mann að eiga slíkan grip í þá daga. A MOTORHJOLI Þrír stórviðburðir gerðust í einka- lífinu hjá mér þann stutta tíma sem ég vann hjá Björgvin. I fyrsta lagi flutti ég í herbergi sem ég hafði tekið á leigu í Aðalstræti 22 þar sem áfengis- útsalan var á neðstu hæðinni. Svo eignaðist ég enskt mótorhjól og sfðast en ekki síst kynntist ég stúlkunni sem varð ævifélagi minn. Það var fjörugt hjá mér í Aðal- strætinu. Herbergið mitt varð miðstöð okkar félaganna, því að ég var sá eini f hópnum sem ekki bjó undir handar- jaðri og húsaga foreldranna. Jafnvel hjá þeim sem bjuggu við sæmileg efni var húsakostur fremur þröngur og frjálsræðið minna en gerist nú til dags. Til að fyrirbyggja allan misskilning verð ég líklega að taka það fram að húsnæðið var ekki valið með neinu tilliti til nábýlisins við áfengisversl- unina. Ég smakkaði það lítið í þá daga, og engin teljandi óregla tíðkað- ist hjá félögum mínum. Eftir að ég flutti frá Björgvin og Elínu gerðist ég kostgangari á Norð- urpólnum hjá Borghildi Magnúsdótt- ur. Þar kynntist ég mörgum litríkum karakterum sem voru þar í fæði eins og ég. Kristján Torfason er mér minnisstæðastur þeirra allra. Hann var viðfelldinn og þægilegur maður í umgengni. Torfason var upp á dansk- an sið, því að faðir hans var Kristján Torfason á Flateyri. Hann var ná- frændi „bjargvættarins” vinar míns, Einars Odds Kristjánssonar. Ég reykti ekkert sem strákur en fór að kveikja í eftir að ég gifti mig. Þá tók ég til óspilltra málanna og reykti eins og strompur. Fyrst voru það að- allega sígarettur, svo ætlaði ég að spara og fór að reykja vindla, en það kostaði þá tvöfalt meira svo að ég byrjaði aftur að reykja sígarettur. Ég fór oft í reykingabindindi sem stóðu kannski 3-5 mánuði, en datt þá í það aftur. Loks kom að því að mér fannst ég búinn að reykja nóg og var auk þess búinn að auka skammtinn í tvo pakka á dag. Þá einsetti ég mér, 47 ára gamall, að hætta. Ég ákvað dagsetn- inguna með þriggja mánaða fyrirvara og notaði niðurtalningaraðferð sem oft getur gagnast vel. Ég sagði alltaf við sjálfan mig þegar ég kveikti í fyrstu sígarettu dagsins: „Já, það verða svo og svo margir dagar þangað til þú hættir, drengur minn.” Ég valdi afmælisdag móður minnar sem þá var látin. Hún sagði nefnilega oft við mig: „Osköp reykirðu mikið, Matti minn. Þú ættir nú að fara að minnka þetta.” Hún sagði aldrei að ég ætti að hætta. Ég stóð við heit mitt og hef hvorki kveikt í sígarettu né vindli síðan og langar ekkert í það. Skömmu eftir að ég byrjaði hjá Björgvin festi ég kaup á geysikraft- miklu og vönduðu mótorhjóli af gerðinni Rudge Special og fékk það með Richard frá Bretlandi. Skrán- ingarnúmerið var 1-60. Það var fjandi mikill völlur á ungum manni að eiga mótorhjól. Nokkrir aðrir strákar eignuðust hjól á svipuðum tfma, t.d. Aðalbjörn í Björnsbúð og bræðurnir Felix og Tryggvi Jóakimssynir. Við vorum flestir á svipuðum aldri en líklega hef ég verið yngstur. Svo var einn miklu eldri, Agúst, sonur Leós kaupmanns í Felli. Hann hafði afar gaman af að vera með okkur hinum og var framarlega í skátahreyfing- unni. Við fórum stundum saman í flokki um göturnar á Isafirði. Þeir sem voru svefnstyggir kvörtuðu stundum undan mótorhjólagaurun- Kristín Ingimundardóttir, eigin- kona Matthíasar. Myndin er tekin þegar hún var 17 ára. Fyrir þá sem eru ó- vanir þessum góðu farartækjum er ef til vill nauðsynlegt að taka það frani að far- þegi á mótorhjóli situr á púða fyrir aftan þann sem stýrir far- kostinum og verður að halda þétt utan um hann til að detta ekki af baki. Ég þótti nú aldrei aka tiltakanlega hægt en í þetta skiptið spýtti ég nteð afbrigð- um duglega í og jók hraðann stöðugt þannig að Kristín hélt fastar og fastar utan um mig, enda var ekki í neitt annað að halda. Það má kannski segja að hún hafi ekki misst takið síðan. um. Það var ekki óeðlilegt, því að það heyrðist nokkuð vel í þessum hjólum þegar maður gaf í. Okkur þótti gaman að fara saman í stuttar ferðir eða lengri, til dæmis vestur á firði. Það var sífelldur kappakstur, ekki síst var aftur og aftur verið að bæta hraðametið milli Isa- tjarðar og Flateyrar. Það ýtti undir kappið hjá okkur hve erfitt var að vera aftarlega í hópnum vegna ryksins þegar þurrt var á vegum. Mér leið reyndar aldrei vel nema vera fyrstur. Það tókst stundum en ekki alltaf. Felix Jóakimsson var ansi harður lfka. Þessum ferðum fylgdi margt ljómandi gott, náttúruskoðun og útivist. Við námum oft staðar á fallegum stað í góðu veðri, lögðumst út af í hvammi uppi í fjallshlíð og nutum veðurblíðu og útsýnis. Haustið 1941 þegar ég stóð á tví- tugu hitti ég svo Kristínu. Þó að margt væri um laglegar stúlkur á Isafirði fylgdumst við innfæddir náttúrlega afar vel með allri aðkomufegurð sem hressti upp á bæjarlífið. Kristín Ingi- mundardóttir frá Hólmavfk, sem ný- komin var til starfa á sjúkrahúsinu, hafði ekki farið fram hjá mér. Svo var það eitt kvöldið að hún og einhverjar stelpur á lystigöngu urðu á leið minni þar sem ég fór eftirlitsferð um bæinn á hjóli mínu. Þó að við værum ó- kunnug fór það nú einhvem veginn svo að ég bauð Kristínu á mótorhjólið og hún þáði það mér til mikillar gleði. Fyrir þá sem eru óvanir þessum góðu farartækjum er ef til vill nauð- synlegt að taka það frant að farþegi á mótorhjóli situr á púða fyrir aftan þann sem stýrir farkostinum og verð- ur að halda þétt utan um hann til að detta ekki af baki. Ég þótti nú aldrei aka tiltakanlega hægt en í þetta skipt- ið spýtti ég með afbrigðum duglega í og jók hraðann stöðugt þannig að Kristín hélt fastar og fastar utan um mig, enda var ekki í neitt annað að halda. Það má kannski segja að hún hafi ekki misst takið síðan. Mótorhjólin gegndu margvíslegum hlutverkum á þessum tfma. Við áttum það til að aka um götur bæjarins standandi í hnakknum en með hend- urnar á stýrinu. Þetta þótti skemmti- leg tilbreyting og vakti tilætlaða at- hygli. Sömuleiðis var óþarfi að þræla sér út í dansi allt kvöldið til að komast í kynni við stúlkur ef maður átti mót- orhjól. Það var alltaf vel þegið að fá far heim eftir ballið. Skömntu eftir að við kynntumst fór Kristín í Húsmæðraskólann. Að- komustúlkurnar sem dreif að á haustin til að stunda nám í þessari ástsælu menntastofnun gengu meðal ungra manna á Isafirði undir nafninu „vetrarhjálpin,” og það var sannar- lega ekki fúlsað við þeirri hjálp. Það ríkti járnagi í skólanum svo að sitja varð um hvert tækifæri til að komast í samband við námsmeyjarnar. Gönguleyfi var þó gefið í Hús- mæðraskólanum á milli kl. 4 og 5 á daginn. Margir ungir menn tóku sér kaffihlé á sama tíma og á góðviðris- dögum lagðist vinna jafnvel niður sums staðar svo að menn gætu notið þess sem fyrir augu bar á götum bæj- arins. En tíðin var auðvitað rysjótt og þá gat það komið sér býsna vel fyrir stúlkurnar að eiga innhlaup undan veðri og vindum heima hjá mér í Að- alstrætinu. Ég reyndi því að haga kaffitímanum með tilliti til þessarar hjálparstarfsemi. Stórmerkilegt hvað Hafsteinn, Arni Matt, Svenni, Jón Bárðar og fleiri kunningjar virtust oft eiga erindi til mín á þessum tíma dags ef svo vildi til að gestir voru hjá mér. Oft var þeyst á mótorhjólum inn í Tunguskóg og tínd ber baki brotnu í svo sem hálftíma, síðan þeyst aftur til baka, farið í Gamla bakaríið og keyptur rjómi, hlaupið upp í herbergi til mín, rjóminn þeyttur og tekið til óspilltra málanna að háma í sig berin, gantast, hlæja, segja sögur, tala um „vetrarhjálpina,” fara í sjómann eða metast um gæði mótorhjólategunda. Við strákarnir hættum ekki að troða í okkur berjunum og rjómanum þó að við stæðum algerlega á blístri og þó að komin væri nótt áður en búið var að hesthúsa allt. En þetta var helsta óreglan heima hjá mér á haust- kvöldum þó að áfengisútsalan á ísa- firði væri í sama húsi. Sumarið 1942 ákváðum við Sveinn Elíasson að fara saman á mótorhjólinu mínu austur á firði. Fyrsta skrefið var að senda hjólið suður til Reykjavfkur með skipi. Við fórum inn í Djúp með bátnum og fengum Halldór bónda á Arngerðar- eyri til að reiða okkur yfir Þorska- fjarðarheiði í rigningarsudda. Við urðum samferða tjögur ungmenni, þrír strákar og ein stúlka, fórum af heiðinni niður Þorgeirsdal, komum seint að kvöldi til Kinnastaða og gistum þar. Svo héldum við með rútu til Reykjavíkur, öll með óskaplegar harðsperrur. Stúlkan, sem var hjúkka að atvinnu, var látin liggja á hnjánum á okkur strákunum svo að liðið gæti úr henni. Þannig hossaðist hún alla leið suður, blessunin. Næsta dag héldum við félagar norður. Það er lygi úr Svenna, sem hann hefur verið að hamra á gegnum árin, að einhver gormur hafi verið í aftursætinu. Þar var bara dúnmjúkur svampur. Ef einhver gormur hefur verið að trufla hann get ég best trúað að hann hafi verið á Svenna sjálfum. Við gistum á Akureyri og fórum þaðan um Mývatn og yfir Möðru- dalsöræfin. Allt var krökkt af her- mönnum. Þeim þótti ferðalagið grunsamlegt. Við vorum í geysifínum regngöll- um og með stór vindgleraugu, en höfðum eins lítið meðferðis og mögulegt var, til dæmis engin spari- föt. Þau sendum við sjóleiðina, fyrst til Reykjavíkur og síðan til Akureyrar með rútu til að vera fínir menn þar, og loks frá Akureyri til Neskaup- Matthías, Hinrik, Auður, Kristín

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.