Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 18
|______________________________VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna
Eru Vestfirðingar villimenn?
- eftir Agnesi Bragadóttur
FRÓMT frá sagt, er ég talsvert upp með mér, að hafa verið beðin
um að skrifa litla hugvekju til ykkar Vestfirðinga, í tilefni af útgáfu
jólablaðs Vesturlands, þar sem jafnframt er minnst 70 ára útgáfu
blaðsins. Raunar fínnst mér sem Vestfirðingar eigi inni hjá mér
eilítið uppgjör, frá því þeir fóstruðu mig um tveggja ára skeið, á
árun um 1975 til 1977, og því ekki að láta það uppgjör fara fram
í jólablaði Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum? En það er engin á-
stæða til þess að hrökkva í kút, eða baklás, þótt ég segi uppgjör, því
ég á við jákvætt uppgjör en ekki neikvætt, því flestar minningar
mínar frá Isafjarðarárum mínum eru hinar jákvæðustu, að nú
ekki sé talað um mikil og góð kynni mín af mörgum Vestfirðingn-
um, eftir að ég borgarbarnið, flúði aftur á vit móður Reyjavíkur,
og settist á ný á skólahekk í H.f. til þess að Ijúka námi mínu.
Matthías og Agnes á góðri stundu í hófi sem Einar K. Guðfinnsson al-
þingismaður hélt vestfirskum landsfundargestum.
Reykjavíkurbarn
Aldrei dytti mér í hug að þræta
fyrir þá staðreynd, að ég er fyrst og
fremst Reykjavíkurbam. Svo mikið
Reykjavíkurbam, að ég man eftir því,
þcgar ég kom Iandleiðina norðan frá
Olafsfirði, eftir sumar langa dvöl þar
nyrðra, þegar ég var aðeins 11 ára
gömul, sem var sum arið 1964. Undir
Esjunni ægifag urri, á Kjalarnesi, um
miðja nótt, rankaði ég við mér í aft-
ursæti bflsins og sá ljósadýrðina í
suðri yfir Reykjavrk, svo undurfal-
lega, rómantíska og blikandi á haust-
kvöld inu, að ég fékk hnút í magann
og kökk í hálsinn. Þetta var Reykja-
vík in mín, sem ég hafði hlakkað svo
mikið til að sjá aftur. Þeirri sýn
gleymi ég aldrei, enda fæ ég alltaf
svipaða tilfinningu þegar ég kem aft-
ur heim til Reykjavíkur, eftir langa
fjarvem, þótt ekki sé hún jafn kyngi-
mögnuð og hún var þegar ég var 11
ára.
Enskukennslan
Ég var ekki nema liðlega 100%
eldri þegar ég flutti til ykkar, vest ur
á ísafjörð og sennilega um margt
sama barn í huga, þótt ekki þætti mér
það þá. Ég hafði eins árs kenn ara-
reynslu að baki, og hafði á sama tíma
verið að dunda mér eitthvað í Há-
skólanum, eftir að ég lauk kennara-
og rþróttakennaraprófi.
Ég kom vestur til þess að takast á
við ungmenni Vestfjarða og berja inn
í þau einhverja enskukunnáttu.
Atökin urðu næg, að því er mig
minnir - í Gagganum á Isafirði lenti
ég í þvf að berja einhverja stráka til
hlýðni, öskra svo sennilega heyrðist
út í Hnífsdal, í Menntaskólanum
kenndi ég líka ensku, en það vom lítil
átök samfara þeim tilburð um mín-
um, enda nemendurnir hinir áhuga-
sömustu og loks fékk ég að njóta
þeirra forréttinda að kenna ensku við
Kvöldskólann á Isafirði, þar sem ég
kynntist nemendum sem vildu - um-
fram allt vildu - læra að gera sig
skiljanleg á ensku og skilja aðra.
Flestir ef ekki allir nemendur mínir í
Kvöldskólanum vom eldri en ég,
sumir meira að segja nokkr um ára-
tugum eldri, en það breytti engu. Á-
huginn Ijómaði af hverju andliti, og
ég sem ungur og lítt reyndur kennari,
fékk alla þá hvatn ingu sem nokkur
kennari getur ósk að eftir, með þess-
um lifandi áhuga nemendanna.
Handknattleikslið
* *
IBI
Síðast en ekki síst fékk ég að
spreyta mig sem handknattleiks
þjálfari hjáI.B.I. sem var reynsla sem
ég hefði ekki fyrir nokkurn mun
missa af. Þar gekk nú á ýmsu, og
glöðust varð ég þegar meistara
flokkur karla IBI komst í úrslit í
þriðju deild, þar sem við kepptum á
móti Stjömunni, Garðabæ. Við skít-
töpuðum úrslitaleiknum, en ennþá er
þessi árangur í mínum huga mjög á-
nægjulegur í minning unni, að nú
ekki sé talað um ánægjuleg kynni af
áhugasömu íþróttafólki, stúlkum og
piltum, konum og körlum.
Eldskírn blaðakonunnar
Raunar má segja að ég sem þjálf ari
ÍBÍ haft einnig hlotið eldskfm mína í
blaðaskrifum. Mótanefnd H.S.Í.
(Handknattleikssambands Islands)
lét nefnilega flauta á og af leik okkar,
sem við áttum að leika á Akureyri. En
við vorum ein faldlega veðurteppt á
ísafirði, og komumst ekki til Akur-
eyrar í tíma. Þama töpuðum við
tveimur dýr mætum stigum, og vegna
þess að við höfðum verið veðurteppt,
kærði ég úrskurðinn, en nefndinni
varð ekki hnikað og dómurinn stóð.
Mér þóttu þetta svo óréttlát vinnu-
brögð, að ég hóf greinaskrif og
blaðadeilur við nefndina. Þær deilur
skiluðu að vísu engum árangri, en
mér og strákunum leið betur, eftir að
hafa opinberað reiði okkar á prenti.
Raunar reyndi ég líka svolítið fyrir
mér, með skrifum í staðarblað á Isa-
ftrði, Vestfirska fréttablaðið, þegar
ég var ekki ánægð með hvemig
haldið var á málum í einum skólanna
sem ég kenndi við. Sú gagnrýni mín
vakti að vísu takmarkaða hrifningu
með al Isfirðinga, en slíku getur
gagnrýnandinn jú alltaf átt von á, og
nú 16 eða 17 árum síðar, er ég nátt-
úrlega orðin svo sjóuð í við bragðasjó
vegna greinaskrifa minna, að ég er
svo gott sem bólu sett, eða að minnsta
kosti komin með mun þykkari skráp
en 24 ára telpukornið hafði á þessum
tíma.
✓
Ometanleg reynsla
Isafjarðarárin mín tvö áttu síðar
eftir að reynast mér gott vega nesti,
þegar út á braut blaðamenns kunnar
var haldið. Ég hugsa að það sé ekki
síður nauðsynlegt fyrir blaðamann að
kynnast búsetu úti á landi, til sveita
eða í sjávarþorpum, en að ferðast til
annarra landa og búa þar um hríð.
Staðreyndin er sú, að þegar maður
hefur búið úti á landi, og er að skrifa
fréttir og greinar í blað allra lands-
manna, Morgunblaðið, þá á maður
auðveld ara með að setja sig í spor
þeirra sem um er fjallað hverju sinni,
búi maður yfir þessari reynslu. Þess
vegna hefur það aldrei vafist fyrir
mér, sem iðulega fannst ég vera
innilokuð á milli Qallanna á Isaftrði,
og komast hvergi, þótt ég fegin vildi,
hvers konar höfuðnauðsyn það er
fyrir Iandsfjórðunginn að fá Vest-
fjarðagöngin í gagnið og tengja
þannig saman byggðirnar, búa til
stærri atvinnu- og þjónustukjarna,
samnýta þá þjónustu sem kostur er á
og svo framvegis.
Einhvem veginn finnst mér sem
nauðsyn þessa hafi vafist fyrir mörg-
um hér á höfuðborgarsvæðinu, sem
eiga bágt með að setja sig í spor ykkar
fyrir vestan, og átta sig ekki á því
hvers konar líf það er að vera inni-
lokaður svo vikum og mánuðum
skiptir, og komast hvergi. Burtséð frá
félagslegum umbótum sem felast í
tilkomu Vest fjarðaganganna, hefur
mér fundist sem ekki væri svo ýkja
mikið reynt að ræða um eða skilja
hagræðið af því sem þið komið til
með að hafa af göngunum. Hver
kannast ekki við setningu eins og
þessa: Þegar búið verður að henda
svo og svo mörgum milljörðum í gerð
Vestfjarðaganga og þau komin í
gagnið, verða þau helst nýtileg fyrir
Vestfirðinga, til þess að flytjast brott
úr byggðarlaginu"?
Hrepparígur
En í þessum efnum er ekki bara við
íbúa höfuðborgarsvæðisins að sakast.
Ég hygg að fjölmargir Vestfirðingar
þyrftu að líta í eigin barm og endur-
meta afstöðu sína til ýmissa þátta.
Hrepparigur og smá kóngasjónarmið
þvælast fyrir ykkur mörgum, þegar
umræða um sam vinnu, sameiningu,
samnýtingu og samráð er annars
vegar. Það hef ég orðið vör við á
ferðum mínum um Vestfirði, þegar ég
hef verið í efnisöflun fyrir Morgun-
blaðið.
Fæstir hafa verið reiðubúnir til þess
að horfa á hagsmuni fjórð ungsins í
heild, þar sem smákónga viðhorfið
kallar fram hræðslu í þá veru að þessi
sameining eða þessi samnýting verði
til þess að ég missi spón úr aski
mínum“. Hræðslan við minni völd og
áhrif virðist vissulega einnig þvælast
fyrir Vestfirðingum, en auðvitað eru
þeir ekki einir á báti í þeim efnum.
Það þarf ekki annað en líta á umræð-
una á hinu háa Alþingi, til þess að fá
endurspeglun þjóðarsálarinnar í eigin
hagsmunagæslu.
Þannig lögðust hagsmunagæslu
menn kjördæma, sem jafnframt eru
að reyna að tryggja sér áframhald
andi atvinnu, að hálfu öðru ári liðnu,
gegn sameiningu sýslumannaemb
ætta og fækkun þeirra nú fyrir
skömmu. Ekki vegna þess að þeir
væru andvígir sparnaðinum sem í
sameiningarhugmyndum Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra fólst,
heldur vegna þess að þeir vildu ein
faldlega að sparað væri á öðrum
sviðum, og annars staðar en í þeirra
kjördæmi". Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins voru svo sannarlega engin
undantekning frá öðrum stjórnmála-
flokkum, í þessari um ræðu. Sama
sagan endurtók sig, þegar kynntar
voru hugmyndir nefndar sem starfaði
á vegum heil brigðisráðherra um
endurskipu lagningu sjúkrahúsakerf-
isins, sem átti að fela í sér sparnað upp
á um 700 milljónir króna, á ársgrund
velli. Fyrstu viðbrögð kjördæmapot
aranna voru hörð andstaða, þar sem
ekki var farið málefnalega yfir til
lögurnar, heldur var inntakið í boð
skap þingmannanna ekki hrófla við
mínum spítala, í mínu kjör dæmi“.
Satt best að segja er ekki að búast
við þvf að umbætur í ríkisfjár málum
og sparnaður geti átt sér stað að
nokkru ráði, þegar öllum áformum
framkvæmdavaldsins til sparnaðar er
tekið á þennan hátt af löggjafarvald-
inu. Samt sem áður eru allir, þing-
menn og ráðherrar, sammála um að
ríkisfjármálin séu sá þáttur okkar
efnahagslífs, sem verði að skera nið-
ur, og það verulega bara ekki svo það
komi við mig og mína kjósendur", er
líkast til viðkvæðið hjá þingmönnun-
um, og ekki svo það komi við mig og
mína málaflokka" er þá væntanlega
viðkvæðið hjá fagráðherrunum, er
þeir undirbúa fjárlagagerð.
Þannig að vestfirsku smákónga
dæmin eru líkast til, í hnotskurn,
ekkert annað en smækkuð mynd af
kjördæmapotinu á Alþingi. En á
meðan tregðan drepur allar hug
myndir sem fela í sér spamað og
aukna hagræðingu, þá er ekki við því
að búast að um framfarir verði að
ræða. Þetta er auðvitað háalvarlegt
mál, í því kreppuástandi sem við
búum nú við, þar sem lífskjör versna
stöðugt, atvinnuleysi fer vaxandi og
þjóðartekjur dragast saman, fyrst og
fremst vegna afla brests.
f góðæri, þar sem við byggjum við
aukinn hagvöxt og batnandi lífs kjör,
ætti sér sjálfsagt lítil umræða stað í
þjóðfélaginu um nauðsyn sparnaðar,
hagræðingar og niður skurðar, en nú
er þessum jákvæðu þáttum ekki til að
dreifa, og enginn veit hvenær við
verðum á ný á leið upp úr margra ára
öldudal, og þess vegna er sá tími í
raun löngu lið inn, að hægt sé að láta
sér nægja umræðuna um sparnað - nú
þarf að láta verkin tala.
Þorskleysið
Afleiðingar kvótakerfisins hafa
hvergi komið harðar niður en á Vest-
fjörðum. Þorskleysinu finnið þið
Vestfirðingar harkalegar fyrir en
nokkur annar landshluti. Landshluti
sem byggir líf sitt og afkomu á
þorskinum í sjónum og nálægð inni
við fiskislóðina, getur ekki átt sér
bjarta framtíð, þegar lítið sem ekkert
er vitað um það hvenær eða hvort
þorskgengd á íslandsmiðum muni
aukast til muna. Ekki bætir úr skák að
steinbíturinn hefur ekki látið sjá sig
á miðum ykkar í þeim mæli sem hann
áður gerði. Ekki hafði þið loðnu og
ekki hafið þið sfld. Þorskurinn er
uppistaðan, og þegar hann lætur ekki
heldur sjá sig, liggur í augum uppi að
eitthvað verður að gera, til þess að
byggð leggist ekki af í fjórðungnum.
Er það þá ekki svo, að Vestfirðingar
verði að taka um það fjöldaákvörð un
að þeir ætli að þreyja Þorrann og
Góuna? Vissulega er ástandið á
Vestfjörðum ekki björgulegt.
Sjávarútvegurinn kominn út á bjarg
brúnina, og í fljótu bragði verður ekki
séð hvað til bjargar er. Vest firðingar
verða sjálfir að ráðast í einn allsherjar
uppskurð sjávarútvegs í heima-
byggðum sfnum, þar sem hann verð-
ur sniðinn að stón minnkuðum afla
og margfaldri af kastagetu fisk-
vinnsluhúsa á Vest fjörðum. Frum-
kvæðið verður að eiga sér stað heima,
en ekki í stofn unum hér í Reykjavík,
þótt vissu lega geti verið að aðstoðar
verði þörf til þess að ráðast að rótum
vandans og hrinda grundvallar
skipulagsbreytingum í framkvæmd.
Vestfirðingar verða að finna þá leið
sem gerir þeim fært að halda uppi
byggð í fjórðungnum til frambúðar.
Það væri ólíkt Vestfirðingum, eins
og ég þekki þá, að gefast upp og segja
sig til sveitar, sem fæli svo í sér næstu
aðgerð, að segja sig til ríkis, saman-
ber það sem gæti blasað við Bolvík-
ingum áður en langt um líður.
Hálfgerðir villimenn
Hvergi á landinu er kraftmeira,
dugmeira, kjarnmeira fólk en ein mitt
á Vestfjörðum - það þori ég að full-
yrða. Mér finnst Vestfirðing ar hálf-
gerðir villimenn eða frum menn í
aðra röndina. Þetta segi ég í afar já-
kvæðum skilningi, því ég á með
þessu við, að þeir eru óverk hræddir,
þeir koma til dyranna eins og þeir eru
klæddir, segja sína meiningu skýrt og
skorinort, og eru ekki að klæða
skoðanir sínar í umbúðir silkis, eða
stofnanamáls. Ég hef átt afar gott
samband við ýmsa Vestfirðinga, sem
blaða maður Morgunblaðsins - sam-
band sem hefur þróast í það að verða
annað og meira en samband frétta
manns við fréttauppsprettu - sam
band gagnkvæms trausts og vin áttu,
sem ég met mjög mikils. Hygg ég að
þar komi meðal annars til þessir
frumstæðu eðliseiginleikar sem ég
minntist hér á, því einhvern veginn
höfða umbúðalausar, hrein skiptnar
og ákveðnar skoðanir, án silkium-
búða mjög sterklega til mín.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Morgunblaðsins sagði einu sinni við
mig, að þetta góða fjölmiðlasamband
mitt við ákveðna Vestfirðinga, bæði
búsetta fyrir vestan og brott flutta,
væri staðfesting á þeirri skoðun hans
að ég væri villimaður. (Vart þarf að
taka það fram, að hann lítur vestfirska
„villimenn“ sömu jákvæðu augunum
og ég geri, þannig að þessi samlíking
hans er því jákvæð en ekki nei-
kvæð.)
Þeir sem lifa og hrærast í hringiðu
lífsbjargarinnar, berjast við veður-
guði og búa í svo nánu sambýli við
náttúruöflin, að það er lenska að
hugsa sem svo: „Stundum höfum við
betur, stundum þau“, hljóta að vera
harðgerðari og kraftmeiri en þeir sem
búa við mildari skilyrði, veðurfars-
lega, afkomulega og sam göngulega
séð. Vegna þessara sér stæðu að-
stæðna sem Vestfirðingar búa við og
hafa gert svo öldum skiptir, eru þeir
eins og þeir eru. Náttúruböm, sem við
dekurrófurn ar á suð-vestur horninu
getum lært mikið af, en þeir verða
líka að hafa kjark til þess að horfast í
augu við vandann og taka á honum,
þótt það verði bæði sársaukafull og
erfið aðgerð.