Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2023
Efnalaugin Glæsir á sér sögu aftur til
1936 þegar hún var í Hafnarstræti. Var
fyrirtækið síðan með starfsemi á
nokkrum stöðum og m.a. í Hafnarfirði.
Fluttist fyrirtækið að Bæjarhrauni 4 árið
1996 og hefur verið þar síðan.
Í september sl. urðu breytingar er
Guðjón Sigurðsson seldi fyrirtækið til
hjónanna Lanilyn Galo Secuya og
Einars Halldórssonar.
Í samtali við Fjarðarfréttir sagði
Guðjón að þau hjónin hafi verið að leita
að fjölskyldufyrirtæki og sáu efna
laugina auglýsta. Hún var vel tækjum
búin með góðan hóp við skiptavina og
sáu þau gott tækifæri til að þjónusta
Hafnfirðinga vel.
Það er Lanilyn sem sér um daglegan
rekstur ásamt systur sinni Önnu Mae
Secuya en Einar sér um bókhald og fl.
Reksturinn skiptist nokkuð að jöfnu á
milli þurrhreinsunar og þvotta en
viðskiptavinir eru bæði einstaklingar og
fyrirtæki. Segja þau nokkuð um að
fjölskyldur láti hreinsa fatnað vegna
ofnæmis en þau leggja áherslu á góða
þjónustu og vönduð vinnubrögð.
Þau hreinsa sængur, m.a. dúnsængur,
og bjóða þau fólki upp á að koma með
þær að morgni og sækja að kveldi en
opið er alla virka daga kl. 818.
Fyrri eigandi, Guðjón, hefur að þeirra
sögn verið mjög áhugasamur að hjálpa
þeim og leiðbeina og segjast þau vilja
halda hans góða starfi áfram sem allir
hafi verið ánægðir með.
Nýir eigendur taka við Efnalauginni Glæsi
Taka við góðu búi og vilja veita Hafnfirðingum áfram góða þjónustu
Lanilyn Galo Secuya og EInar Halldórsson í Glæsi.
Systurnar Lanilyn Galo Secuya og Anna Mae Secuya við fullkomna
umhverfisvæna þurrhreinsivél. Skyrtuþvottur nýtur mikilla vinsælda hjá Glæsi.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Samþykkt hefur verið að koma á fót
Áfangastaðastofu höfuðborgar svæð
isins sem í raun er markaðsstofa Höfuð
borgarsvæðisins. Mun hún því í raun
koma í stað starfs markaðsstofa sveitar
félaganna, tengdum ferða þjónustu.
Unnið hefur verið að því að byggja
upp samstarf sveitarfélaga á höfuð
borgarsvæðinu á sviði ferðaþjónustu.
Við þá vinnu hafa öll sveitarfélög
höfuðborgarsvæðisins nema eitt verið
þátttakendur en Kjósarhreppur ákvað
að vinna með Vesturlandi að upp bygg
ingu ferðaþjónustu. Stofnfundur verður
eigi síðar en 15. mars nk.
Tilgangur og markmið Áfanga
staðastofu nnar eru m.a.:
• Að efla vitund og þekkingu um
áfangastaðinn og allt það sem svæðið
hefur upp á að bjóða, jafnt fyrir
ferðamenn og íbúa.
• Að þróa, móta og efla samstarf og
samlegð um málefni ferðaþjónust unn ar
á höfuðborgarsvæðinu milli sveitar
félaga, atvinnulífs og stjórnvalda.
• Að efla samkeppnishæfni og slagkraft
áfangastaðarins í alþjóðlegri sam
keppni.
• Að stuðla að sátt íbúa, atvinnulífs og
sveitarfélaga um málefni ferða þjón
ustunnar.
HVAÐ ER
ÁFANGASTAÐASTOFA?
Áfangastaðastofa er svæðisbundin
þjónustueining á vegum opinberra aðila
og einkaaðila sem hefur það megin
hlutverk að styðja við ferðaþjónustu í
viðkomandi landshluta og tryggja að
hún þróist í takt við vilja heimamanna
þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Eins og staðan er í dag eru komnar
áfangastaðastofur í öllum landshlutum
á Íslandi nema á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda
eru hlutverk áfangastaðastofu eftirfar
andi:
a) Gerð og framkvæmd áfangastaða
áætlana ásamt tengingu við aðrar
opinberar stefnur og áætlanir.
b) Aðkoma að gerð stefnumótunar og
áætlana á landsvísu sem snertir ferða
þjónustu.
c) Aðkoma að þarfagreiningu rann
sókna og mælinga á landsvísu til að
tryggja samanburðarhæfni milli svæða
auk þess að koma með tillögur og inn
sýn inn í rannsóknarþörf hvers lands
hluta.
d) Stuðla að vöruþróun og nýsköpun
auk þess að vinna að þróunarverkefnum.
e) Leggja mat á fræðsluþörf, hafa
aðkomu að þróunarverkefnum er varða
hæfni og gæði í ferðaþjónustu, veita
ráðgjöf varðandi fræðslu og miðla
upplýsingum um hvað er í boði.
f) Sinna svæðisbundinni markaðs setn
ingu í samstarfi við sveitarfélög og
ferða þjónustuaðila sem dregur fram
sérstöðu landshlutanna og styður við
markaðssetningu Íslands í heild.
g) Vera grunneining í stoðkerfi ferða
mála í landshlutunum. Áfangastaða
stofur liðsinna sveitarfélögum, fyrir
tækjum og einstaklingum innan svæðis
vegna ferðaþjónustu samkvæmt sam
starfssamningum.
Rekstrarkostnaður áætlaður 144
milljónir kr.
Áfangastaðastofa höfuðborgar svæð
isins verður rekin sem sjálfseignar
stofnun og verður stjórn stofnunarinnar
skipuð sjö einstaklingum og þremur til
vara. Skulu fjórir stjórnarmanna, auk
tveggja til vara, tilnefndir af SSH.
Reykjavík, Kópavogur og Hafnar
fjörður eru með fast sæti í stjórninni.
Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnar
nesbær skipta með sér fjórða sætinu og
varamannasætum. Hlutur Hafnar
fjarðarbæjar á næsta ári er áætlaður
13,3 milljónir kr. skv. rekstrar áætlun
KPMG.
Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi
samning um stofnun Áfangastaða
stofunnar með fyrirvara um samþykki
hinna sveitarfélaganna. Málið var á
dagskrá bæjarstjórnar í gær miðvikudag
til að staðfesta samninginn.
Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins
Verður markaðsstofa svæðisins í ferðaþjónustu