Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 13
www.fjardarfrettir.is 13FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2023
Konudags
tónleikar
í Víðistaðakirkju
sunnudaginn 19. febrúar kl. 16
Konur fá ókeypis á tónleikana, einnig styrktarfélagar 2023
Aðrir gestir borga 2000 kr. við innganginn.
Opið 8-18 virka daga
Bæjarhrauni 4 Hafnarrði 5653895 glaesir@glaesir.is
Hafþór Magnússon úr Hnefa
leikafélagi Hafnarfjarðar var valinn
hnefaleikamaður ársins af Hnefa
leiksambandi Íslands.
Hafþór mætti í janúar 2019 á prufu
æfingu, þá 14 ára gamall, og var fljótt
hrifinn af íþróttinni og sýndi snemma
mikla hæfileika og metnað til æfinga.
Hann keppti svo fyrir hönd félagsins á
sínu fyrsta ungmennamóti í diploma í
apríl sama ár, einungis búinn að æfa í
þrjá mánuði. Hann vann sér inn
diplomaviðurkenningu í fyrstu tilraun
sinni og öðlaðist bronsmerki HNÍ sama
ár.
Árið 2021 steig hann fyrstu skref sín
sem áhugamannahnefaleikari með því
að keppa á GA Cup í ólympískum
hnefaleikum, fór til Danmerkur á HSK
Box Cup og sigraði þar með
yfirburðum. Auk þess keppti hann á
öllum diplomamótum sem buðust það
ár og var valinn í hnefaleikalandsliðið.
Árið 2022 vann hann sér inn
gullmerki HNÍ, sigraði á Bikarmótarröð
HNÍ og varð bikarmeistari, sigraði
HSK Box Cup annað árið í röð, átti
besta „youth“ bardaga mótsins á
ICEBOX í Kapla krika og vann
Svíþjóðarmeistara á Norðurlanda
meistara mótinu.
Hafþór hnefaleika
maður ársins
Hafþór Magnússon úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar
Hafþór Magnússon