Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 6

Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2023 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tón­ listar skólanna voru haldnir í Lang ­ holtskirkju sl. laugardag. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni fjögurra tón listar­ skóla á höfuðborgarsvæðinu, Tón­ listarskóla Garðabæjar, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins. Markmiðið með starfi Sinfóníu­ hljóm sveitar tónlistarskólanna er að veita þeim sem komnir eru áleiðis í tónlistarnámi þjálfun í að leika í full­ skipaðri hljómsveit. Árlega æfir hljómsveitin allar helgar í janúar og lýkur æfingaferlinu með tónleikum. Í ár tóku 98 börn og ungmenni þátt í hljómsveitarstarfinu þar af 15 nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA Dagur tónlistarskólanna verður þriðjudaginn 7. febrúar. Skólinn hefur reynt að halda þennan dag í heiðri og oft með opnu húsi með hljóðfæra­ kynningum og tónleikum. Að þessu sinni eru fyrirhugaðir tónleikar kl. 18 þar sem nemendur úr öllum deildum skólans koma fram en opið hús verður í marsmánuði. Fimmtán hafnfirskir nemendur í Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Tónleikar á degi tónlistarskólanna 7. febrúar Lj ós m .: M O TI V Bæjarbúar hafa nú fengið álagningar­ seðla sína um fasteignaskatt. Þrátt fyrir gríðarlega hækkun á fasteignamati íbúa í Hafnarfirði, eða að jafnaði um 22%, sá bæjarstjórn enga ástæðu til að lækka innheimtuhlutfall sitt og hefur því á þessu ári um 22% hærri tekjur af fasteignaskatti en á síðasta ári auk þess sem tekjur hækka vegna fjölgunar íbúða. REYNT AÐ SLÁ RYKI Í AUGU BÆJARBÚA Í tilkynningu á vef bæjarins segir: „Álagningarprósentur fráveitugjalds og vatnsgjalds lækka til þess að koma til móts við 22% meðalhækkun fasteigna­ mats milli ára. Miðað er við að fast­ eignagjöld íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hækki að meðaltali í takti við verðlag en ljóst er að fasteignamat í bænum, og þar með fasteignagjöld, hefur hækkað mismunandi mikið eftir íbúðargerð og staðsetningu. Sorphirðugjald hækkar svo frá fyrra ári vegna innleiðingar á nýju sorphirðukerfi.“ Fráveitugjald og vatnsgjald hefur ekkert með fasteignaskatta að gera og það er verið að slá ryki í augu bæjarbúa með því að segja að verið sé að lækka þessi gjöld til að koma til móts við hækkun á fasteignaskatti. MUNUR Á ÞJÓNUSTU- GJÖLDUM OG SKÖTTUM Vatnsgjald og fráveitugjald eru þjónustugjöld en ekki skattur eins og fasteignaskatturinn og það gilda reglur um það hversu mikið má innheimta. Í raun má aðeins innheimta raunkostnað við þessa þjónustu. Fráveitugjaldið lækkar reyndar ekki á milli ára en vatnsgjaldið gerir það sem segir að það hafi verið oftekið og gætu bæjarbúar því í raun látið kanna hvort ástæða væri til að gera kröfur um endurgreiðslu á ofteknum gjöldum. Þó svo vatnsgjald, lóðarleiga, fráveitugjald og sorp hirðugjald sé innheimt á sama seðli þá er þarna verið að blanda saman sköttum og afgjaldi af veittri þjónustu. Til að afvegaleiða eru öll þessi gjöld nefnd fasteignagjöld, en þá mætti líka bæta við rafmagni, hitaveitu og tryggingum svo eitthvað sé nefnt. Gríðarleg hækkun fasteignaskatts Hækkar að jafnaði um 22% en sums staðar um allt að 30% Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.