Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 2

Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2023 Á Spáni hefur leiðtogi hægri manna komið með þá tillögu að sá flokkur sem fái flest atkvæði m.a. í sveitarstjórnarkosningum fái að stjórna einir. Eðlilega finnst lýðræðissinnum, einnig úr hans eigin flokki tillagan afleit og gegn lýðræðislegri hugsun. Skal engan undra. En afbrigði af þessum tilburðum er reyndar að finna í flestum sveitarstjórnum á Íslandi. Í sveitarstjórnarlögum og samþykktum sveitar­ félaganna eru ákvæði um fjölda bæjarfulltrúa sem kosnir skulu í sveitarstjórn. Engin ákvæði eru hins vegar um að strax á fyrsta fundi skuli bæjarstjórn skipta sér upp í minni­ og meirihluta eins og gert er í langflestum sveitarstjórnum. Falleg orð um samstarf og samvinnu má yfirleitt finna í meirihlutasáttmálum en þetta kerfi verður hins vegar til þess að hluti bæjarstjórnar, fulltrúar sem bæjarbúar hafa kosið, eru hafðir útundan í undirbúningi mikilvægra mála auk þess sem flokksagi er yfirleitt látinn ráða frekar en samviska sem menn þó lofa að hafa að leiðarljósi. Tilhneiging til að minnka lýðræðið má finna víða og er fólk jafnvel alið upp við það í skrifum fjölmiðla, í starfi félaga og víðar. Hversu oft sjáum við ekki frétt um að einhver bjóði sig fram gegn einhverjum öðrum. Hafa ekki allir rétt á að bjóða sig fram til starfa? Það þarf ekki að vera gegn einhverjum? Ef svo fer að fleiri en einn bjóða sig fram í sama embætti fer svo oft af stað baktjaldavinna til að hindra „ósætti“ og fá annan hvorn til að draga framboð sitt til baka. Kosningar ættu að vera góð þjálfun í lýðræðislegri hugsun enr eru það sjaldnast. Af hverju þarf færri kjósendur á bak við fulltrúa stóru flokkanna? Af hverju hefur ekki verið lögð fram tillaga um að breyta því? Af hverju vega atkvæði sumra landsmanna meira en annarra? Af hverju er ekki vilji til að breyta því? Lýðræðið á víða undir högg að sækja og jafnvel í velmegunarþjóðfélaginu Íslandi. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Ritstjórn og auglýsingar: 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866 www.fjardarfrettir.is www.facebook.com/fjardarfrettir.is Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa. Umsóknir eiga að berast rafrænt í gegnum Mínar síður á hafnarfjordur.is Styrkir úr húsverndarsjóði Viðhald og endurbætur eldri húsa Nánar á hafnarfjordur.isUmsóknarfrestur er til og með 28. febrúar Í aðalsal Hafnarborgar stendur yfir sýningin Gletta þar sem sjá má verk sem spanna feril listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur (1957­1994) en á síðastliðnu ári bættist vegleg listaverkagjöf við safneign Hafnarborgar þegar safninu var fært úrval voldugra skúlptúra úr steinsteypu eftir listakonuna. Á sýningunni erua meðal annars sýnd þau verk sem nú hafa bæst við safneign Hafnarborgar, auk fleiri verka í eigu Hafnarborgar, annarra opinberra safna og einkasafnara. Sýningarstjórar eru Aldís Arnardóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir. Í Sverrissal stendur yfir sýningin Án titils, þar sem sýnd verða verk eftir Eirík Smith (1925­2016), myndlistarmann og föður Sóleyjar, en bæði tengdust þau safninu sterkum böndum og settu sitt mark á sýningardagskrá Hafnarborgar frá upphafi. Á sýningunni verða einkum sýndar gvassmyndir Eiríks frá fyrri hluta sjötta áratugarins en mörg verkanna hafa ekki verið sýnd opinberlega áður. Þá eru verk listamannsins frá þessu tímabili fágæt, þar sem Eiríkur brenndi fjölda verka sinna í malargryfju í Hafnarfirði árið 1957, en þau verk sem varðveist hafa bera þess þó vitni að Eiríkur hafði góð tök á myndgerð strangflatalistarinnar, þó að hann kysi að fara aðra leið í listsköpun sinni í framhaldinu. Sóley Eiríksdóttir lagði stund á nám við málm­ iðnaðardeild Iðnskólans í Hafnarfirði í eitt ár eftir nám við Flensborgarskólann. Árið 1975 hóf hún svo nám við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands, fyrst við kennaradeild en hún útskrifaðist síðan frá leirlistadeild skólans árið 1981. Sóley sýndi verk sín víða á stuttum ferli, meðal annars á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, Gallerí Langbrók og Listasafni ASÍ, auk þess sem hún hélt sýningar í Bandaríkjunum, Finnlandi, Lúxemburg, Kanada og Þýskalandi. Eiríkur Smith stundaði nám við Málara­ og teikni­ skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem veturinn 1939­1940 og við Handíða­ og myndlistarskólann árin 1946­1948. Sama ár fór hann svo til Kaup­ mannahafnar í nám til 1950 en árið 1951 hélt hann til Parísar þar sem hann nam myndlist við Académie de la Grande Chaumiére. Hann hélt fjölda einkasýninga, auk þess að taka þátt í samsýningum víða um heim á löngum ferli sínum. Verk eftir Eirík er að finna í söfnum víðs vegar, svo sem í safneign Listasafns Íslands, Gerðarsafns og Listasafns Reykjavíkur en auk þess varðveitir Hafnarborg um 400 verk eftir listamanninn. Verk feðgina í Hafnarborg Eiríkur Smith og Sóley Eiríksdóttir Víðistaðakirkja Sunnudagur 5. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Benna og Dísu. Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi þjónar. Hressing í safnaðarsal á eftir. Kyrrðarstund á miðvikudögum kl. 12:10. Súpa og brauð í safnaðarsal á eftir. www.vidistadakirkja.is

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.