Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 14
14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2023
Auglýsingar
í Fjarðarfréttum komast til skila
Blaðinu er dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði,
það liggur frammi í helstu matvöruverslunum
og er aðgengilegt á netinu.
sími 896 4613
gudni@fjardarfrettir.is
www.fjardarfrettir.is/auglysingar
Ráðgjafar KPMG fá reglulega spurn
ingar frá viðskiptavinum um erfðamál.
Eins og haft er eftir Benjamin Franklin
einum af „landsfeðrum“
Banda ríkjanna þá er ekkert
öruggt í lífinu nema dauði og
skattar. KPMG er með sér
fræðinga á sínum snærum sem
hafa sérhæft sig í slíkum
málum, þ.e. ekki dauð anum
sem slíkum heldur þeim laga
flækjum sem geta fylgt upp
gjöri dánarbúa.
Ráðgjafar KPMG aðstoða
m.a. við gerð erfðaskráa og
erfðafjárskýrslna, skiptingu dánarbúa og
veita ráðgjöf varðandi erfðamál, þ.m.t.
fyrirframgreiðslu arfs.
ERFINGJAR
Erfingjar skiptast í skylduerfingja,
lögerfingja og bréferfingja. Skyldu
erfingjar eru maki (hjónaband áskilið) og
börn. Lögerfingjar eru skylduerfingjar og
önnur skyldmenni arfláta, þ.e. foreldrar,
foreldrar foreldranna, systkini og af kom
endur þeirra. Bréferfingjar eru erfingjar
skv. erfðaskrá.
Skylduerfingjar erfa arfláta í föstum
hlutföllum, maki ávallt 1/3 og börn 2/3.
Ef arfláti á engan maka, taka börn allan
arf og að sama skapi ef arfláti á engin
börn tekur maki allan arf. Ef arfláti á enga
skylduerfingja þá taka aðrir lögerfingjar
við eignum hans samkvæmt ákvæðum
erfðalaga, nema arfláti eigi bréferfingja.
Arfláti sem á ekki skylduerfingja má
með erfðaskrá ráðstafa öllum eignum
sínum til þess eða þeirra sem hann sjálfur
óskar. Ef arfláti á skylduerfingja má hann
aðeins ráðstafa þriðjungi eigna sinna til
þess eða þeirra sem hann sjálfur óskar.
Þau sem eiga skylduerfingja, börn eða
hjúskaparmaka, geta þannig ekki svipt
maka og börn erfðarétti sínum.
SAMBÚÐARAÐILAR
Milli hjóna er gagnkvæmur
erfðaréttur og langlífari maki
á rétt til setu í óskiptu búi.
Sambúðarfólk getur undir
engum kringumstæðum feng
ið leyfi til setu í óskiptu búi.
Sambúðarfólk á ekki rétt á arfi
eftir hvort annað nema gerð
hafi verið erfðaskrá þess efnis sem
samrýmist viðkomandi reglum erfða
laga. Rétt er að benda á að ef sam
búðarfólk gerir erfðaskrá sína réttilega
þá greiðir eftirlifandi sam búðaraðili
ekki erfðafjárskatt af slíkum arfi.
ERFÐASKRÁ
Allir einstaklingar 18 ára og eldri
geta gert erfðaskrá en hún þarf að vera
skrifleg og uppfylla ákveðin skilyrði
varðandi þær upplýsingar sem þar
þurfa að koma fram. Algengustu
ákvæði í erfðaskrá eru heimildarákvæði
um setu langlífari maka í óskiptu búi
sem og ákvæði um ráðstöfun eigna
með erfðaskrá. Einnig er nokkuð
algengt að í erfðaskrá sé ákvæði þess
efnis að arfur sé séreign erfingja.
ERFÐAFJÁRSKATTUR
Greiða skal erfðafjárskatt af öllum
fjárverðmætum sem erfingjar hins látna
fá við skipti á dánarbúi, en þó greiðir
langlífari hjúskaparmaki engan erfða
fjárskatt. Erfðafjárskattur er 10%.
Engan erfðafjárskatt skal greiða af
fyrstu 5.757.759 kr. í skattstofni
dánarbús. Undanþágan gildir ekki um
fyrirframgreiðslu arfs.
SKIPTI DÁNARBÚA
Til að lesendur geti betur glöggvað
sig á hver arfshluti hvers erfingja verður
við skipti á ímynduðu dánarbúi ætlum
við að leiða út arfshluta erfingja Jóns og
Gunnu sem eru gift og eiga eitt barn
saman. Jón á auk þess tvö börn frá fyrra
sambandi og Gunna eitt barn. Alls eiga
Jón og Gunna því fjögur börn. Hrein
eign búsins er 100.000.000 kr.
Nú gerist það að Jón fellur frá og þá
þarf fyrst að skoða hvort Gunna megi
sitja í óskiptu búi. Gunna þarf að fá
samþykki stjúpbarna sinna til að fá að
sitja í óskiptu búi nema Jón og Gunna
hafi gert erfðaskrá þar sem langlífari
maka er heimilað að sitja í óskiptu búi.
Gunna má alltaf skipta dánarbúinu þrátt
fyrir ákvæði erfðaskrár um heimild til
setu í óskiptu búi. Hún getur líka byrjað
á að sitja í óskiptu búi og skipt búinu
síðar, að hluta eða öllu leyti.
Eftirlifandi maki situr ekki í
óskiptu búi:
Ef við gefum okkur að Gunna ákveði
að skipta búinu, þá yrði arfshlutur
Gunnu og barnanna sem hér segir:
Heildareign dánarbúsins 100.000.000
Helmingshluti maka 50.000.000
Arfur maka (1/3) 16.666.650
Arfur barna (2/3) 33.333.350
Eignarhluti maka eftir skipti 66.666.650
Eignarhluti barns beggja hjóna 11.111.117
Eignarhluti barns 1 (Jónsbarn) 11.111.117
Eignarhluti barns 2 (Jónsbarn) 11.111.117
100.000.000
Nú gerist það að Gunna fellur frá. Til
einföldunar gerum við ráð fyrir að
dánarbú Gunnu eigi sömu fjárhæð og
eignarhluti hennar var eftir skipti á
dánarbúi Jóns, þ.e. 66.666.650 kr. Arfur
barnanna yrði sem hér segir:
Eignarhluti dánarbús Gunnu 66.666.650
Eignarhluti barns beggja hjóna 33.333.325
Eignarhluti barns Gunnu 33.333.325
Alls fá erfingjar Jóns og Gunnu:
Sameiginlegt barn 44.444.441
Barn Gunnu 33.333.325
Barn Jóns 1 11.111.117
Barn Jóns 2 11.111.117
100.000.000
Eftirlifandi maki situr í óskiptu
búi fram að andláti
Ef Gunna hefði ákveðið að sitja í
óskiptu búi fram að andláti þá hefði
arfur milli hjóna fallið niður.
Skipti dánarbús Jóns og Gunnu hefði
þá verið eftirfarandi:
Eignarhluti dánarbús Jóns 50.000.000
Arfur barns 1 (Jónsbarn) 16.666.667
Arfur barns 2 (Jónsbarn) 16.666.667
Arfur barns beggja hjóna 16.666.667
Eignarhluti dánarbús Gunnu 50.000.000
Arfur barns Gunnu 25.000.000
Arfur barns beggja hjóna 25.000.000
Alls fá erfingjar Jóns og Gunnu:
Sameiginlegt barn 41.666.667
Barn Gunnu 25.000.000
Barn Jóns 1 16.666.667
Barn Jóns 2 16.666.667
100.000.000
Ekki er tekið tillit til greiðslu erfða
fjárskatts við útleiðslurnar hér að
framan.
Ljóst er að það er að mörgu að hyggja
þegar kemur að uppgjöri dánarbús. Hér
hef ég stiklað á stóru varðandi þau atriði
sem skipta máli í slíku uppgjöri. Ég
hvet öll þau sem koma að slíkum
málum til að leita aðstoðar sérfróðra
aðila, þannig að allt fari fram samkvæmt
lögum og reglum.
Höfundur er verkefnisstjóri hjá
KPMG Law.
Guðrún Björg
Bragadóttir
Hvernig skiptast eignir dánarbúa milli erfingja?
Guðrún Björg Bragadóttir, verkefnisstjóri hjá KPMG Law skrifar - Kynning
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár