Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 12
styður þá trú, að vor verði gott: Marg-
fróður maður, sem lengi var búsettur
á Vestfjörðum, hefur sagt mér,að það hafi
verið nokkuð þekkt orðtak þar vestra, að
„það tœki kjark ur vetrinum“, ef hann
byrjaði með miklum hörkum. Og vissu-
lega á það við um vetur þann, sem nú
er að enda, því að hann heilsaði með ó-
venjulega mikilli hörku, miðað við mörg
síðari ár, eins og menn muna. En að vísu
er vor ekki œvinlega gott, þótt vetur sé
mildur.
Vér íslendingar höfum alltaf haft gam-
an af því að spá um veðráttuna, og marg-
ir kunna enn góð skil á þeim spáfræðum,
þótt ekki séu lærðir veðurfræðingar. Það
er gaman að tala við veðurglögga menn,
einkum þá af eldri kynslóðinni, sem láta
það vera sitt fyrsta verk á morgnana, að
signa sig og lita til veðurs, viðra nösum
til allra átta og „spá í skýin“. Þeir fara
undarlega oft nærri um, hvaða veður er
í aðsigi, þótt þeir sjái ef til vill ekki eins
langt fram i tímann og þeir lærðu.
Veðurglöggir veiðimenn eru einnig oft
furðu framsýnir um fiskigöngur — og
fengsælir í veiðiferðum. Þetta á ekki ein-
ungis við um lax og silung, heldur er það
staðreynd, að veðurglöggir formenn fyrr
á timum voru oft miklir aflamenn. Ég
hef það t.d. fyrir satt, að Jörundur, hinn
frægi hákarlaformaður i Hrísey, hafi ver-
ið hvort tveggja i senn, mikill veður-
fræðingur og aflamaður. Nútímamönn-
um kann að þykja sú saga ótrúleg, að
hann hafi rennt sökku i botn, dregið
hana upp aftur og þefað af henni, áður
en hann lagðist til veiða. En með þeim
hætti þóttist hann geta ráðið i, hvort
kvikt væri undir. Og mörgum kann lika
að þykja það skrýtið, að hann og ýmsir
aðrir skyldu hella rommi á hákarlar
beituna. En telji menn slíkt bábilju,
ættu þeir að athuga þá staðreynd, sem
nú er talin visindalega sönnuð, að fisk-
ar eru mjög næmir á lykt, langt fram
yfir það, sem mannleg þefskynjun þolir
samanburð við, og að ein tegund dregst
að þessari lykt, önnur að hinni. Marg-
föld reynsla hákarlamanna þótti t.d.
sanna, að hákarlinn sækti i rommlykt;
sumir laxveiðimenn þykjast hafa reynslu
fyrir því að laxinn renni á munnvatns-
lykt manna o.s.frv. Það er nokkuð al-
geng trú, talin studd af reynslu, bæði i
Englandi og Skotlandi og ef til vill víð-
ar, að gott sé að spýta á agnið áður en
kastað er. „Hvað vitum vér mennV' spyr
skáldið. Vér erum sifellt að fálma oss
áfram í þekkingunni á lögmálum nátt-
úrunnar og lifverum hennar. Reynslan
og líkurnar, sem af henni má draga, er
i raun og veru það eina, sem vér höfum
við að styðjast. En svo mikið vitum vér,
eða ættum að vita, að vér vitum litið.
Vér skrifum sitt af hverju um líf og háttu
ýmissa lífstegunda sem vér í raun og
veru vitum harla litið um en þykjumst
þó vera herrar alls, sem lifir!
Og nú fer laxinn bráðum að koma
upp að ströndum landsins. Hvað vitum
vér i raun og veru um hann? Lif hans
og ferðir eru færustu visindamönnum
vorum i þeirri grein enn að ýmsu leyti
ráðgáta. Þeir eru enn að þreifa sig áfram.
Þeir vita ekki með vissu hvar hann dvel-
ur í djúpum hafsins allan þann tima,
sem hann er að vaxa og þroskast. Menn
búa sér til kennisetningar, en hvað af
þeim fær staðist? Ein er sú, studd
2
VllBIMAÐURINN