Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 17

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 17
með því að stökkva nokkrum sinnum. Línan var þung, og ég óttaðist að liann sliti úr sér öngulinn, ef hann hefði ekki því betra hald. Eftir nokkra stund fór laxinn að nálgast bakkann. Aðdjúpt var þar sem ég stóð, og sá ég laxinn greini- lega. Meðalstór lax, 12—14 pund. Ég lyfti honum með hægð í vatninu, til þess að sjá, hvernig öngullinn stæði í honum. Mér varð ekki um sel, er ég sá, að flugan hafði krækst í roðið innan á neðri kjálka, og rann þar aftur og fram í langri þumu, eftir því sem laxinn hreyfði sig. Virtist mér vanta lítið á að upp úr slitnaði þumunni, stagið sýndist svo grannt orðið. Nú reið á að forðast mikil eða snögg átök, ef laxinn átti að nást. Ekki mátti heldur slaka á, því þá gat öngullinn smeygst úr lykkjunni. Laxinn leitaði niður og einnig frá landinu. Ég reyndi að hreyfa mig sem minnst, til að styggja hann ekki. Einnig reyndi ég að beina á- takinu aftur að kjaftvikinu, til þess að hlífa miðjunni, sem veikust var. Nú hófst löng og æsandi viðureign. Laxinn andæfði hinu létta, jafna átaki frá stönginni með rólegri mótspyrnu, unz þreytan fór verulega að segja til sín og síðustu örþrifaátökin hófust. Hreyf- ingarnar urðu sneggri, hann dýpkaði á sér og fjarlægðist bakkann. Á hverju augnabliki átti ég von á að roðlykkjan slitnaði. Tveir andstæðir viljar toguðust á, tvær frumstæðar, eðlislægar kenndir, lífsþráin og veiðisæknin, tvær hliðar sjálfsbjargarhvatarinnar, rétthverfa henn- ar og ranghverfa. Ég fann hvernig öngullinn rann til í lykkjunni og staðnæmdist ýmist fremst Steingrimur á laxveiðum. eða aftast. Loks lagðist laxinn skáhallt í strauminn og byrjaði hægt og hægt að þokast nær bakkanum aftur. Línan var nokkuð strengd, því straumur var all- þungur. Ég fann til sterkrar samúðar með hinum þreytta andstæðingi, sem beitti síðustu kröftum í frelsisstríði sínu. Hversu mjótt var nú bilið milli fjörs og frelsis — ein snögg sveifla og hann var frjáls. Ég skil frelsisþrá þína, fagri sundfrái vinur minn. Svo sannarlega get ég unnt þér þess að slíta hið veika haft, sem held- ur þér föstum og varnar þér að lifa hinu eðlilega lífi þínu. Þannig hugsaði ég og óskaði þess næst- um, að hann sliti stagið með snöggum hnykk. En dofi þreytunnar heltók hann meir og meir. Hann lagðist á hliðina í vatns- Veiðimaðubinn 7

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.