Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 19
stjóra úti á ánni og kastaði þvert á strauminn. Fluguna lét ég reka og sökkva, því djúpt er á þessum stað. Brátt fann ég að flugan var tekin hægt og rólega á miklu dýpi. Fiskurinn svifaði til hægt og þungt og hélt sig djúpt. Fór ég að búa mig undir að losa bátinn. En áður en ég fékk ráðrúm til þess, tók laxinn allharða roku upp í strauminn — og stökk upp úr, ekki langt til hliðar við bátinn. Lá við að mér féllust hendur, er ég sá skepn- una. Mér sýndist fiskurinn all miklu stærri en nokkur lax, sem ég hef séð. Ég hafði þóttst finna, að laxinn væri vænn, en þessu bjóst ég ekki við. Stærstu laxar, sem ég hef veitt vógu 33 og 34 pund, 17 kíló, en þessi virtist mér mun stærri. Eftir að laxinn stökk, synti hann upp miðjan álinn af jafnri ferð og var engin leið að snúa honum við. Ég losaði bát- inn og hélt stönginni annarri hendi á meðan, en ekki þorði ég að leggja hana frá mér, til þess að róa á eftir laxinum. Hefur það ef til vill verið misráðið. Brátt var línan á þrotum á hjólinu, en í því bili slitnaði girnið. Síðan hef ég trúað sögum veiðimannanna um stóra, missta laxa. Líklega ert þú löngu hættur lestrinum áður hér er komið, kæri ritstjóri, og bið ég þig afsökunar á þessu rugli. — Ég get haldið áfram að tala við sjálfan mig um gamlar veiðiminningar. Með alúðar kveðju og þökk fyrir á- nægjulegar samverustundir, svo og margt skemmtilegt í „Veiðimanninum“. Þinn einl. Steingr. Baldvinsson. ST AN GA VEIÐ ARFÆRI. Höfum að jafnaði fyrirliggjandi allan útbúnað, sem til stangaveiða þarf. Margir verðflokkar: Allt frá hinu allra vandaðasta, svo sem mörgum gerðum af veiðistöngum úr hin- um heimskunna „Conolon Live Fiber", frönsku Mitchell og ensku Young hjólunum víðfrægu, og allt ofan i mjög ódýran sænskan, þýzkan og japanskan veiðiútbúnað, fyrir unglinga, byrjendur eða sem vara-„græjur". Mikið úrval af íslenzkunx og erlendum spónum, flugum, spóna- og fluguboxum, veiðilínum, veiði- töskum o.fl. o.fl. — góð vara á hagstæðu verði. — Bæði fáarxlegt í sölu- og gjafapakkningum. Heildsala: Smásala: Sportvörugerðin Halldór Erlendsson Mávahlíð 41. — Sími 18382. VEIÐIMABURINN 9

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.