Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 20
Kennsluæíingar
og mót S. V.F.R.
Á þeim tíma, sem venjulegt fólk sit-
ur að hádegisverði á sunnudögum, hafa
nokkrir félagar S.V.F.R. sótt kastæfingar
félagsins í húsi K.R. við Kaplaskjólsveg.
Því miður hefur félagið ekki átt völ á
hentugri tíma til æfinga innan húss;
gegnir furðu hve vel þessar æfingar hafa
verið sóttar. Þar sem þessi eini tími hef-
ur ekki nægt til að anna eftirspurn fé-
lagsmanna um leiðbeiningar, hefur
kennslu- og kastnefnd félagsins fengið til
umráða í K.R.-húsinu (auk sunnudags-
æfinga í hádegi kl. 12—1) á fimmtudags-
kvöldum 2—3 tíma. Þetta var síðasta um-
ferð í kastæfingum félagsins í vetur og
hófst sunnudaginn 24. marz og fimmtu-
daginn 28. marz. Þessir tímar eru senn
fullskipaðir og er því nauðsynlegt fyrir
þá, sem kynnu að hafa áhuga á að kom-
ast að, að hafa samband við einhvern
nefndarmanna eða skrifstofu félagsins
sem allra fyrst. 2. maí hefjast svo æfing-
ar úti, á svæði félagsins við Rauðavatn.
Verða þær á þriðjudags- og fimmtudags-
kvöldum frá kl. 8—10 fram til 10. júní.
Eins og áður verður leitast við að fá
færa leiðbeinendur til að leiðbeina og
aðstoða þá, sem þess óska.
Þá hefur verið ákveðið að hafa hitti-
kastkeppni innan húss, og fer hún fram
fyrst í maí.
Aðalkastmót félagsins fer svo fram
við Rauðavatn og á grasvelli um síðustu
helgina í maí.
í haust verður reynt að koma á kast-
móti með almennum veiðimannatækj-
um, um aðra helgi í september að loknu
veiðitímabili, meðan veiðimenn eru í
þjálfun eftir sumarið. Verður það keppni,
bæði með lóðum og flugu. Það er ástæða
til að hvetja, sem flesta félagsmenn og
aðra til að taka þátt í þessum mótum og
tilkynna þátttöku sem allra fyrst nefndar-
mönnum eða á skrifstofu félagsins.
Kennslu- op kastnefnd
S.V.F.R.
NÝ FLUGULÍNA FYRIR
LENGDARKÖST
Landssambandi ísl. stangveiðimanna
hafa borist upplýsingar frá Fontaine,
formanni I.C.F. (International Casting
Federation), að ný flugulína fyrir lengd-
arköst sé komin á markaðinn í Banda-
ríkjunum. Línan er jöfn (level), en fram-
leidd í mismunandi gildleikum frá
0.040" til 0,115" í þvermál.
Með því að setja saman þessa mis-
munandi gildleika, getur kastarinn feng-
ið þá lengd og þyngd, sem hentar hon-
um bezt. Flugulína fyrir einhendisstöng
mætti t.d. vera sett saman þannig:
.075 - 8' 4 "
.070 - 9' 7.5"
.065 -10'
.060 - 9' 11 "
.055 - 6' 1 "
.050 - 3'
.045 - 1' 11 "
.040 - 1' 8 "
Línan er framleidd sérstaklega fyrir
I.C.F. sem keppnis- og æfingalína. Er
hún sÖgð gefa mjög góðan árangur.
Hákon Jóhannsson.
10
Veibimaðurinn