Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 22
„Því skyldi ég ekki geta verið það eins
og hinir?“ svaraði Úlfar, og við því átti
ég auðvitað ekkert svar. Eg stóð einhvern-
veginn í þeirri meiningu, eins og sagt
er á vondu máli, að Úlfar hefði aldrei
átt við stangveiði. En til þess að segja
eitthvað, svaraði ég: „Nú, segðu mér þá
veiðisöguna".
„Já, hún er þannig, að fyrir 8 eða 9
árum var ég í veiðiferð norður í Vatns-
dalsá með Kjartani Sveinssyni skjala-
verði, sem er kunnur og reyndur lax-
veiðimaður. Við vorum staddir við svo-
nefndan Ásbrekkuhyl, sem er góður
veiðistaður, eins og margir vita, sem
hafa veitt í Vatnsdalsá. Eg var eitthvað
á undan Kjartani að búa mig til veiða
og gekk að hylnum meðan hann var
að fara í bússurnar. Þegar ég kom fram
á bakkann, kannaðist ég við mig, því
að ég hafði séð Tryggva Ofeigsson veiða
þarna lax fyrir 6 eða 7 árum. Ég setti mig
í veiðimannastellingar og fór að kasta
flugu, eins og Tryggvi hafði gert. Eg
kastaði á nákvæmlega sama stað og ég
hafði séð hann gera, og viti menn — það
tók hjá mér lax! Eg þóttist finna að þetta
væri vænn fiskur og fór að þreyta hann
eftir kúnstarinnar reglum. Laxinn rás-
aði lítið, en lá nokkuð þungt í, og eftir
nokkra stund kom Kjartan til mín, og
fannst mér strax nokkur styrkur að hafa
hann hjá mér.
Eg var með stutta línu og glerstöng
og þorði því ekki að takast mikið á við
laxinn. Samt leiddist méri að tefja Kjart-
an lengi frá veiðunum og óskaði því að
laxinn gæfist upp sem fyrst. Við land-
ið, þar sem ég stóð, eru talsverðar
grynningar, en djúpt við bakkann hin-
um megin. Eftir nokkurt þóf tókst méT
að koma laxinum upp á grynningarnar
og leiða hann í áttina til þess staðar, sem
ég hugsaði mér að landa honum. En á
þeirri leið voru nokkrir steinar upp úr
vatninu; og einhvern veginn tókst svo
til, að öngullinn losnaði úr honum við
þessi átök. Þegar ég fann að allt var
laust, fleygði ég stönginni og ætlaði að
kasta mér yfir laxinn, en hann varð
fljótari til, og slapp úr greipum mér.
Ég vildi þó ekki láta minn hlut, óð fyrst
eins langt og ég komst og stakk mér svo
í dýpið! En þar fann ég engan lax! Eg
svamlaði aftur til lands, mjög vonsvik-
inn, tók upp stöngina og sagði nokkur
orð við Kjartan, sem þá var að leggja af
stað niður með ánni, til þess að komast
yfir á vaðinu þar skammt fyrir neðan.
En um leið og Kjartan er að vaða út
í ána, kallar hann til mín og segir: „Er
þetta laxinn þinn?“ Laxinn lá þarna
rétt við landið hjá Kjartani, og virtist
mjög af honum dregið. Kjartan gekk
í áttina að laxinum og ætlaði að grípa
hann, þá hörfaði laxinn undan út í ána.
En þá var ég þar fyrir og sparkaði hon-
um á land, en datt ofan á hann um leið,
og báðir veltust þar um í fangbrögðum.
Þetta hefur eflaust verið brosleg sjón, en
til þess að kóróna allt saman marg spark-
aði Kjartan í okkur báða, svo að við ult-
um svolítið lengra upp á þurrt í fang-
brögðunum! Þegar svo var komið voru
örlög aumingja laxins auðvitað ráðin.
Hann var 18 pund. Segðu svo að ég sé
ekki veiðimaður!“
— Eftir þessa sögu dettur mér auðvitað
ekki í hug að neita því!
V. M.
12
Veiðimaðurinn