Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 23

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 23
*\ - HjA flestum þjóðum þekkist vatns- dýrkun í einhverju formi. Menn til- biðja fljót, lindir og hafið sjálft. Heilög fljót þekkjast í öllum heimsálfum, svo sem Ganges og Jumna í Indlandi, Níl og Mississippi. Hjá Forn-Germönum, Forn-Keltum og Forn-Grikkjum kvað mikið að dýrkun helgra linda, og enn kvað hún þekkjast í Japan, svo og hjá mörgum frumstæðum þjóðum. Ymsar af hinum helgu lindum Grikkja koma við sögu í fornri goðafræði. Við Parnass- osfjall var lindin Kastalía, og fékk hver sá sem drakk úr henni, skáldlegan inn- blástur. Skammt þar frá var lindin Hippókrene í Helikonsfjalli, en hún átti að hafa myndazt, þegar skáldfákurinn Pegasus sparn fæti í fjallið. Lindin Are- þúsa átti að hafa flutzt frá Grikklandi til Sikileyjar, en fleiri sögur eru til um það, að lindir flytji sig langa vegu. Hér á landi eru þess konar þjóðsögur til í sambandi við hveri. Þeir eiga það til að flytja sig, einkum ef banablóð sak- lauss manns kemur í þá. Þeir eiga það jafnvel til að koma upp undir hjóna- rúmum, þar sem hjónin eiga sér einsk- is ills von. Veiðimapurinn 13

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.