Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 24
Meðal Forn-Grikkja voru í heiðni alloft mannblót í sambandi við dýrkun linda og tjarna (blótkeldur). Tacitus getur þess, að Germanir fórni þrælum í tjörnum og vötnum í sambandi við dýrk- un gyðjunnar Nerthus. STÖÐUVATNIÐ í ÞJÓÐTRÚNNI Þjóðtrúin í sambandi við stöðuvötn er auðvitað náskyld vatnsdýrkun almennt. Þó er hún að ýmsu leyti frábrugðin fljótadýrkun og sjávardýrkun. Það er straumurinn í fljótinu, sem oft setur svip sinn á þjóðtrúna í sambandi við það, fljótið verður tákn tímans, sem líð- ur, eða mannsævinnar. Stöðuvatnið ligg- ur aftur á móti lygnt og kyrrt, þó að ýmislegt hættulegt leynist raunar í djúpi þess. Og þó að stöðuvatnið líkist hafinu um sumt er það allt smærra í sniðum og á sér sín greinilegu takmörk. Þó er það svo, að þjóðtrú í sambandi við hafið hef- ur haft ýmisleg áhrif á stöðuvatnstrúna, vatnið verður oft smækkuð mynd af hafinu. Langt fram eftir öldum eimdi eftir af því, að vötnum vænu færðar fórnir. Sums staðar í Suður-Þýzkalandi og Aust- urríki hefur það verið siður að fleygja brauði og osti í stöðuvötn á ákveðnum tímum árs, einkum um Jónsmessuleyt- Veiðimenn! Úrin ganga rétt í veiðiferðinni, ef þið látið okkur gera við þau. Sigurður Sivertsen úrsmiðavinnustofa. Vesturgötu 16. Simi 18711. ið. Eru þá stundum ýmsar forneskjuleg- ar þulun hafðar yfir. Þegar hætta hefur verið á flóðum, hefur messuvíni stund- um verið hellt í vötn í kaþólskum lönd- um. Þessir siðir standa að öllum líkind- um í sambandi við heiðna fórnarsiði. Fyrr á öldum varpaði hertoginn af Bay- ern einu sinni á ári hring í Walchen- vatnið. Þessi siður er skyldur þeirri venju, sem tíðkaðist í Feneyjum áður fyrr, að hertoginn varpaði hring í haf- ið ár hvert. VATNIÐ MYNDAST í sambandi við mörg vötn í Evrópu eru til þjóðsagnir um það, hvernig þau hafi myndazt. Eru þau oft talin hafa myndazt á svipstundu vegna áhrínsorða eða óguðlegra athafna. Þessar sagnir eru oft í ætt við þá þjóðtrú, að jörðin gleypi hina óguðlegu eins og í dansinum í Hruna. Allt í einu sökkva þorp eða heilar sveitir, þar sem fólkið lifir óguðlegu lífi og djúpt stöðuvatn myndast, þar sem byggðin stóð. í Mecklenburg í Þýzka- landi eiga ýmis vötn að vera þannig til komin. Stundum sökkva engi og skóg- ar, þar sem deilt er af illsku um eign- arréttinn og stöðuvatn kemur í staðinn. Sum stöðuvötn eiga þó að vera sköpuð af góðum vættum, einkum þó til að bjarga góðu fólki, sem er á flótta undan ókindum. Minna sumar þær sagnir dá- lítið á Búkollusöguna. Annars eru sum- ar sagnimar um myndun stöðuvatna lík- lega að einhverju leyti runnar frá Atl- antissögninni fornu. í sambandi við þess- ar sagnir eru sögur um heilar borgir á botni vatnanna, stundum kirkjur eða 14 VUÐIMABURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.