Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 24

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 24
Meðal Forn-Grikkja voru í heiðni alloft mannblót í sambandi við dýrkun linda og tjarna (blótkeldur). Tacitus getur þess, að Germanir fórni þrælum í tjörnum og vötnum í sambandi við dýrk- un gyðjunnar Nerthus. STÖÐUVATNIÐ í ÞJÓÐTRÚNNI Þjóðtrúin í sambandi við stöðuvötn er auðvitað náskyld vatnsdýrkun almennt. Þó er hún að ýmsu leyti frábrugðin fljótadýrkun og sjávardýrkun. Það er straumurinn í fljótinu, sem oft setur svip sinn á þjóðtrúna í sambandi við það, fljótið verður tákn tímans, sem líð- ur, eða mannsævinnar. Stöðuvatnið ligg- ur aftur á móti lygnt og kyrrt, þó að ýmislegt hættulegt leynist raunar í djúpi þess. Og þó að stöðuvatnið líkist hafinu um sumt er það allt smærra í sniðum og á sér sín greinilegu takmörk. Þó er það svo, að þjóðtrú í sambandi við hafið hef- ur haft ýmisleg áhrif á stöðuvatnstrúna, vatnið verður oft smækkuð mynd af hafinu. Langt fram eftir öldum eimdi eftir af því, að vötnum vænu færðar fórnir. Sums staðar í Suður-Þýzkalandi og Aust- urríki hefur það verið siður að fleygja brauði og osti í stöðuvötn á ákveðnum tímum árs, einkum um Jónsmessuleyt- Veiðimenn! Úrin ganga rétt í veiðiferðinni, ef þið látið okkur gera við þau. Sigurður Sivertsen úrsmiðavinnustofa. Vesturgötu 16. Simi 18711. ið. Eru þá stundum ýmsar forneskjuleg- ar þulun hafðar yfir. Þegar hætta hefur verið á flóðum, hefur messuvíni stund- um verið hellt í vötn í kaþólskum lönd- um. Þessir siðir standa að öllum líkind- um í sambandi við heiðna fórnarsiði. Fyrr á öldum varpaði hertoginn af Bay- ern einu sinni á ári hring í Walchen- vatnið. Þessi siður er skyldur þeirri venju, sem tíðkaðist í Feneyjum áður fyrr, að hertoginn varpaði hring í haf- ið ár hvert. VATNIÐ MYNDAST í sambandi við mörg vötn í Evrópu eru til þjóðsagnir um það, hvernig þau hafi myndazt. Eru þau oft talin hafa myndazt á svipstundu vegna áhrínsorða eða óguðlegra athafna. Þessar sagnir eru oft í ætt við þá þjóðtrú, að jörðin gleypi hina óguðlegu eins og í dansinum í Hruna. Allt í einu sökkva þorp eða heilar sveitir, þar sem fólkið lifir óguðlegu lífi og djúpt stöðuvatn myndast, þar sem byggðin stóð. í Mecklenburg í Þýzka- landi eiga ýmis vötn að vera þannig til komin. Stundum sökkva engi og skóg- ar, þar sem deilt er af illsku um eign- arréttinn og stöðuvatn kemur í staðinn. Sum stöðuvötn eiga þó að vera sköpuð af góðum vættum, einkum þó til að bjarga góðu fólki, sem er á flótta undan ókindum. Minna sumar þær sagnir dá- lítið á Búkollusöguna. Annars eru sum- ar sagnimar um myndun stöðuvatna lík- lega að einhverju leyti runnar frá Atl- antissögninni fornu. í sambandi við þess- ar sagnir eru sögur um heilar borgir á botni vatnanna, stundum kirkjur eða 14 VUÐIMABURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.