Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Side 25

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Side 25
kirkjuklukkur. Líklega hafa spegilmynd- ir í vatninu ýtt undir slíkar sögur. HÆTTULEG VÖTN Þó að stöðuvatnið líti sakleysislega út, þegar það liggur spegilslétt, telur þjóð- trúin samt, að margar og ískyggilegar hættur leynist í djúpi þess. Útbreidd er trúin á eitruð stöðuvötn. Hver, sem drekkur úr þeim, dettur dauður niður þegar í stað. Sum vötn eru talin gefa frá sér eitmðar gufur, svo að fuglar sem fljúga yfir þau, detta dauðir niður. Ann- ars konar trú er það, að til séu áfeng stöðuvötn, oftast þó aðeins eina nótt á ári. Hér á landi er til svipuð trú í sam- bandi við Öxará. Kannske er óskhyggja að verki í þessum sögnum. Þá eiga að vera til vötn, sem gera fólk tryllt af ást- leitni, ef það drekkur úr þeim, og kon- ur öllu meir en karla. Oft er talið hættu- legt að sofna á vatnsbökkum. Stundum er það vegna hættulegra vætta, sem í vatn- inu dveljast, stundum reynir vatnið sjálft að draga menn í djúp sitt. Alls konar hættulegar vættir og dýr búa í vötnum, svo sem skrímsl og nykrar. Skrímsla- trúin er í tengslum við eldforna dreka- trú. Frægustu vatnavættir af því tagi hér á landi munu vera Lagarfljótsormur- inn og ormurinn í Skorradalsvatni. Báð- ir eiga þeir í fyrstu að hafa verið brekku- sniglar, sem voru lagðir á gull. Nykrar eiga að vera í mörgum vötnum hér á landi, til dæmis í Hvaleyrarvatni fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þar var einu sinni stúlka ein í seli, en er að var komið, fannst ekkert eftir af henni nema brjóst- in, nykurinn var búinn að éta hitt, en af einhverjum ástæðum vildi hann ekki l brjóstin. Algengari eru þó sögurnar um að nykurinn gabbi fólk til að setjast á bak sér og hlaupi svo með það í vatnið. Ef til vill er nykratrúin að einhverju leyti runnin frá Forn-Keltum, — en hjá þeim blandaðist hestadýrkun og vatns- dýrkun ýmislega saman. Sumir hafa tal- ið, að nykurinn sé í öndverðu tákn kyn- orku og frjósemi, en það virðist nokkuð langsótt skýring . Sagnir um öfugugga í vötnum þekkj- ast suður í Evrópu, en eru þó líklega hvergi eins algengar og hér á íslandi. Eins og kunnugt er, er ein öfugugga- sagan tengd Kleifarvatni. Sú skýring að öfugugginn sé í tengslum við höggorm- inn er ekki sérlega sennileg. Ýmisleg trú er í sambandi við undra- fugla á vötnum, bæði hér á landi og er- lendis. Ekki ber þó eins mikið á slíkum dularfuglum hér á landi á vötnum eins og á hverum. Svo er að sjá, sem trú á undrafugla á vötnum sé hér á landi hvað rákust í Fljótum, en slíkar sagnir eru tengdar bæði við Heljardalsvatn og Skeiðsvatn. Fuglarnir á Heljardalsvatni eiga að hafa verið tveir bræður, sem deildu um veiðirétt í vatninu og breytt- ust þá í fugla. Þessi saga úr Fljótum er ef til vill í tengslum við hinar erlendu sagn- ir um að vötn myndist skyndilega, þar sem deilt er um engi eða annað land. Víða í Mið-Evrópu þekkist sú trú, að sálir fordæmdra flakki um í vötnum eða nágrenni þeirra. Þannig á Pílatus að flakka um við Pílatusvatnið í Sviss. All- víða í þýzka heiminum gætir þeirra hug- mynda, að í sumum stöðuvötnum séu eins konar útibú helvítis (Wasserhölle). Hafa sumir af þessu dregið þá álvktun, Veibimaburinn 15

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.