Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 25

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 25
kirkjuklukkur. Líklega hafa spegilmynd- ir í vatninu ýtt undir slíkar sögur. HÆTTULEG VÖTN Þó að stöðuvatnið líti sakleysislega út, þegar það liggur spegilslétt, telur þjóð- trúin samt, að margar og ískyggilegar hættur leynist í djúpi þess. Útbreidd er trúin á eitruð stöðuvötn. Hver, sem drekkur úr þeim, dettur dauður niður þegar í stað. Sum vötn eru talin gefa frá sér eitmðar gufur, svo að fuglar sem fljúga yfir þau, detta dauðir niður. Ann- ars konar trú er það, að til séu áfeng stöðuvötn, oftast þó aðeins eina nótt á ári. Hér á landi er til svipuð trú í sam- bandi við Öxará. Kannske er óskhyggja að verki í þessum sögnum. Þá eiga að vera til vötn, sem gera fólk tryllt af ást- leitni, ef það drekkur úr þeim, og kon- ur öllu meir en karla. Oft er talið hættu- legt að sofna á vatnsbökkum. Stundum er það vegna hættulegra vætta, sem í vatn- inu dveljast, stundum reynir vatnið sjálft að draga menn í djúp sitt. Alls konar hættulegar vættir og dýr búa í vötnum, svo sem skrímsl og nykrar. Skrímsla- trúin er í tengslum við eldforna dreka- trú. Frægustu vatnavættir af því tagi hér á landi munu vera Lagarfljótsormur- inn og ormurinn í Skorradalsvatni. Báð- ir eiga þeir í fyrstu að hafa verið brekku- sniglar, sem voru lagðir á gull. Nykrar eiga að vera í mörgum vötnum hér á landi, til dæmis í Hvaleyrarvatni fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þar var einu sinni stúlka ein í seli, en er að var komið, fannst ekkert eftir af henni nema brjóst- in, nykurinn var búinn að éta hitt, en af einhverjum ástæðum vildi hann ekki l brjóstin. Algengari eru þó sögurnar um að nykurinn gabbi fólk til að setjast á bak sér og hlaupi svo með það í vatnið. Ef til vill er nykratrúin að einhverju leyti runnin frá Forn-Keltum, — en hjá þeim blandaðist hestadýrkun og vatns- dýrkun ýmislega saman. Sumir hafa tal- ið, að nykurinn sé í öndverðu tákn kyn- orku og frjósemi, en það virðist nokkuð langsótt skýring . Sagnir um öfugugga í vötnum þekkj- ast suður í Evrópu, en eru þó líklega hvergi eins algengar og hér á íslandi. Eins og kunnugt er, er ein öfugugga- sagan tengd Kleifarvatni. Sú skýring að öfugugginn sé í tengslum við höggorm- inn er ekki sérlega sennileg. Ýmisleg trú er í sambandi við undra- fugla á vötnum, bæði hér á landi og er- lendis. Ekki ber þó eins mikið á slíkum dularfuglum hér á landi á vötnum eins og á hverum. Svo er að sjá, sem trú á undrafugla á vötnum sé hér á landi hvað rákust í Fljótum, en slíkar sagnir eru tengdar bæði við Heljardalsvatn og Skeiðsvatn. Fuglarnir á Heljardalsvatni eiga að hafa verið tveir bræður, sem deildu um veiðirétt í vatninu og breytt- ust þá í fugla. Þessi saga úr Fljótum er ef til vill í tengslum við hinar erlendu sagn- ir um að vötn myndist skyndilega, þar sem deilt er um engi eða annað land. Víða í Mið-Evrópu þekkist sú trú, að sálir fordæmdra flakki um í vötnum eða nágrenni þeirra. Þannig á Pílatus að flakka um við Pílatusvatnið í Sviss. All- víða í þýzka heiminum gætir þeirra hug- mynda, að í sumum stöðuvötnum séu eins konar útibú helvítis (Wasserhölle). Hafa sumir af þessu dregið þá álvktun, Veibimaburinn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.