Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Side 26

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Side 26
Frá Langavatni, en úr því rennur Langá á Mýrum. — Ljósm. R. H. að Forn-Germanir hafi í fyrstu hugsað sér kvalastað í vatni. í sambandi við þetta hefur verið bent á þá skoðun Ásatrúar- manna, að eiðrofar og morðvargar vaði eiturstrauma á Náströnd. Tilgáturnar um vatnsvítið eru þó hæpnar. I sumum helgisögum segir, að þeir englar, sem voru hlutlausir í baráttunni milli Guðs og Satans, búi í vatni. Þeir fengu sína refsingu fyrir hlutleysið, en sluppu þó við loga vítis. Óhugnanleg er sú þjóðtrú, sem ef til viil er keltnesk að uppruna, að illvilj- aðar vættir búi í vötnum eða botnleðju þeirra, en komi upp á nóttunni eða í þoku. Þessar vættir eru gráleitar og stundum gegnsæar. Ef menn eru einir á ferð við vötnin í myrkri eða þoku reyna þær að draga þá í vatnið til sín. Ekki er fullljóst, hvort þessar slepjugu og ískyggilegu vættir eru upphaflega framliðnir menn eða vatnsandar af öðru tagi. EYJAN í VATNINU Eyjar í vötnum fá oft á sig helgi, ekki sízt ef helgi er á vatninu sjálfu. Hér blandast gömul eyjahelgi vatnshelginni. Sumar slíkar eyjar eru þó tabú og hættu- legar. Fræg frá fornu fari er Eyin helga (Helgöya) í Mjösvatni í Noregi, en hún er allstór. Mikil helgi er á ýmsum eyjum í hinu mikla Titicacavatni í Suður-Ame- ríku, en raunar er helgi á því vatni öllu. 16 Veibimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.