Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 27
BOTNLAUS OG TVÍBYTNA VÖTN
Um ýmis vötn í Evrópu ríkir sú þjóð-
trú, að þau séu botnlaus með öllu. Eitt
þeirra er Bodenvatnið. Svipaðar sögur
eru um Hornindalsvatn í Noregi, sem
reyndar er hyldjúpt. Talið er, að vatns-
vættunum sé injög illa við, að reynt sé
að mæla dýpi slíkra vatna. Ef einhver
er að því, neyna þær að draga hann í
vatnið.
í sambandi við sögurnar um botnlaus
vötn eru sagnir um tvíbytna vötn. Þessar
hugmyndir eru ekki alltaf ljósar. Oft
hugsa menn sér, að í botni vatnsins sé
op niður í annað hyldjúpt vatn, og vötn
eiga jafnvel að geta verið tví- eða fjór-
bytna. Úr mörgum tvíbytna vötnum á
að vera op eða undirgangur út f sjó eða
til annarra stöðuvatna. Þessar sögur eru
mjög algengar suður í Evrópu og einnig
hér á landi. Þær hafa eflaust borizt hing-
að frá útlöndum. Oft eru sagðar sögur
um það, að fiskur, sem merktur var í
einu vatni hafi veiðzt í öðru langt í
burtu, þó að ekkert ofanjarðarrennsli sé
á milli þeirra. Þannig eiga fiskar merktir
í vötnum f Bayern að hafa veiðzt suður
á Ítalíu. Slíkar sögur þekkjast víða hér á
landi. Það var útbreidd trú í Borgarflrði
VIÐGERÐIR Á VEIÐI-
STÖNGUM og HJÓLUM
Framkvæmi allskonar viðgerðir á
stöngum og hjólum, og útvega
varahluti ef með þarf.
Magnús Jónsson, vélstjóri
Brávallagötu 22, sími 12933.
að undirgöng lægju undir Geldingadraga
milli Skorradalsvatns og Svínadalsvatn-
anna. Það fylgdi þeirri sögu, að silungar
merktir í Skorradalsvatni hefðu veiðzt í
Svínadal. En allar slíkar sögur hér á landi
eru eflaust af erlendum uppruna, þær
eru nákvæmlega eins og hinar þýzku og
svissnesku vatnasögur.
Ólafur Hansson.
SKAUT 32 PUNDA LAX.
Björn Þorgrímsson, Þórðarsonar, hér-
aðslæknis á Borgum í Hornafirði og síð-
ar í Keflavík, sagði frá því í skemmti-
legu viðtali, sem birtist í Sunnudags-
blaði Tímans 21. okt. sl. að hann eitt
sinn hefði skotið 32 punda lax. Björn
var mikill veiðimaðun, einkum með
byssu, enda segir hann að veiðiskapur-
inn hafi heltekið sig strax á unga aldri.
— Eg skaut meira að segja fiskana
segir hann. Eg var einu sinni að veiða
með Jóni Bjarnasyni héraðslækni í Borg-
arfirði, í Hvítá. Hann setti í 32 punda
lax og var lensi búinn að þreyta, en allt
í einu tók laxinn sprettinn, og ég hélt
helzt að hann ætlaði að slíta lfnuna. Það
kom í mig vfeahugur, eg ereip byssuna,
sem var auðvitað við höndina, og skaut
beint f hausinn á honum.
— Þetta var vel gert, vinur minn,
saeði Jón. En ég varð drjúgur undir
niðri, þótt ég léti ekki á neinu bera. —
ER það satt að ýmsir fslenzkir veiðimenn séu að
hugsa um að fara til írlands oe; Nffundnalands á
laxveiðar, af því að það kosti þá ekki meira en f
dýrustu ám hér heima, þrátt fyrir flugfarið?
Vw»lMABmuNN
17