Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 30
an hyl, sem breikkar verulega niður frá
henni. Neðan hylsins er mjög grunnt
brot og fellur áin þar til sjávar í þrem-
ur kvíslum, ógengum um fjöru, þegar
áin er lítil.
Upp frá brúnni tekur við gljúfur. Er
áin þar grýtt, töluvert straumhörð og
varla nokkurn tíma svo lítil, að hún sé
þar erfið til göngu. Sé meira en hálf-
stækkaður straumur, fellur dálítið upp
fyrir brú. Innstreymi verður þá undir
brúnni og straumleysa nokkru ofar. Það
var einmitt að verða stórstreymt þegar
við vorum þarna í sumar.
Logn var tíðast og þá sá maður til
laxanna úti fyrir ósnum þegar fór að
falla að. Þeir syntu sitt á hvað og voru
gjarnan með bakuggann uppi í skorpu.
Komu þeir þess nær, sem meira hækkaði
í. Þegar féll yfir brotið, neðan við brú-
arhylinn, komu þeir upp í hann. Þar
syntu þeir í hringi eða lykkjur og fóru
sjaldnast út með sama landi og þeir komu
inn með. Hæzt fóru þeir töluvert upp
fyrir brú, upp í árstrauminn í gljúfrinu.
Þar veltu þeir sér dálítið og stukku stund-
um. En með útfallinu hurfu þeir flest-
ir aftur til sjávar.
í þrjá daga samfleytt sáum við all-
marga laxa koma þarna upp um flóðið
og hverfa aftur um fjöruna, án þess að
ganga í ána. Flesta töldum við um þrjá-
tíu í einu. Sum flóðin gekk enginn í
ána, önnur örfáir laxar. En það var
mjög gaman að standa á brúnni og fylgj-
ast með sveimi laxanna fram og aftur.
Ég hefi áður séð þetta við þessa sömu
á. Sama fyrirbæri hefi ég einnig séð við
Haukadalsá í Dölum, Fáskrúð í Dölum
og Laxá í Kjós. Einnig hef ég séð laxa-
20
torfu koma upp að Sjávarfossinum í
Langá á Mýrum, en hverfa aftur með
öllu á útfallinu. Féll þó svo hátt, að
auðveld ganga var upp Sjávarfossinn.
Við þessar ár hefi ég séð laxinn fara
hvað eftir annað fyllilega jafn hátt og
hækkunar gætir frá flóði, en hverfa aftur
án þess að ganga í ána. Hefi ég ekki dval-
ið við ósa fleiri áa við þau skilyrði, að
ég gæti fylgst með ferðum laxins, en heyrt
aðra menn segja svipaða sögu um aðrar
ár.
Enn ber þess að geta, að nokkrum
sinnum hefi ég orðið þess var að Hrauni
í Ölfusá, að lax tekur allt í einu að
stökkva neðarlega á veiðisvæðinu, nokk-
uð undan landi. Þetta er ávalt á útfallinu
og laxinn stekkur undan straumi. Ég
freistaðist til að halda, að þetta væru
laxar sem væru á útleið úr könnunarleið-
angri upp ósinn.
Það hefir því orðið skoðun mín, að
lax hagaði sér á svipaðan hátt við alla
árósa. Hann væri oft dag eftir dag ýmist
að leita á eða hverfa frá, jafnvel vikum
saman, ef vatn væri minnkandi og bjart
í lofti. Taldi ég þetta hafa það í för með
sér, að net ósabænda nytu forréttinda
í því, að þau gætu tekið toll nokkrum
sinnum — og jafnvel oft — af hverri
laxatorfu, meðan net annarra taka sinn
hlut af torfunni aðeins einu sinni.
Af þessum sökurn hélt ég að helga-
friðun þyrfti að réttu lagi að vera lengri
á ósasvæðum en annars staðar í ánum.
Hefði mér jafnvel þótt réttast, að banna
alveg alla netaveiði svo hátt upp sem salts
gætir um stórstraum, — enda er laxveiði
bönnuð í sjó samkvæmt lögum.
Vki»ima»urinn