Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 32

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 32
var nú ekki eins auðvelt að fá fiskinn til að taka og ég hafði haldið. Ég kast- aði og kastaði, ef köst skyldi kalla. Ég fór bæði upp og niður með ánni, gleymdi bæði matmálstíma og öðru — en loks varð ég var! Það tók eitthvað í hjá mér, og bara þéttings fast — og það fór út með beituna. Ég veit ekki sjálfur hvernig ég fór að því að þreyta fiskinn. en á land kom hann. Og hreyknari hef ég aldrei verdð af fiski, sem mér hefur tekizt að ná á þurrt. En nú vakna ég upp við vondan draum. Það var komið kvöld og mjög farið að dimma. Ég er aleinn lengst upp með á. Ég á eftir að komast heim til mín gegn- um skóginn. Ég var myrkfælinn, og þótt mér tækist nú að komast lifandi út úr þessum ógöngum, átti ég von á fleng- ingu þegar heim kæmi. Skjálfandi á beinunum lagði ég af stað heimleiðis gegnum skóginn; en ég hafði ekki farið langan spöl, þegar ég snar- stanzaði og stirðnaði upp eins og klett- ur. Beint fram undan mér lá ófreskja í leyni. Ég sá glitta í glyrnur hennar og fannst eins og hún teygði langar gripklær á móti mér. Þetta var — skógartröllið! Það var raunar ekki meira en ég mátti búast við. Ég hafði farið niður að ánni í leyfisleysi. Nykurinn hafði að sönnu ekki dregið mig niður í djúpið, eins og ég hafði heyrt að hann ætti til að gera við óhlýðin börn, en í þess stað hafði tröllið haft auga með mér. Ég held að ég finni ennþá hræðsluna, sem gagntók mig og kökkinn, sem kom í hálsinn á mér og sat þar svo illyrmislega fastur. Ég veit ekki enn þann dag í dag, hvern- ig ég komst út af stígnum, bak við stein og tókst að fela mig þar. En þá losnaði um kökkinn í hálsinum og gráturinn tók við, svo að mér lá við köfnun. Svo hrökk ég við, og lengi stóð ég alveg á önd- inni. Fiskurinn, sem ég hélt á í hendinni kipptist til, en í sama mund fann ég að eitthvað kom við fótinn á mér. Og þá sá ég þessi sömu glóandi augu — en þá var það bara Brandur að þefa af silungnum! Á sömu stundu var tröllið úr sögunni, og jafnframt varð mér Ijóst að rándýrs- klærnar höfðu aðeins verið meinlausar trjágreinar! í fylgd með Brandi sóttist ferðin heim vel, en hvernig viðtökurnar voru þegar þangað kom — er önnur saga. Þýtt úr norsku. V. M. ALÞJÓÐAMÓT í KEPPNIS- KÖSTUM. Þótt enn sé tími til stefnu. þykir mér rétt að skýra frá, að í fréttabréfi, sem L.Í.S. barst frá formanni International Casting Federation, er sagt að næsta I.C.F. alþjóðamót í köstum eigi að fara fram í Núrnberg í Þýzkalandi 17.—21. sept. 1963. Deutsche Fisherei Verband (DFV) og Verband Deutscher Sportfisher (VDCF) munu í sameiningu sjá um mót- ið. Þessi sömu sambönd munu einnig gangast fyrir þýzku innanlandsmóti, sem á að halda um helgina á undan, eða dagana 14. og 15. september n.k. Ætlun- in er að heimila erlendum kösturum þátttöku. Hákon Jóhannsson. 22 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.