Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 34

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 34
Fyrir 2 — 3 árum birtist í Morgunblað- inu viðtal við Ársæl Jónasson kafara, sem er mjög fróður um álinn og allt hans háttalag. Hann hefur nú um 40 ára skeið haft mikinn áhuga fyrir því, að vér íslendingar hagnýttum okkur þessa fisk- tegund, eins og margar aðrar þjóðir gera. Hélt hann m.a. eitt sinn fróðlegt er- indi um það mál á búnaðarþingi. En fyrrnefnt viðtal í Morgunblaðinu fer hér á eftir. Ritstj. „RÖGET ÁL OG RÖRÆG“. íslenzki állinn er víðast hvar á landinu, bæði sunnan, vestan, norðan og austan lands. Hann heldur til í ám og vötnum, jafnvel í mýrafenjum og hraungjótum, en oft fer það eftir því hve gott æti hann hefur, hve lengi hann dvelur á hverjum stað. íslenzki állinn er, ef svo má segja, gestur þjóðarinnar á lífsleið sinni. Þeg- ar hann kemúr' til íslands, er hann þriggja ára gamall, eftir ferðalag sitt frá Sargossa- hafinu út af Mexikóflóa, þar sem hann fæðist. íslenzki állinn tilheyrir svoköll- uðum Evrópuál, sem ferðast og dreifist víða um lönd Evrópu. Þegar hann kemur hingað til lands er hann fyrst að fá á sig fisklag. Þá er hann um 6 cm. langur, VEIÐIMENN! í sumar og framvegis fáið þér bezta maðkinn í Maðkaræktuninni Langholtsvegi 77. Sími 36240. ‘ . 24 gagnsær og með svartan haus. Ef menn gefa sér tíma til á vorin við árósa, geta þeir séð, hvar hann kemur í smáhópum að taka land á íslandi og dvelur svo hér til fullorðinsára, 6—8 ár, eftir því hve fæðan er ríkuleg á hverjum stað og því hve fljótt hann verður kynþroska. Állinn lifir hér á landi svo til óáreitt- ur, vegna ókunnugleika landsmanna á gæðum hans og verðmæti, en mörgum ís- lendingi, sem hefur gist nágrannalöndin, er vel kunnugt, að hann er á hverjum matseðli á hótelum meginlandsins. í Kaupmannahöfn t. d. er reyktur áll eitt af því dýrasta og eftirsóknarverðasta, þeg- ar vel skal veita. „Röget ál og röræg“ þekkja allir ferðalangar, sem gist hafa Kaupmannahöfn. Állinn er sem sagt ein verðmætasta fisktegund á heimsmarkað- inum. Hann er jafnvel dýrari en lax, enda álitinn meiri gæðavara. Auk þess að vera eftirsóttur á hótelum erlendis, er hann oft notaður, ef um lasleika eða slen í fólki er að ræða, þar sem þessi góða fæða er álitin bæta mjög heilsuna Það hljóta margir að harma það, að hin velupplýsta íslenzka þjóð skuli ekki enn vita betur um svona algenga fæðu sem landið á í svo ríkum mæli. Til þess að hagnýta þessi auðæfi, er ekki nema ein leið: Bændur landsins og jarðeigend- ur kanni og veiði ál, hver í sinni landar- eign og notfæri sér og komi í gagn þess- um hlunnindum jarðanna, sem eru svo eftirsótt af öllum, sem til þekkja. Það er engum vafa bundið, að hver jörð á landinu, þar sem állinn heldur til og veiðist, verður meira virði, ef þessi hlunn- indi eru notfærð og fyllilega í gagn kom- ið. Fjölbreytni í búskap hefur jafnan Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.