Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 37

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 37
HÁLL SEM ÁLL. Óhætt mun vera, að sögn vísinda- manna, að veiða allan þann ál, sem tök eru að ná, svo mikið er til af honum og svo kænn er hann að sleppa frá veiði- mönnunum. Álaseiðin, sem eru á stöð- ugri ferð í Atlantshafinu á leið til Ev- rópulanda, eru óþrjótandi. Aðalveiðiað- ferðin er svokallað álanet, sem er píra- mídalaga, með 2 vængjum út frá opinu. Vængirnir stýra álnum inn í fremra rúm- ið í netinu, og er rúmt gat í miðju net- opinu. Þegar állinn fer svo að synda um í yzta opinu, sem er trektlaga, finnur hann ekki gatið aftur, en hálf-lokað gat er á trektarendanum, þar sem hann kemst í innra rúmið, en þaðan kemst hann aldrei aftur. Stundum er haft leiðarnet við veiðarn- ar, sem liggur beint út frá opi álanets- ins, og á að beina álnum að netinu, þegar hann syndir með því. En vegna kænsku álsins, má þetta leiðarnet ekki vera of langt, þá getur hann orðið leiður á ferða- laginu með netinu og grafið sig ofan í jörðina undir netið til að komast leiðar sinnar. Hann er einnig veiddur á lóðir, en það er gagnslaust að leggja lóðir fyrir hann, nema þar sem gróðurlaust er í botni. Sé gróður á botninum, hringar hann sig um hann og rífur sig af önglinum. Þess vegna er álanetið aðallega notað (Áleruse á dönsku). í þessu sambandi verður að taka fram, að állinn ánetjar sig ekki, svo um hreina netaveiði er ekki að ræða. Önnur veiðiaðferð er að stinga hann á veturna, þegar hann legst í vetrardvala. Þegar haustar að og minna verður um fæðu og tjarnir og vötn frjósa, verður hann að gæta sín að frjósa ekki í hel. Þá grefur hann sig það langt niður í botn- leirinn, að frostið nær honum ekki. Þar liggur hann svo þar til frosthættan er lið- in hjá og brúnklukkur og silungur sýna sig aftur í vötnum. Á þessu dvalaskeiði eru veiðimenn líka á eftir honum og nota til veiðanna sting, þ. e. a. s. langa stöng, sem nær til botns og á eru 12—20 teinar með agnaldi, og er þá þessi stingur orðin allt upp í 25 cm. á breidd, sem er svo stungið í blindni ofan í leirinn í von um að hitta á ál, þar sem hann liggur í dvala. Þetta heppnast oft og er þessi veiðiaðferð notuð víða um heim. Á veturna má sjá þessa veiðimenn með álastengur sínar eftir endilöngum Lima- firði í Danmörku, þegar maður siglir eftir ísilögðum firðinum á vetrardegi. Eins og allir mega vita, er állinn ekki að koma hingað til lands í dag eða fyrra- dag, heldur er hann búinn að vera hér í þúsundir ára. — Það er sorglegt, að öll þessi auðæfi, sem enn eru í landinu, skuli hafa runnið gegnum greipar landsmanna allt til þessa. Sárara er þó að vita, að þeg- ar íslendingar fyrr á tímum gengu klæð- litlir og kaldir yfir ísilagðar mýrar og vötn á ferðum sínum um landið eftir mat á hallæristimum þjóðarinnar, þá hafa þeir óafvitandi gengið yfir eina af beztu fæðutegundum, sem völ er á. i.e.s. FORSÍÐUMYNDIN er gerð í Litbrá, eins og að undanförnu. Hún er falleg og vel unnin eins og áður og skýrir sig sjálf. — Ritstj. Veiðimaðurinn 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.