Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 43

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 43
Frá félagsfundi S.V.F.R EINS og undanfarin ár boðaði stjórn SVFR til félagsfundar upp úr vorjafn- dægrum, að þessu sinni hinn 31. marz. Tilgangurinn með þessum félagsfund- um er að gefa mönnum kost á að láta til sín heyra, gagnrýna gerðir stjórnarinn- ar og „bera fram tillögur til úrbóta“, svo notað sé orðalag, sem mjög hefur verið í tízku síðustu árin. Eins og venjulega á félagsfundum tók formaður fyrst til máls og mælti á þessa leið: Kæru félagar. Eins og undanfarin vor, þótti stjórn- inni rétt að halda almennan félagsfund, svo að félagsmönnum gæfist kostur á að ræða þau mál, sem efst eru á baugi, og fá þær upplýsingar, sem félagsstjórnin kynni að geta gefið varðandi næsta veiði- tímabil o.s.frv. Félögunum hafa nú verið send hin venjulegu umsóknareyðublöð. Vonum við að allir hafi fengið þau, en umsókn- um á að skila fyrir næstu helgi. Veiðisvæði félagsins eru að mestu leyti þau sömu og s.l. ár, eins og sést á upp- lýsingabréfi því, sem fylgir umsóknar- eyðublöðunum. Eg vil þó aðeins fara yf- ir þau lauslega og geta þeirra breytinga sem um er að ræða. Elliðaárnar. Þar verður haft sama fyrir- komulag og í fyrra, veitt með B stöng- um frá 5.—21 júní en 4 stöngum eftir 21. júní, tveim fyrir ofan Rafstöð og tveim fyrir neðan. Breytingin, sem gerð var í tilraunaskyni í fyrra á rennsli ánna verður nú gerð varanleg, þar sem hún gaf góða raun í fyrra. Laxá í Kjós og Bugða. Þar verður sama fyrirkomulag og áður, að undan- teknu því, að nú verður mönnum gefinn kostur á að sækja um miðsvæðið, svokall- aða „dauða svæðið". Þetta svæði seldist ekki áður, og var þá horfið að því ráði, að fá menn til að taka það fyrir sæmilegt gjald allt sumarið, þannig að hver af þeim hafði einn dag í viku. Þarna er oft þó nokkuð af laxi en tekur mjög illa; en lagnir flugumenn fá þar stundum nokkra veiði. Á svæðinu eru tvær steng- ur. Meðalfellsvatn. Sú breyting verður þar, að nú verður það ekki opnað fyrr en 1. júní eins og árnar, en var áður 1. maí. Þar sem að félagið hefir ákveðinn og takmarkaðan stangafjölda í vatninu, var horfið að þessu ráði, til þess að ekki þyrfti að loka því síðar vegm. of mikillar ásóknar í maí, enda er meiri möguleiki á laxi þar þegar líður á sumarið. Veiði- leyfi verða nú aðeins seld á skrifstofunni. Þetta sparar líka umsjónarmann við vatnið í mánuð. Norðurá. Þar verður alveg sama fyrir- komulag og í fyrra, þriggja daga veiði- Veiðimadurinn 3B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.