Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 44

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 44
tími allt sumarið, með 4—8 stöngum á dag, eftir því á hvaða tíma er. Gert er ráð fyrir að stiginn í Laxfossi verði nú loksins lagaður og fullgerður. Einnig er gert ráð fyrir lagfæringu á Glanna. Fdskrúð og Víðidalsá. í þessum ám gerum við ráð fyrir að liafa sömu hlut- deild og s.l. ár, og fyrirkomulag hið sama. Sama er að segja um Stóru Laxá i Hreppum. Laxá i Þingeyjarsýslu. Þar hefur okkur tekist að fá nokkru meira en í fyrra. í sumar höfum við 2 vikur í júlí og ágúst, auk 9 síðustu daganna 31. ágúst til 9. sept. Samtals höfum við þar um 220 stangveiðidaga. Þar verður leigt í 3 og 6 daga tímabilum. Vonum vér að félags- menn sjái sér fært að sækja um úthlutun í þessari glæsilegustu á landsins. Kolbeinsdalsá, Hjaltadalsá og Höfða- vatn. Eins og félagsmönnum er kunnugt hefur félagið þessar 2 ár til langs tíma í ræktunarskyni. í þeim er töluverður silungur, aðallega bleikja og sjóbirting- ur. Höfum við hugsað okkur að leigja þar silungsveiði í sumar, ásamt Höfða- vatni, sem við höfum hlutdeild í, og er þar rétt hjá, en þar er ágæt veiði. Er þetta tilvalið fyrir fólk, sem fer í sumar- ferðir til Norðurlands, að staldra þarna við 2—3 daga og veiða silung, fyrir lítið gjald. Verð á veiðileyfum verður allsstaðar nokkuð hærra en í fyrra, sem leiðir af umsömdum hækkunum, samkv. samn- ingum, auk annarra uppbóta, sem óum- 34 flýjanlega verður að greiða vegna þess ófremdarástands, sem nú er ríkjandi í þessum málum. Það getur þó farið svo, að Kjósarsvæðið hækki verulega, en um það er ekki hægt að segja ákveðið ennþá. Útboð á ám. Nokkrar ár hafa verið auglýstar til leigu í vetur, og hefir félag- ið gert tilboð í þær flestar eða allar. Skulu félagsmönnum hér gefnar upplýsingar um það helsta, sem gerst hefir í þeim málum: Hrútafjarðará. í hana komu yfir 20 tilboð. Hæsta tilboðinu var tekið, en það var frá Sveini Kjarval o.fl. sem eru með- limir í stangveiðifélaginu „Strengur" hér í bæ. Þeir buðu 181 þús. og verður hver stangveiðidagur þar að meðaltali yfir 1500 krónur. Eins og allir vita er þetta lítil á, sem gefur 100—200 laxa eða minna, eftir því sem upp er gefið. Fluguveiði er aðeins leyfð. Við sendum 2 tilboð frá félaginu, annað peningatil- boð til eins árs, en hitt tilboð til lengri tíma, með klaki og húsbyggingu, og var hægt að reikna það nokkru hærra. Enn- fremur höfðum við ráð yfir tveim öðrum tilboðum, sem voru hærri, en þó öll miklu lægri en hæsta tilboðið. Svartá og Blanda, I þessar ár komu mörg tilboð, en ekki var endanlega víst hvort leyfðar yrðu 3 stengur í Svartá og 4 í Blöndu, en þannig var boðið í þær. Svartá hefir 60 daga veiðitímabil en Blanda venjulega 90 daga.. Endanlega var svo ákveðið að leyfa 3 stengur í Svartá en ekki nema 3 í Blöndu. Svartá mun vera leigð Steingrími Hermannssyni fyr- Veidimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.