Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 45
ir 326 þúsund, eða yfir 1800 kr. stang-
veiðidagur. Um Blöndu er ekki vitað
ennþá hver hreppir.
Laxá í Leirársveit. Akurnesingar töldu
sig hafa nokkurnveginn víst loforð um
að fá þessa á, þannig að þeir mundu fá
að ganga inn í hæsta tilboð, ef þeir
treystu sér til. Þeir voru því ákveðnir í
að vera einir um tilboð, í ána komu 15
tilboð, meir en helmingur þeirra var
yfir 400 þúsund. Við sendum 2 tilboð,
annað hreint peningatilboð, hitt með
klaki og til lengri tíma. Auk þess höfðum
við ráð yfir tilboði, sem var all miklu
hærra en okkar. Að minnsta kosti 3 af
hæstu tilboðunum voru frá félögum í
Streng, hæsta 471, annað 451 og þriðja
431. Vegna þess að 2 tilboð önnur voru
þarna á milli, gátu þeir ekki gengið til
baka með nema hæsta tilboðið. Munu
samningar vera gerðir til eins árs á 451
þúsund, ef þeir geta staðið við greiðslu
á því. Meðalverð stangardags verður því
um 1700 kr.
★
Það er eftirtektarvert, að tvær af þess-
um ám, að minnsta kosti, eru sprengdar
upp af sama 12—15 manna félaginu hér
í bænum. Virðast þeir vera býsna bjart-
sýnir og fjáðir til að gera slík tilboð. Það
er auðséð öllum, sem til þekkja, að
stangardagurinn kemur til með að kosta
2 — 3 þúsund kr. á aðalveiðitímanum.
Hvort þeim tekst að selja leyfin svo dýrt,
er annað mál, en vonandi verða meðlim-
ir SVFR ekki til að hjálpa þeim til þess.
Til gamans má benda á að 2—3 daga
leyfi í þessum ám kosta jafnmikið eða
meira en flugferð til útlanda fram og til
baka.
Eins og getið er í bréfi því, sem fylgir
umsóknunum, hafa nokkrir félagsmenn,
boðið eða staðið að boðum í þessar ár,
án þess að fá til þess leyfi stjórnarinnar,
samkvæmt lögum félagsins — og mun
stjórnin því nú beita ákvæðum laganna
í þessu efni; og væntum við að fundurinn
telji þá ákvörðun sjálfsagða.
Árnessýslusvœðið. Eins og kom fram í
skýrslu stjórnarinnar á síðasta aðalfundi,
o«' nokkrar umræður urðu um, hefir
stjórnin verið að leita hófanna um hvaða
möguleikar væru fyrir SVFR að fá þetta
svæði allt leigt til stangveiði. Eins og vér
tókum fram þá, er ekki hægt að búast
við að jákvæður árangur náist í hasti, en
það er hægt að skýra frá því, að bréfa-
skipti og viðræður eru þegar hafnar, hver
sem árangurinn verður. En fullyrða má,
að þetta mál er svo yfirgripsmikið og
mörg ljón á veginum, að ekki má vænta
neinna úrslita fyrir næsta sumar. En
stjórnin mun halda þessum viðræðum
áfram og sjá til hvað út úr þeim kemur.
★
Umræður urðu minni en mátt hefði
vænta. Þó tóku nokkrir til máls, en gagn-
rýni á gerðir stjórnarinnar kom ekki
fram. Formaðurinn óskaði sérstaklega
eftir því, að menn segðu álit sitt um til-
boð félagsins í ár þær, sem boðnar voru
út. Virtist það einróma álit fundarmanna,
að félagsstjórnin hefði ekki átt að bjóða
hærra en hún gerði, þar sem það hefði
ævinlega verið sjónarmið SVFR að hafa
ekki forgöngu um uppsprengingar á
veiðileigu. V. M.
Vkdimaburinn
35