Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 46
Fréttatilkynning frá Kastklúbbi
Islands.
6. Alþjóða Kastmót ICF. 1962 var
haldið í Rotterdam dagana 17. til .22.
september. Þátttakendur voru rúmlega
100 og frá 12 löndum, eða svipuð þátt-
taka og á undanförnum mótum. Á sama
stað og sömu daga, að kvöldinu til, er
haldið þing Kastsambandsins, þá eru og
veizluhöld, og eitt skemmtikvöld var
haldið með kvikmyndasýningu og fleiru.
Héðan fóru tveir þátttakendur, Bjarni
Karlsson, málarameistari, og undirritað-
ur, og stóðu sig sæmilega eftir atvikum.
Það sem helzt einkenndi þetta mót, og
setti svip á það, var mjög óhagstætt veð-
ur með ódæma mikilli rigningu framan
af. Þar voru menn algallaðir regnverjum
og í gúmístígvélum dag eftir dag, enda
voru engin sérstök afrek unnin eða met
sett. Allir reyndu að sjálfsögðu að gera
hið bezta úr öllu saman enda var ágætur
félagsandi og samvinna með mönnum,
þrátt fyrir hið leiðinlega veður.
Keppt er í öllum 10 greinum ICF á
þessum mótum, og um þriðjungur af
þátttakendum tók þátt í þeim öllum.
Allir hinir eru aðeins með í 2 til 6 grein-
um. Við Bjarni vorum með í 5 þeim
sömu og keppt er í hjá okkur hér. Úrslit
í tugþrautinni, þ.e. öllum lOgreinunum,
urðu þau að Jon Tarantino varð heims-
meistari í 6. sinn, annar varð Sverrir
Sheen frá Noregi. Þá eru og veitt verð-
laun fyrstu 3 mönnum í hverri grein.
36
Kastklúbbur íslands er hinn íslenzki
aðili að International Casting Federation
sem er samband kastklúbba um allan
heim, og er ekki í neinu sambandi við
veiðifélög eða veiðimennsku af neinu
tagi, félagslega séð, þar eð slíkt er ekki
viðurkennt sem íþrótt. Hinsvegar eru
það aðallega sportveiðimenn i hinum
ýmsu löndum sem að mestu bera þessa
íþrótt uppi, enda ekkert sem kemur
veiðimanninum betur en að hafa vald
á áhöldunum sem hann notar við veið-
arnar, þ.e. kunna að kasta, þar sem í
sumum greinum kastíþróttarinnar eru
notuð sömu áhöld og við venjulegar
veiðar.
Til frekari fróðleiks um okkar og
annarra árangur í þessari skemmtilegu
íþrótt, fylgir hér á eftir afrekaskrá 1962,
í þeim 5 greinum sem við erum aðal-
lega með í.
Albert Erlingsson.
Úrslit ársins 1962:
Albert Erlingsson 3538,8 st.
Þórir Guðmundsson 3519,9 st.
Guðmundur Einarsson 3288,0 st.
Bjarni Karlsson 2922,6 st.
Sverrir Elíasson 2918,9 st.
Þorvarður Árnason 833,3 st.
UTAN FÉLAGS:
Jón Erlendsson 3164,2 st.
Halldór Erlendsson 1012,5 st. Veiðimaðurjnn