Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 50

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 50
landi“ Voru taldir upp kostir þessarar jarðar og m.a. tekið fram að þar væri hægt að rækta lax, en síðan var á það bent „að vegna veiðinnar sé jörðin vel fallin til ýmissar starfsemi, t.d. fávitahælis. .. .!! Skyldi ekki sú hugsun hafa hvarflað að fleirum en mér, þegar þeir lásu þetta, að auglýsandinn sé þeirrar skoðunar, að í hópi laxveiðimanna muni vera einhverj- ir, sem þurfi á slíkri hælisvist að halda, og að þarna megi slá tvær flugur í einu höggi — veita þeim aðstöðu til að stunda laxveiði og jafnframt tryggja þeim sama- stað við þeirra hæfi! Og hafi hann nú, sem vafalaust verður að telja, fylgst með því sem gerst hefur í leigumálunum í vetur, þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér, hverja hann hefur átt við. Það hljóta að vera leigutakarnir, en einn- ig, og ekki síður, þeir sem kunna að kaupa af þeim veiðileyfi. En þótt öllu gamni sé sleppt, er sýni- legt, að íslenzkur almenningur getur ekki veitt sér þá ánægju að fara á laxveiðar fyrir þetta verð og er það illa farið vegna þess hve stangveiðin er holl hreyfing fyrir innisetumenn. Það er að vísu góðæri og mikil vinna nú sem stendur, og ýmsir hafa möguleika til talsverðrar tekjuöflun- ar fram yfir sín föstu laun. En eigi að síður hlýtur það að vera öllum þorra manna fjárhagslega ofviða, að kaupa svona dýr veiðileyfi. Auk þess geta tím- arnir breyzt — og það er raunar varla hægt að búast við því, að svona góðæri standi mjög lengi. Og hvar standa þeir, sem tekið hafa ár á leigu fyrir þetta háa verð, ef veiðimenn kippa að sér hendinni um kaup á veiðileyfum? Það er vitað, að fæstir eða engir þessara manna eru auðmenn, og eiga því enga sjóði að grípa til, ef veiðileyfin seljast ekki. Þeir greiða að sögn nokkurn hluta leigunnar fyrirfram, eða nú með vorinu, en ef þeir eiga að geta innt af hendi áframhaldandi greiðslur þurfa veiðileyf- in að seljast — og til þess að fara skað- lausir út úr ævintýrinu, veitir þeim varla af að selja þau öll. Þess vegna má hugsa sér, að svo gæti farið, að bændur, sem hafa leigt fjölmennum og sæmilega fjár- sterkum félögum veiðiár fyrir nokkru lægra verð en hinir, beri ekki skarðari lilut frá borði um það er lýkur. V. M. Veiðistangaviðgerðir. Veiðimenn! Dragið ekki o£ lengi að láta stengurnar í viðgerð. Varahlutir í allflestar veiðistengur fyrirliggjandi Óskum öllum veiðimönnum gleðilegs sumars. HARALDUR OG VALDIMAR Suðurgata 37. Símar 13667 og 10572. 40 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.