Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 5

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 5
veganesti. Þetta mun hafa verið re'tt umjónsmessustrauminn, sem allir veiðimenn binda svo miklar vonir við. Ekki var við veðurguðina að sakast, því að vel viðraði til veiða, gott vatn í ánni, náttúran skartaði sínu fegursta og áin fagnaði okkur með sínum hugljúfa silfurnið. Þrestir og lóur sungu sín sumarljóð og krían var á sínum stað. Við okkur blasti öll sú friðsceld og fegurð, sem þetta umhverfi hefur upp á að bjóða í svo ríkum mceli. Aðeins eitt var ekki á sínum stað- laxinn sjálfur var ekki mcettur. Hann hafði af einhverjum ástceðum tafizt á leiðinni. Ain mátti'heita laxlaus. Samanlögð veiði okkar'þéssa fimm daga var 18 laxar. Þetta urðu okkur vitaskuld mikil vonbrigði, en hér var við engan að sakast. Laxveiðin er eitt af mörgum happdrcettum lífsins. Stundum fá menn góðan vinning, stundum lítið eða ekkert, en við höldum áfram með miðana okkar í von um að betur gangi ncesta ár. Og mín reynsla er sú, að í laxveiðihappdrcettinu vinni maður oftar en í mörgum hinum. Alla dreymir um stóra vinninginn íöllum happdrcettum. Svo er einnig í laxveiðinni. En stóru vinningarnir þar eru fáir, og því rcetist draumurinn um ,,þann stóra“ hjá fáum, a.m.k. þeim, sem setja markið við 30 pund, eins og menn gerðu til skamms tíma í ám þar sem slíkra risa og jafnvel stcerri var von, t. d. í Laxá í Þingeyjarsýslu og Soginu. En hvernig sem á því stendur, virðist allt benda til að löxum af þeirri stcerð fari fcekkandi í báðum þessum ám, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. Sumir halda að svo stórir laxar séu vart til þar lengur. Séu þeir þar enn, láta þeir undarlega lítið á sér bcera og eru orðnir mun varari um sig en fyrirrennarar þeirra fyrir svo sem 15-20 árum. Sú er a. m. k. reynsla okkar, sem um áratugi höfum veitt í Laxá. Þarf ekki annað en að líta í veiðiskýrslur margra síðustu ára til þess að sjá hver munur er hér á orðinn frá því sem áður var. Líklega er svo komið, að menn verði bráðum að scetta sig við að minnka draumalaxinn niður í 25 pund. Við tölum stundum um veiðigyðjuna, ósýnilega töfradís, sem haldi sig í návist okkar við ána og fylgist með framferði okkar, sé sumum vinveitt, en öðrum miður. Hún kvað t. d. láta sér fátt finnast um veiðimann, sem gengur ógcetilega að vatni, veður út í ána að óþörfu og styggir laxinn, hendir frá sér rusli á bakkanum og jafnvel í ána, eða í einu orði sagt göslast áfram eins og jarðvöðull með algeru virðingarleysi fyrir ánni og umhverfinu. Hún á það kannski líka sammerkt með kyn- systrum sínum mennskum, að líta suma hýrari auga en aðra. En ófrávíkjanlegt skilyrði til þess að vinna hug hennar er snyrtimennska í allri umgengni við ána. A ð slepptu öllu gamni um veiðigyðjuna má þó hugsa sér hana sem ímynd hinnar óspilltu náttúru. Reynslan hefur sannað að það hefnir sín alltaf að misbjóða henni. Um það höfum við fjölmörg dæmi. Hún á líka stundum til að gjalda í sömu mynt, ef þjösnalega er að henni farið. Veiðimaður sem temur sér tillitssemi við náttúruna, skynjar fegurðina í sköpunar- verkinu og finnur samkennd sína með því og lífinu, sem þar hrœrist, hann hefur andlegan ávinning af dvölinni við ána, auk áncegjunnar af veiðinni. Hann er þama allur og óskiptur í fullkominni sameiningu og sátt við tilveruna. Hann er í því óskalandi friðar og fullscelu, þar sem allar áhyggjur gleymast. Um hann er þá sannmceli, að þar er allur sem unir. V. M. VEIÐIMAÐURINN 3

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.