Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 7
var þá að velja flugu. Þá duttu mér í hug
orð Englendings, sem þá var látinn. Hann
hafði veitt víða um heim: „Þegar ég kem að
á eða vatni, sem ég þekki ekki, byrja ég með
Black Doctor.“
Eg áhvað að reyna hana. I fyrsta kasti
greip hana stórlax. Harðvítugur hængur,
tæp tuttugu pund. Eg veiddi hann.
„Hundaheppni,“ mælti Teitur.
I þriðja eða fjórða kasti fékk ég annan
stórlax.
Teitur varð undrandi. Hann átti raunar
að vera farinn, en varð svo hugfanginn af
heppni minni, að hann gleymdi því, að
hann hafði lofað hinum ágæta höfðingja
Olafi Proppé að vera fljótur í förum. Eg
varð að minna hann á loforðið.
Teitur hljóp til hestanna. En hann var
ekki kominn langt, er ég festi í þeim þriðja.
Og Teitur sá það.
Um kvöldið sagði Olafur Proppé mér,
að Teitur hefði sagt: „Þú hefur komið með
vitlausan mann. Hann drepur alla laxana t
anni.
Annars veiddi ég fjóra laxa þennandag.
Það var meira en góð veiði. Þetta var árið
1939.
Teiti kynntist ég betur síðar. Og ég fékk
mætur á honum. Eitt sinn, er ég var á
veiðum í ánni, kom hann með spón, sem
hann hafði smíðað sjálfur. Efnið líktist
látúni. Sá var um þriggja tommu langur,
og uggunum rétt við hausinn gleymi ég
ekki. Hann hafði fellt spegilgler í þá. Hann
sagði, að laxinn hefði gaman af að spegla
sig! Hver veit?
Teitur vildi endilega fá mig til að reyna
spóninn. En ég var með flugustöng og
sagðist ekki vilja misbjóða henni með því
að kasta þessum þunga spæni. Þar að auki
hefði ég litlar mætur á spónveiði, nema þá
við sérstakar aðstæður.
Þetta þótti Teiti sérviska.
Ég var alltaf heppinn í Hítará. Og sú
hugsun hefur flögrað um huga minn, að
það væri vegna þess, að ég hefí aldrei reynt
þar annað agn en fluguna eina.
Nú, þegar ég get ekki veitt lengur, skoða
ég oft flugumar mínar og rek vef minning-
anna. Þá stansa augu mín stundum við
fluguna Blue Charm. í Grímsá hefur hún
reynst mér betri en flestar aðrar. Það væri
þá helst Silver Scott. En ég minnist ekki að
hafa veitt einn einasta lax á Blue Charm í
annarri á.
Einkavinur minn Þórarinn Sveinsson
læknir bað mig einu sinni að veiða með
Blue Charm heilan dag í Laxá í Aðaldal.
Ég gerði svo. En engan lax fékk ég. Degin-
um var þó ekki á glæ kastað. Langt þar frá.
Það er mikil hamingja að vera með vini á
veiðum.
Eitt vil ég ráða vinum mínum: Veiddu
með þeirri flugu, sem þú hefur trú á.
Þó að ég geti ekki veitt lengur, þá ætla ég
að reyna í sumar. Og ég hefl fyrir löngu
ákveðið með hvaða flugu ég ætla að byrja.
Bulldog. Og næst hinn gullbúna Baron.
Bulldog er ein allra besta fluga, sem ég
hefí kastað í vatn.
Sumarið 1980 veiddi ég einn lax, og á
Bulldog. Það var um 14 punda hrygna í
brúðkaupsklæðum með ótrúlega falleg
augu. Ég gaf henni líf.
Með bestu kveðjum.
VEIÐIMAÐURINN
5