Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 8

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 8
Hörður Oskarsson Jock Scott Þegar spurt er: „Hver er uppáhaldsflugan þín?“, er ekki víst, að allir stangveiðimenn geti gefið einni flugu, eða flugutegund, atkvæði sitt. Hvað mig varðar held ég þó, að svar mitt verði afdráttarlaust. Mín uppáhaldsfluga er Jock Scott. Ef menn vilja fræðast um gerð og tilurð þeirrar flugu, vil ég benda þeim á grein um Jock Scott í 5. hefti,,Veiðimannsins“, útg. 1944. Þar er m.a. sagt, að flugan sé þá hartnær hundrað ára. Ég vil nú segja nokkuð frá atvikum þess, að þessi fræga fluga varð uppáhald mitt. A árunum uppúr seinni heimsstyrjöld hófum við fjórir félagar veiðar í Laxá í Dölum. Fórum við eina eða tvær veiði- ferðir þangað árlega. Við veiddum þarna í um tuttugu ár, en urðum þá að víkja vegna útlendinga. Þessir félagar mínir voru Baldur Jónsson, vallarstjóri, Egill Ast- björnsson, nú starfsmaður Landmælinga Islands, og Haraldur Sigurðsson, nú aðal- gjaldkeri Póst og síma. Fyrst var ánni skipt í efra og neðra svæði. Voru 4 stengur á efra svæði, en 3 á því neðra. A efra svæði var gist í vinalegu eyðibýli, torfbæ. A neðra svæði gistu menn í Búðardal, eða voru í tjaldi í grösugum hvammi, rétt ofanvið brúna. Fljótlega var þó áin sameinuð og stöngum fækkað niður í 5. Veiðihús var reist rétt neðan við brúna á Vesturlandsvegi. Þar sem við félagar vorum fjórir, keyptum við fimmtu stöngina og veiddum aðeins á fjórar. Veiðin var vitanlega misjöfn, einkum vegna þess, að Laxá er mjög viðkvæm fyrir miklum þurrkum, eins og fólk getur séð, Hörður Óskarsson með tvo vcena úr Selá í Vopna- firði. Stcerri laxinn, 20 pd. hrygna, tók Black Dose nr. 6. Þetta reyndist verðlaunalax Veiðiklúbbsins Strengs 1980. Sá minni, 14 pd. hcengur, tók Blue Charm nr. 8. þegar ekið er yfír brúna á Vesturlandsvegi í þurrkatíð. Oftast fengum við þó sæmilega veiði. Og þar er ég nú eiginlega kominn að því, hversvegna ég er svo „skotinn“ í Jock Scott. Sumarið 1958, í ágústmánuði, fórum við vestur, Egill, Haraldur og ég. Því miður gat Baldur ekki farið með vegna þess, að hann þurfti að fara utan á ráð- stefnu íþróttavallastjóra á Norðurlöndum. Við vorum því aðeins með þrjár stengur í fímm stanga á! Vatn í ánni var mjög gott, hvorki of mikið eða of lítið. Við hófum veiðar kl. 15. Ég byrjaði í Svartfossi og Dönustaðagrjótum, fékk þar sinn hvorn laxinn og hélt svo gangandi niður með ánni. Ég kom þar að góðum veiðistað, sem Drykkjarhylur heitir. Þar hagar svo til, að áin skellur á moldarbakka að vestanverðu og hefur grafíð sig innundir bakkann. Ég hugsa, að tugir laxa geti legið þarna án þess að sjást, jafnvel þó að áin sé skyggnd með „polaroid“-gleraugum. Að austanverðu er sandeyri og mjög góð aðstaða til veiða. Sem sagt „ideal“ flugustaður. 6 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.