Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 13

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 13
Hvað hún heitir, skiptir svo sem engu máli fyrir aðra. En fyrir veiðimanninn sjálfan er þetta hið mesta leyndarmál - eða hefur þú ekki, veiðimaður góður, stundum séð votta fyrir samúðarsvip á andlitum félaga þinna, þegar þeir sjá þig hnýta „þína“ flugu á tauminn? Þá er eins og megi lesa úr svipnum, að þetta „fjaðraknippi“ þýði nú ekki að reyna hér - þeir viti sko nokk betur, hvað gengur á þessum stað. En fyrir alla muni láttu það ekki hafa áhrif á val þitt, því að flugan er hreint ekki félög- um þínum ætluð, heldur „konungi ár- innar“, og hans er að velja og hafna. Og félögunum getur þú fyrirgefið strax, því að það er eins með þá og þig, að þeir hafa meiri trú á ,,sinni“ ílugu en „þinni“, og ekkert nema gott um það að segja. Annars er því þannig farið með mig, að ég er farinn að bauka við að hnýta mínar veiðiflugur sjálfur í seinni tíð, og síðan ég fór að dunda við þetta hef ég átt mína uppáhaldsveiðiflugu í upphafi hvers veiði- tíma - en auðvitað aldrei sömu fluguna. Alltaf rekst ég á einhverja nýja, sem ég ætla að veiða óskaplega mikið á á sumri komanda. En er þetta ekki einmitt það, sem gefur fluguveiðinni hvað mest gildi, þ.e. fjölbreytnin og hinir óteljandi val- kostir, sem í boði eru? Eg var svo lánsamur að taka tryggð við fluguna nokkuð snemma, og er skýringin einfaldlega sú, að ég „lærði“ aldrei almennilega að veiða á maðk og hef ekki lært það enn. Eg veiddi einfaldlega meira á flugu. Eg hef svo sem ekkert á móti maðkveiði yfírleitt, ef löglega er að farið og ekki er stundað það, sem einn félagi minn kallaði „innankjaftshúkk með sjónrennsli“. Þetta ku að vísu vera hið mesta vandaverk, og örfáir hafa náð mikilli leikni í þessari að- ferð og sumir jafnvel orðið frægir (al- ræmdir) fyrir. En heldur fínnst mér þetta samt óaðlaðandi veiðiaðferð og beinlínis ósanngjörn gagnvart hinu göfuga veiðidýri laxinum. En eins og nafngiftin bendir til, tekur laxinn ekki beituna af frjálsum vilja, heldur er henni eiginlega þröngvað upp í hann. En þetta var nú útúrdúr. í lokin langar mig að segja ykkur frá því, þegar ég veiddi sama laxinn tvisvar. Þetta skeði fyrir nokkrum árum á fyrsta veiði- degi sumarsins í perlunni Norðurá. Eg hafði komið mér makindalega fyrir efst við Drottningarhylinn (sem er undir Laxfossi) og var að dorga þar letilega með maðki. Eg notaði svokallað renniflotholt, en þá getur maður stjórnað, hvar flotholtið er á línunni, með því að draga hana í gegnum flotholtið og reka plasttappa í gatið. (Maður hefur svo gaman af því að reyna eitthvað nýtt dótarí - og hún Guðrún í Vesturröst mælti líka svo fallega með þessu). Nú, það tekur lax agnið, og um leið og hann fínnur fyrir mér á hinum endan- um, snýr hann sér með vanþóknun að Konungsstrengnum (sem rennur út úr hylnum) og setur í efsta gír - allt flækist á hjólinu og línan slitnar u.þ.b. 20 metra frá laxinum. Stutt kynni það, hugsaði ég og vorkenndi bæði mér og laxinum mikið - en þó aðallega mér. Snéri ég mér að svo búnu að öðru. Skömmu síðar er ég að kasta flugu á Brot- inu, sem er litlu neðar í ánni. Sé ég þá úti í miðri ánni hvíta kúlu með rauðan hatt og þekki þar aftur renniflotið mitt góða. Tek ég nú til að kasta flugunni lengra og lengra (af minni alkunnu snilld) með það að markmiði að setja í flotholtið. A sama tíma er einn félaginn úr hópn- VEIÐIMAÐURINN 11

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.