Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 14

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 14
um, Magnús Ólafsson, að kasta maðki á Eyrinni (hinu megin í ánni). Æxlast þannig til, að um Íeið og mér tekst að setja í flotholtið, tekst honum að setja í línuna mína. Hann gat þannig haldið við laxinn frá Eyrinni á meðan ég dró flotholtið til mín (plasttappinn hafði losnað þegar ég setti í flotholtið). Þráttfyrir spennuskjálfta í hnjám og þungan straum tókst mér ein- hvern veginn að binda línurnar saman. Nú losnaði lína Magnúsar, og ég var í annað sinn á sama morgni byrjaður að þreyta sama laxinn. Laxinn strikaði frekar lítið, en þumbaðist mest þarna á Brotinu. Eftir svolitla stund hefur mér tekist að koma honum á rólegra vatn undir klettunum ofan við Brotið og hugðist nú fara að landa. Þá tókst mér (af minni alkunnu snilld) að Sigurður Örn Einarsson Pate Diablo Ritstjórar Veiðimannsins. Þegar ég var beðinn um að segja frá því, hvaða fluga það væri, sem ég hefði mestar mætur á, þá var ég ekki í neinum vafa um, hvernig þeirri spurningu skyldi svarað. Af mér og mínum kunningjum er fluga þessi kölluð Pate Diablo, eftir vini mínum Billy Pate, en hann er einhver mesti flugu- veiðimaður, sem ég hef kynnzt. Frá því árið 1972 hef ég notað þessa flugu og veitt á hana meiri part allra þeirra reka flugustöngina í klettinn, en við það brotnaði toppstykkið. En hvað er eitt topp- stykki, þegar fallegur lax er í veði? Leikur- inn hélt áfram smástund enn - laxinn þumbaðist og ég þrjóskaðist, en einhvern veginn tókst samt að lokum að drösla þessari 12 1/2 punds hrygnu á land og mér á eftir. Held ég, að bæði hafi mátt vel við una, a.m.k. hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum fyrir hrygnuna, ef hún hefði lengi þurft að draga þetta dótarí á eftir sér um ána, og það með „Vesturrastar - garantíi“. Ég óska öllum stangveiðimönnum góðra ferða. Með kveðju. 4^ 1 $ Sigurður Örn Einarsson laxa, sem ég hef fengið síðan þá. Einhvern veginn er það svo, að þetta er sú fluga, sem ég vel næstum því alltaf fyrst, þegar ég byrja að veiða. Segja má, að flugan líkist venjulegri 12 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.