Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 20
Ég skal segja þér eina sögu frá þeim árum. Sérkennileg skipting. A stríðsárunum og árunum þar á eftir var oft erfitt að fá veiðileyfí á góðum tíma, því að það voru yfirleitt alltaf sömu menn- imir, sem völdu sér bezta tímann. Það er orðið allt annað núna. Nú, svo kom það líka til, að þótt þetta væru yfirleitt góðir sportmenn, þá var ekki alltaf góð skipting hjá þeim. Það þýddi ekki fyrir nokkurn mann að hugsa sér, að þetta væri hægt í dag. Ég man ekki hvaða ár það var, en það er mjög langt síðan, að ég fékk einn dag, 3. júní frekar en 5. júní, í Laxá í Kjós. Þá Kristján rennir í Laxfoss í Laxá í Leirársveit. voru bara þrjár stengur í ánni, nú eru þær tíu. Sigurður frá Haukagili var með mér á stönginni. Hann var oft með mér fyrstu árin. Klukkuna vantaði fimm mínútur í sjö, þegar við komum upp eftir um morgun- inn. Þá voru þar mættir vinir mínir tveir og sátu að sunnanverðu fyrir ofan brúna, en hinir tveir, sem voru með þriðju stöng- ina, sátu við Breiðuna. „Við erum búnir að draga“, sögðu þessir höfðingjar. „Við eigum hérna fyrir ofan brúna, Skáfossana og upp á Hornið. Hinir eiga fossinn og niður að okkur“. „Nú, hvað eigum við þá að hafa?“, spurðum við. „Þið hafið allt frjálst fyrir ofan Lax- foss og frá brú niður í sjó“. Ég þekkti ekkert inn á þessar skiptingar, hafði ekki hugmynd um þetta. Það var nú líka erfitt fyrir mig að segja nokkuð, því að annar maðurinn var sérstakur vinur minn, þeir voru það eiginlega báðir. „Þá er það Klingenberg“, sagði ég við Sigurð. Við fórum svo að dunda við Klingen- berg, en sáum engan fisk og fengum ekki neitt. Sannleikurinn var auðvitað sá, að það var ekki nokkur fiskur kominn upp fyrir foss, eins og má ímynda sér. Eftir hádegishvíldina fórum við svo að ræða þetta, en hinir skiptu bara á svæðum sín á milli, við Sigurður áttum áfram fyrir ofan foss og fyrir neðan brú allt til kvölds. Svo kom Eggert Kristjánsson upp eftir. Þá hefur klukkan líklega verið um sex. Hann kom til mín, þar sem ég sat bara og var að horfa á hina, en Sigurður var fyrir neðan brú. Eggert spurði hvernig gengi. Ég sagði honum sem var. „Já, svona hafa þeir það, þessir karlar“, 18 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.