Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 41
6. Upplýsingar
Nánari upplýsingar um laxeldi veitir
Árni ísaksson á Veiðimálastofnun.
SILUNGSELDI
1. Eldi til slátrunar
Silungseldi hérlendis hefur fyrst og
fremst byggst á því að ala bleikju í
fulla stærð til sölu sem matfisk.
Bleikjan er þá alin á fersku fóðri, t.d.
loðnu og rækjuskel. Nokkuð hefur
verið rætt um, að þetta gæti orðið
aukabúgrein bænda. Hagkvæmnis-
úttekt hefur leitt í ljós, að verð á sil-
ungi er of lágt, bæði innanlands og
erlendis, til að silungseldi sé arð-
bært. Þar við bætist að halda þarf
hitastigi til bleikjueldis við 8-10 °C,
sem er orkukrefjandi yfir veturinn.
2. Seiðaeldi
Seiði bleikju og urriða hafa verið alin
í nokkrum eldisstöðvum. Þau eru
notuð til sleppingar, þar sem ungviði
vantar. Slíkt er algengt með urriða,
en offjölgun er meira vandamál hjá
bleikjunni. (Sjá Silungsrækt).
3. Hafbeit með silung
Hugsanlegt er að stunda hafbeit
með sjógenginn urriða eða bleikju.
Þessar tegundir eru tiltölulega
stuttan tíma í sjó (4-5 mánuði) og
dvelja allan veturinn í fersku vatni.
Þyngdaraukning á milli ára er til-
tölulega lítil miðað við lax, og hafa
verður aðstöðu til að fóðra fískinn í
ánni yfír veturinn. Þessi mál eru lítt
þróuð og hagkvæmni mun minni en
með lax.
4. Upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Árni
Isaksson á Veiðimálastofnun.
SILUNGSRÆKT
Undir fiskrækt flokkast allar aðgerðir, sem
stuðla að því að skapa eða auka afrakstur
bleikju og urriða í veiðivatni. Rannsóknir
hafa sýnt, að stór hluti íslenskra stöðuvatna
er vanveiddur og í þeim er mikið magn af
kynþroska smáfiski, sem varla nær ætilegri
stærð. Eina leiðin til aukinnar ræktunar í
þessum tilvikum er að veiða meira og grisja
fískinn. Aldrei má sleppa bleikjuseiðum í
vatn án samráðs við sérfræðinga, vegna
offjölgunarhættu. í allmörgum urriða-
vötnum og einstaka bleikjuvatni (t.d. Mý-
vatni) er skortur á ungviði vegna lélegra
hrygningarskilyrða. Þegar svo er ástatt,
ber að sleppa eldisseiðum, eins og gert
hefur verið. Ástand fískstofns í hverju
vatni verður að meta sérfræðilega og að-
gerðir verða að mótast af þeim upplýsing-
um, sem þannigfást. Nánari upplýsingar
um silungsrækt veita sérfræðingar
Veiðimálastofnunar: Jón Kristjánsson og
Þórir Dan Jónsson i Borgarnesi.
FÉLAGSMÁL
Augljóst er, að eigendur ár eða stöðuvatns
þurfa að hafa fullt samráð um fískrækt. Séu
þeir fleiri en tveir, liggur beint við, að þeir
komi á fót félagsskap, ef veiðifélag er ekki
starfandi á viðkomandi vatnasvæði. Sam-
kvæmt ákvæði í 8. kafla laga um lax- og
silungsveiði frá 1970 skal vera veiðifélag
um allar ár og vötn í landinu. Hlutverk
þess er að ráðstafa veiði og því er skylt að
stunda fískrækt. Leiðbeiningar um stofn-
un veiðifélags og aðrar upplýsingar um
starfsemi þess eru gefnar á Veiðimála-
stofnun: Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri
og Einar Hannesson, fulltrúi.
h~
VEIÐIMAÐURINN
39