Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Síða 1

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Síða 1
4fc SKIPULAGS- Höfuðborgarsvæðisins M M Jk I 1 /80 AAAL FQRSPJALL Þessu riti, "Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins", sem nú lítur dagsins ljós í fyrsta sinn er ætlað að verða vettvangur fyrir upplýsinga- og skoðana- skipti um skipulagsmál þessa svæðis og stuðla jafnframt að því að koma ýmsum nýjungum á framfæri. Einnig er það von útgefanda (Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins), að þetta rit stuðli að aukinni samvinnu þeirra 8 sveitarfélaga sem aðild eiga að stofunni. Formlegt samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að skipulagsmálum á sér töluvert langan aðdraganda. Árið 1961 var svæðaskipulagsnefnd komið á fót fyrir þetta svæði og var henni ætlað það hlutverk "að vera Skipulagsnefnd ríkisins og skipulagsstjóra til ráðuneytis og að koma á framfæri og samræma óskir og þarfir sveitarfélaganna, hvað skipulag snertir" 1 kjölfar skipulagslaganna frá 1964 var fenginn lagalegur grundvöllur fyrir þetta samstarf og var þá stofnuð Samvinnunefnd um skipulag Reykjavíkur og nágrennis. Starfssvið þessarar nefndar var ákveðið með reglugerð og áttu sömu átta sveitarfélög aðild að henni og nú eiga aðild að Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsstjóri ríkisins skipaði formann nefndarinnar. Þessi nefnd lét vinna heildaráætlun fyrir svæðið, þótt hún hefði enga fasta starfskrafta, og var því verki lokið 1972. Mikinn tíma tók að yfirfara þetta verk. 1 ljós kom að skipulag einstakra sveitarfélaga hafði tekið töluvert aðra stefnu en áætlunin gerði ráð fyrir og hlaut hún ekki endanlegt samþykki. Á þessu tímabili hafði engu að síður komist á náið samstarf þessara sveitarfélaga á ýmsum sviðum og skilningur vaknað fyrir því að árangurs- ríkasta leiðin til þess að stuðla að bættu skipulagi þessa svæðis væri að koma á fót sameiginlegri skipulagsstofu. Drög að samningi fyrir þannig skipulagsstofu voru lögð fram í nóvember 1976 og voru þau siðan samþykkt af hlutaðeigandi sveitarfélögum í ársbyrjun 1979. Stjórn skipulagsstofunnar er í höndum fimm manna framkvæmdastjórnar sem starfar undir yfirstjórn stjórnar "Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu". Meginmarkmið stofunnar er gerð aðalskipulags (svæðaskipulags) fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna á Skipulagsstofunni að Hamraborg 7, Kópavogi hófst síðan á útmánuðum 1980 og hafa verið ráðnir til hennar tveir starfsiœnn auk forstöðumanns. Á fundum, sem að undanförnu hafa verið haldnir með forráðamönnum og skipu- lagsaðilum þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Skipulagsstofunni kom fram mikill áhugi á útgáfu sameiginlegs fréttabréfs um skipulagsmál þessa svæðis. Til þess að fullur árangur náist með þessari útgáfu eru allir þeir sem vinna við skipulag, fjalla um þau mál, eða hafa á þeim áhuga, hvattir til þess að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofuna. Ráðgert er að þetta fréttabréf komi út þegar tilefni þykir til, tvisvar til fjórum sinnum á ári. ritstjóri.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.