Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Page 4

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Page 4
MOSFELLSHREPPUR Aðalskipulag hefur enn ekki verið staðfest af Mosfellshrepp, en á árinu 1978 var efnt til hugmyndasamkeppni um Aðalskipulag Mosfells- hrepps. Margar tillögur bárust og komu þar fram ýmsar athyglisverðar hugmyndir. 1. verðlaun hlaut tillaga arkitektanna Hauks Viktorssonar, Jóhannesar Kjarvals og Bjöms Jóhannessonar en ráðgjafar þeirra voru Jóhannes Guðmundsson verkfræðingur, Ólafur Bjamason verkfræðingur og Narfi Hjörleifsson tæknifræðingur. Nú er verið að vinna að skipulagningu þriggja svæða, þ.e. miðbæjar- svæðis, hluta Helgafellslands og íbúðahverfis vestur af Tangahverfi. Auk þessa er mikil áhersla lögð á skipulag endanlegrar legu Vestur- landsvegar og tengsl miðbæjarsvæðis við iann. Fyrirhugað er, að á þessu og/eða næsta ári komi eftirtalin svæði til úthlutunar, auk rösklega 20 eignarlóða í landi Helgafells sem nýlega hafa verið gerðar byggingarhæfar. íbúðarsvæði (2) svæði vestan Tangahverfis - einbýlishús og raðhús Verslun, þjónustustarfsemi (3) fyrirhugaður miðbær REYKJAVÍK samtals um 1 ha. lands fyrir verslun, þjónustu og létta atvinnustarfsemi. Aðalskipulag Reykjavíkur var staðfest í júlí, 1967 og er þetta skipu- lag nú í endurskoðun. Gert er ráð fyrir að endurskoðuð tillaga að nýj\om byggingarsvæðum borgarinnar verði lögð fram á næstu mánuðum. 1 megindráttum eru fyrirhugaðar lóðarúthlutanir á næsta ári á eftir- töldum stöðum. ibúðir 4. 5. 6. 7. 8. 9. - Laugarás - 37 íbúðir - v. Borgarspítala - 150 - - v. Öskjuhlíðarskólann - 100 - - Nýr miðbær - 100 - - Eiðsgrandi - 78 - - Breiðholt III - 30 495 íbúðir Atvinnusvæði 10-12 - Seljahverfi samtals um 10 ha. Borgarmýri Breiðhöfði Verslunar/stofnanasvæði 13-14 - Seljahverfi og Mjódd - aðstaða fyrir verslanir og stofnanir til úthlutunar 7 - Nýr miðbær - verslanir og þjónusta. Hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, sem tók við af Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar og Skipulagsdeild borgarverkfræðings 1. jan. sl. er auk þess verið að vinna að ýmsum skipulagsverkefnum ma. deiliskipulagi í Grjótaþorpi og Kvosinni, atvinnuspá og athugun á búferlaflutningum. SELTJARNARNES Aðalskipulag fyrir Seltjarnarnes var unnið af Skipulagi ríkisins á árunum 1965-1966 og staðfest af ráðherra 1969. Dráttur á stað- festingu stafaði af deilum skipulagsstjórnar og sveitastjórnar um nokkur atriði aðalskipulags. Endurskoðað aðalskipulag var staðfest 1973.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.