Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Page 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Page 5
5 Árið 1974 efndi bæjarstjórn til samkeppni um endurskoðun aðalskipu- lags og samdi í framhaldi af því við verðlaunahafa, Arkitektastofuna s/f, um skipulagsvinnu næstu ára. Aðaláhersla hefur verið lögð á vinnu er tengist væntanlegum miðbæ og er það verk nú komið á fram- kvæmdastig. Næstu byggingasvæði verða í Kolbeinsstaðamýri (15) aðliggjandi landa- merkjum Reykjavíkur og má búast við að það svæði byggist á næstu 3 árum, - liðlega 200 íbúðir; einbýli - raðhús og fjölbýlishús -. Skipulagstillaga Arkitekta- stofunnar sf. að Kolbeins- staðamýri - gerir ráð fyrir tveggja hæða raðhúsum og þriggja hæða sambýlishúsum. í byggingu eru nú 5 tilraunasvæðiþyrpingar með um 70 íbúðaeiningum sem virðist hafa heppnast vel. í miðbæ verður mjög vel séð fyrir allri þjónustu og verslun svo og £ svokölluðum menningarmiðbæ sem er tengdur skólahverfinu en þar er m.a. félagsheimili - íþróttaheimili - sundlaug - heilsugæslustöð - bókasafn - tónlistaskóli - og íbúðir aldraðra svo nokkuð sé nefnt. Ennþá gera spár ráð fyrir ca. 6000-6500 manna byggð á Seltjarnarnesi en í dag búa þar liðlega 3000 manns. KÓPAVOGUR Það aðalskipulag og greinargerð sem nú er rnnið eftir, í megindráttiom, voru samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs árið 1969. Að undanfömu hefur staðið yfir samkeppni um deiliskipulag í landi Ástúns (16) og er þar gert ráð fyrir um 45 raðhúsum. Austan þessa svæðis (17) er einnig gert ráð fyrir um 120 íbúðum. Á Kársnesi, vestan Hafnarfjarðarvegar (18), er mögulegt að byggja töluverðan fjölda íbúða. í landi Smárahvamms og Fífuhvamms (19) hefur verið skipulagt um 45 ha. atvinnusvæði, þar sem gert er ráð fyrir um 180.000 m2 gólfflatar, að þeim byggingum iœðtöldum sem þar eru nú.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.