Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 6

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 6
Verslunarlóð í Snælandshverfi kemur væntanlega til úthlutunar á næstunni. 1 miðbæ Kópavogs (20) er auk þess en eftir að byggja töluvert, bæði af skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Auk þessa eru enn eftir töluverðir byggingarmöguleikar á uppfyllingu, vestast á Kársnesi. GARÐABÆR Aðalskipulag hefur ekki verið staðfest £ Garðabæ, heldur einungis hlutar af aðalvegakerfinu. Það aðalskipulag sem framkvæmdir hafa miðast við var unnið á árunum 1972-1976 og var þetta skipulag með áorðnum breytingum kynnt almenningi í júni sl. Nýverið hefur verið úthlutað rúmlega 40 íbúðum í einbýlishúsum £ Hnoðraholti (21) . Verið er að vinna að deiliskipulagi i Hofsstaða- mýri (22) . Gert hefur verið deiliskipulag af miðbæ Garðabæjar (23), þar sem fyrirhugað er að koma á fót verslunum, þjónustu og annarri atvinnu- starfsemi, auk ibúða. Nokkrum lóðum fyrir "hreinlega" atvinnustarfsemi er enn óráðstafað i Búðahverfi (24). Einnig er fyrirhugað að skipulag lóða fyrir atvinnu- starfsemi hefjist á þessu ári á hrauninu milli Garðabæjar og Hafnar- fjarðar (25). Auk þessa er gert ráð fyrir að íbúðar- og atvinnulóðir í Ása- og Grundahverfi verði tilbúnar til byggingar á næsta ári. BESSASTAÐAHREPPUR Aðalskipulag fyrir Bessastaðahrepp var samþykkt árið 1971, en ekki staðfest. Unnið hefur verið eftir þessu aðalskipulagi í meginatriðum síðan. Nokkur atriði hafa samt verið endurskoðuð, og nú er verið að yfirfara skipulagið í heild. Verið er að vinna að aðalskipulagi íbúðarsvæðis á jörðinni Landakot (26) og verða þar til úthlutunar rösklega 30 einbýlishúsalóðir á þessu ári. Auk þessa er stefnt að því að byggja á óbyggðum lóðum í tengslum við núverandi byggð. Fyrirhugað er að opna nýtt atvinnusvæði á næstunni fyrir léttan, hrein- legan iðnað við Kirkjubrú (27). Þetta svæði er um 7 ha. að stærð, og er þegar búið að leggja að því rafmagn, vatn, síma og hitaveitu. Vestan ofangreinds atvinnusvæðis (28) er ráðgert að reist verði hús fyrir ýmsa þjónustustarfsemi og stofnanir og er þetta landsvæði einnig að verða byggingarhæft. Hitaveita hefur nú verið lögð í flest hús á Álftanesi og er fyrir- hugað að hita verði hleypt á nú í sumar. HAFNARFJÖRÐUR Fyrir skipulagsdeild Hafnarfjarðar liggja þrir megin verkefnaflokkar. 1. Skipulagning nýbyggingarsvæða Stærsta samfellda nýbyggingarsvæði Hafnarfjarðar er Norðurbær, en skipulag hans var samþykkt og staðfest árið 1968. Endurskoðun var staðfest árið 1972. Uppbyggingu þar er nú að mestu lokið Nýlokið er deiliskipulagningu svokallaðra Hvamma (29) og eru byggingarframkvæmdir þar þegar í fullum gangi í einbýlis- og raðhúsahverfum. Lausnir úr samkeppni um þéttasta hluta Hvamma

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.