Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 9
aðstaóa hestamanna 9 Vorið 1979 fól Skipulag ríkisins Einari E. Sæmundsen, landslags- arkitekt að gera könnun á aðstöðu hestamanna á höfuðborgarsvæðinu. Hvatning til þess að ráðist var í þetta verk var að skipulag ríkisins hafði borist beiðni frá Landssambandi hestamanna um að gerð yrði athugun á því, hvort ekki mætti tengja betur reiðleiðir milli svæða á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við þetta verk hófst fljótlega og stendur enn, ekki hefur þó verið unnið látlaust, heldur verið teknar skorpur og hlé á milli. Vonir standa til að fyrsta áfanga ljúki á þessu sumri, þ.e.a.s. söfnun gagna, frumvinnsla þeirra og gerð tillagna í framhaldi af því. Atvinnumál Stofnfundur Atvinnumálanefndar Höfuðborgarsvæðis var haldinn 12. júní, en hana skipa samkvæmt tilnefningum: Markús Sveinsson Garðabæ, Bjöm Kristjánsson Kópavogi, Sigurgeir Sigurðsson Seltjarnarnesi, Guðmundur Þ. Jónsson og Magnús L. Sveinsson Reykjavík, JÓn Baldvinsson Mosfellssveit og Bergþóra Einarsdóttir Kjalar- nesi. Óskað var eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá hverju sveitar- félaganna, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík, en engin tilnefning barst frá Hafnfirðingum og aðeins ein_ úr Kópavogi. Ákveðið var að boða til næsta fundar nefndarinnar fimmtudaginn 11. sept. Þar verður rætt um almennt atvinnuástand á svæðinu, verkefni Skipulags- stofunnar í tengslum við atvinnumál og einstök verkefni starfandi atvinnu- málanefnda sveitarfélaganna á svæðinu. Ráóstefnur RÁÐSTEFNA UM ENDURHÆFINGU BÆJA verður haldin á vegum arkitektafélaganna á Norðurlöndum í Helsingborg dagana 28-30 ágúst, 1980. Þessi ráðstefna er til undirbúnings sérstöku átaki í þessum efnum "Urban Renascence Campaign" sem Evrópuráðið hefur í undirbúningi. Þeim sem áhuga hafa á að sækja þessa ráðstefnu er bent á að snúa sér til Arkitekta- félags íslands, Freyjugötu 41, R - sími 11465. RÁÐSTEFNA UM ALMENNINGSVAGNA. Dagana 30. júní til 4. júlí var í Reykjavík haldin norræn ráðstefna um umferðarmál almenningsvagna í þéttbýli ("Nordiska Lokaltrafikmötet"). Af hálfu Skipulagsstofunnar sótti Þórarinn Hjaltason, verkfræðingur, ráðstefnuna. Af því sem rætt var um á ráðstefnunni má nefna: 1. Ýmsar aðferðir við að meta eftirspurn eftir almenningsvagnaþjónustu. 2. SamanLurður á aðferðum við farþegatalningar í hinum ýmsu borgum Norðurlanda. 3. Reynsla af nýju fjarskiptakerfi við stjórnun almenningsvagnaumferðar í Stokkhólmi. 4. Niðurstöður rannsókna á rafknúnum strætisvögnum. Gögn varðandi ráðstefnuna liggja frammi hjá Skipulagsstofunni. - Fréttabréfið SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS er gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, Kópavogi s : 45155. - Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.