Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 12

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 12
MANNGERT UMHVERFI ÁHRIF UMHVERFIS Á LÍÐAN FÓLKS ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR fræðslustjóri Þjálfa þarf hreyfifærni barna. Það er löngu staðreynd að umhverfið hefur mikil áhrif á velferð og þroska einstaklingsins. Margir andlegir og félagslegir eiginleikar fullþroska manns hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þvt umhverfi sem hann ólst upp í frá blautu bams- beini. Með umhverfi er átt við nánast allt sem í kringum okkur er. Hn til að skilja betur við hvað er átt í þessum fyrirlestri, vil ég fyrst nefna nokkra mismunandi þætti, sem þetta víðtæka hugtak spannar. I fyrsta lagi tölum við um náttúrlegt umhverfi, þá er átt við náttúruna sjálfa, jörðina, himin oghafið, loftið sem við öndum að okkur og allar hinar fjölbreytilegu lífverur. Það má vera ljóst að hið náttúrlega umhverfi hefur áhrif á velferð mannsins í ríkum mæli. í öðru lagi tölum við um manngert umhverfi og eigum þá við það umhverfi sem maðurinn hefur skapað eða umbreytt á einn eða annan máta, innan sem utan dyra. Auk þess vil ég leyfa mér að nefna sérstaklega það umhverfi semmennirnir sjálfirskapameðathöfnumsínum,þ.e.a.s. það andrúmsloft sem maðurinn sjálfur skapar og myndast í sam- skiptum manna í millum. Eiginlega má segja að þetta síðast- nefnda hafi einna mest að segja varðandi áhrif umhverfis á líðan fólks. Verum minnug þess sem stendur í Hávamálum,, maður er manns gaman”. Að sjálfsögðu er oftast samhengi milli allra þessara þriggja þátta, þegar við hugum að vellíðan mannsins og þeir skarast á ýmsa vegu. Þess vegna er kennsla um umhverfið mjög mikilvæg og nauðsyn þess að vekja athygli og skilning allra á

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.